Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 20
ÖVEIMJIJLEG HEIMILISDÝR „Hundar og kettir eru indælir, en ekkert jafnast á við apa," segir enska gamanleikkonan Hilda Baker. „Coco er dásamlegur félagi, og það er ómögulegt að vera þunglyndur eða lífsleiður í návist hans. Það var enginn vandi að húsvenja hann, og ég hlæ svo mikið að öllum hans uppátækjum, að ég gleymi hversdagslegum áhyggjum." Hún keypti Coco í heimilisdýraverzlun og tók hann heim með sér. En hún átti erfitt með að vinna vináttu hans í fyrstu. Þótt hún byði honum mjólk og súkkulaði og alls konar kræsingar leit íiann ekki við henni. Á endanum ákvað hún að gjalda líku líkt og virða hann heldur ekki viðtals. Það blessaðist ágætlega. Eftir svolitla stund kom hann og gægðist forvitnislega yfir öxlina á henni áblaðið sem hún var að lesa. Og brátt urðu þau beztu félagar. Hann hefur meira að segja komið fram á sviði með Hildu, eins og flestir leikarar kann hann því vel að vaka fram eftir á kvöldin og sofa út á morgnana. Albertine Castelli í Nýju Orleans, Bandaríkjunum hefur meiri mætur á dýrunum sínum en mönnum. Hún á níu hunda, þrjá apa, tvo ketti, átta kanarifugla, seytján páfagauka... og krókódílinn Sam sem þið sjáið hér á myndinni. Hann býr í kjallaranum og fælir burt allar rottur — og ef til vill fleiri gesti. Asninn Pedro er mikill vinur húsmóður sinnar, Nolu Boyer í Indianapolis. Það er verst hvað hann er drykkfelldur... 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.