Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 26
verið að byggja Hótel Borg og þar vantaði þjóna. Jónas Lárus- son fyrrverandi bryti á Gull- fossi var ráðinn yfirmaður í veitingasölum en Petersen sem verið hafði yfirþjónn á sama skipi, skyldi vera yfirþjónn á Borg. Hann sagði Pétri að koma á Borgina. Fyrst þyrfti hann að sigla til Kaupmannahafnar vera þar um tíma á hóteli til þess að kynna sér vinnuna á landi. Þetta varð. Pétur sigldi til Kaupmannahafnar, komst að sem ungþjónn á mjög góð- um veitingastað. Hann sigldi til íslands aftur, með Gullfossi. Þeir komu til Reykjavíkur á Þorláksmessu 1929. Pétur fór til æskustöðvanna og var jólin heima, — síðustu jólin í for- eldrahúsum. Eftir áramótin fór hann aftur suður, og enn var mikill snjór á fjallinu líkt og forðum. Þeir voru átta þjónarnir sem hófu störf á Hótel Borg 10. janúar 1930. Þeir hófu starfið með því að taka upp borðbún- að, hreinsa málningarslettur og taka til í veitingasölunum. Fyrsta veizlan var samkoma Nýársklúbbsins, sem að þessu sinni frestaði áramótafagnaði sínum til 18. janúar. Opnun Hótel Borgar var mikill viðburður í Reykjavík. Dönsk hljómsveit lék fyrir dansi og hér var í fyrsta sinn hægt að koma saman í veitinga- sal þar sem allt var sambæri- legt við beztu staði í nágranna- löndunum. Daginn eftir var svo gestum boðið að skoða húsið en um kaffileytið voru veitingasalirn- ir opnaðir almenningi. Úti fyr- ir beið mikill fólksfjöldi. Svip- aður fjöldi eins og venjulega hlýddi á hornamúsík á Austur- veili. Svo um sumarið var Alþingishátíðin haldin að Þing- völlum, en margar veizlur voru haldnar á Borginni og þar bjuggu margir tignir gestir. Kreppuárin gengu yfir og flest drógst saman. Þetta kom líka við veitingahúsin og gisti- húsin, en þó kom fólk á Borg- ina, fékk sér kaffibolla eða vín- glas, hlustaði á músík, dansaði og skemmti sér. Pétur var þjónn á Borginni samfleytt til 1942. Þá frétti hann hjá kunningja sínum að systurnar á Skjaldbreið, Stein- unn og Margrét, ætluðu að selja hótelið. Pétur, sem lengi hafði langað til að verða eigin húsbóndi, fékk mikinn áhuga á fyrirtækinu. Hann safnaði saman nokkrum mönnum og þeir stofnuðu hlutafélag. Síðan var Skjaldbreið keypt og Pétur GO I PPAGH SKULAGOTU 51, SIMI 23570 Hóte! Borg Framh. af bls. 7. eftir loforði sínu við Pétur og sendi eftir honum. Konan sem var húsráðandi, kom til dyra er spurt var eftir Pétri. Hún var hissa á að komumaður skyldi ekki hafa mætt honum, því hann hefði verið að ganga út. En togarinn mátti ekki stanza lengur en nauðsynlegt var og margir um plássið. Annar maður fór því á skipið. Auðvelt er að gera sér í hugar- lund vonbrigði Péturs, er hann kom heim um kvöldið og frétti hvað fram hefði farið. Nokkru seinna kom Brúar- foss til Reykjavíkur. Þar vant- aði þjón á annað pláss og þar sem brytinn vissi að Pétur var vanur eftir veru sína á Gull- fossi, var honum boðin staðan. Hann tók vinnuna, þótt hún væri vitanlega ver borguð en togaraplássin. Hann hafði siglt þarna nokkrar ferðir, er svo hittist á að Jón forseti var einnig staddur í Reykjavík. Jóhann Jóhannsson, sá sem sendur var eftir Pétri inn á Lindargötu kvöldið góða, kom um borð í Brúarfoss til þess að hitta hann. Þeir spjölluðu lengi saman og að skilnaði gaf Pétur honum aðra vínflöskuna af tollskammtinum. Jóhann sagði að skilnaði að það væri efalaust betra fyrir Pétur að vera kyrr- an í þessu starfi, en að fara á Jón forseta. Þetta væri betra starf heldur en að vera á tog- ara. Þetta var í síðasta skipti sem þeir sáust, vinirnir. Jón forseti lagði út um kvöldið. Hann fórst í þeirri ferð og Jóhann Jóhannsson með honum. Pétur var nú áfram á Brúar- fossi þar til árið 1929. Þá var 26 var þar með orðinn hótelstjóri og eigandi að einum fimmta. Pétur rak Skjaldbreið í 18 ár. Hann tók auk þess stúdentá- garðana á leigu og rak þar sumargistihús í tíu sumur. Vor- ið 1944 keypti hann ásamt fleir- um Valhöll á Þingvöllum og endurskipulagði þar gisti- og veitingarekstur. — Það var svo árið 1958 að bankastjóri í Reykjavík gerði boð fyrir Pétur og spurði fór- málalaust hvort hann vildi kaupa Hótel Borg. Auðvitað langaði Pétur til þess, en vissi jafnframt að slíkt var ekki hrist fram úr erm- inni sinni. Þeir reyndu að selja Skjaldbreið og fá út peninga með því móti, en það reyndist ekki auðvelt. Þetta gekk í þófi nokkra hríð, viðræður fram og aftur. Pétur stofnaði svo ásamt nokkrum öðrum hlutafélagið Hótel Borg h.f. og þeir gengu frá kaupum á hótelinu haustið 1959 og tóku við eigninni 1. janúar 1960. Og þar með var Pétur Daní- elsson orðinn „Boi'garstjóri". Nýju eigendurnir hófust þeg- ar handa um endurnýjun og umbætur, fjölguðu gistiher- bergjum og gerðu gagngerar breytingar á öðrum gistiher- bergjum, anddyri, veitingasöl- um og vínstúku. Engin þörf er að lýsa Pétri á Borg fyrir Reykvíkingum eldri sem yngri. 'Maðurinn er þéttur á velli og þéttur í lund. Hefur löngum haldið sínu striki stóráfallalaust og getur nú sex- tugur litið yfir farinn veg með nokkru stolti. Og líklegast þyk- ir mér að leið sína til fjár og frama eigi hann reglusemi og skyldurækni að þakka öðru fremur. • KvennjósnariiHt Framh. af bls. 11. karlkynsáhorfendur, þar sem þeir eru komnir, í nokkrar mik- ilvægar sekúndur“. En Monica er ekki sama sinnis. „Þeir geta skrifað það sem þeim sýnist í handritin, ég mun aldrei af- klæðast frammi fyrir mynda- vélinni, og ég neita að hafa staðgengil. Ég afklæðist ekki opinberlega hispurslaus og til- finningalaus. Ég vil ekki af- sala mér þeirri geðshræringu, sem nekt í einrúmi veitir“. Modesty, hinn algjöri sigur konunnar á karlmanninum, vef- ur sígarettur sínar sjálf og smekkur hennar er andstæður hinum smámunalega smekk FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.