Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 15
eftir ÓLAF STEPHENSEN ÞAÐ er lítill vafi á því, að Ella Fitzgerald ber höfuð og herð- ar yfir aðrar söngkonur, hvort sem þær syngja jazz eða dægurlög. Það er varla til sú dæg- urlagasöngkona, sem ekki telur Ellu með uppáhalds söngvurum sínum. Þús- undir söngvara apa eftir henni, hvort sem þeir geta það eða ekki. Jafnvel ónefnd söngkona á skemmtistað í Reykjavík hefur áunnið sér andstyggð margra góðra manna fyrir það eitt að troða upp með eftirlíkingu eins bezta lags Ellu, — af svo blygðunarlausum vanefnum að það hálfa er nóg. Þetta er því miður ekkert einsdæmi. En aftur á móti hefur það verið sagt, að allar betri dægurlagasöngkonur hafi orðið meira og minna fyrir áhrifum af söng Ellu, og hafi þau áhrif alltaf verið til hins betra. Laun frægðarinnar eru á margan hátt vafasöm. Á meðan að fjöldinn allur af söngvurum bera á borð fyrir áheyrendur sína afbakaðar útgáfur af stíl hennar, — án nokkurs taugaóstyrks og algjörlega feimnislaust, hefur Ella Fitzgerald þjáðst af óframfærni. Enn þann dag í dag segist hún vera hálf hrædd við að koma fram fyrir áheyr- endur, sem ef til vill kvnnu ekki að meta það, sem hún ætlar að syngja. Þegar Frank Sinatra tók Ellu Fitzger- ald sem dæmi um hvernig söngvarar ættu að anda og mynda laglínur í grein, sem birtist í „Life magazine“ ný- lega, tók Ella það svo nærri sér, að hún söng ekki í vikutíma. Þetta og það, að plötur hennar hafa ekki verið í fyrsta sæti vinsældalistanna um langan tíma, hefur stuðlað að því að draga kjarkinn úr þessari vinsælu og frægu söngkonu. í hljómleikaför til Evrópu fyrir nokkrum mánuðum síðan lagði hún svo hart að sér með æfingum, ferða- lögum og tónleikum, að hún varð að hætta við síðasta hluta fararinnar vegna taugaspennu og ofþreytu. ÞETTA var alveg hræðilegt ástand,“ sagði Ella við góðvin sinn Leonard Feather, sem heimsótti hana á hið fallega heimili, sem hún hefur búið sér í j Beverly Hills. „Áheyrendurnir voru |n§ allsstaðar svo dásamlegir, og ég gat ekki fengið það af mér að neita öllu B þessu fólki, sem vildi fá mig til að | syngja. En svo allt í einu er maður I farinn að vinna svo mikið, að það er I ekki mínúta aflögu til neins annars.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.