Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 24
VASA- ÞJÓFAR Raftis yfirmaður vasaþjófa- deildar lögreglunnar í 1 íevn York leysii r ír á sk jóöum lí Fæstu fólki stendur mikill stuggur af vasaþjófum. Kaup- sýslumaður, sem ég þekkti einu sinni, gerði gys að aðvörunum mínum um þá og hreykti sér af því, að hann bæri yfirleitt ekki minna á sér, en tvö hundruð dali í reiðufé og þó hefði aldrei verið stolið af honum svo mikið sem eyris- virði. Fáeinum sekúndum síð- ar straukst ég við hann og tók af honum seðlaveskið hans. Hann varð alveg forviða, en það eru hundruð vasaþjófa, sem hefðu getað framkvæmt þjófn- aðinn af miklu meiri tækni og lipurð en ég hafði sýnt. Billie the Hook — eða Billi krókur — gat til dæmis stolið úr innaná brjóstvasa á karlmannajakka, en það er sá staður, sem erfið- ast er að ná til, jafnvel þótt fórnarlambið væri í hnepptum frakka utanyfir — og veittist það létt. Við starfið notaði Billi dag- blað eða frakka, sem hann bar á handleggnum. Hann valdi sér fórnardýr úr mannþrönginni í neðanjarðarlest, rakst utan í hann nokkrum sinnum þar til hann fann, hvar peningarnir voru geymdir. Ef þeir voru í buxnavasa mannsins, notaði " Mi blaðið eða frakkann til að hvlja hönd sína. Ef seðla- veskið var í jakkabrjóstvasan- um, hélt hann frakkanum eða dagblaðinu rétt neðan við höku mannsins, þannig, að veskiseig- cá ekki hvað gerðist 24 þar fyrir neðan. f einni svipan hallaði Bill sér að honum, fór með tvo fingur ofan í vasann og náði veskinu. Hann lét alltaf þjófnaðinn standast á við komu lestarinnar á einhverja stöð og strax og hann hafði náð vesk- inu, smeygði hann sér hóglát- lega út úr vagninum og hvarf í mannþrönginá. Allir vasaþjófar, sem eitb- hvað kveður að, hafa mjög næma tilfinningu. Ef peningar eru geymdir lausir í vasa, í stað þess að vera í seðlaveski geta þeir sagt nokkuð nákvæmlega með því að snerta fötin laus- lega, hve margir seðlar og hve mikið af smámynt sé þar að hafa. © Síðan ég tók við stjórn vasa- þjófadeildar New York lög- reglunnar, hafa að meðaltali átta hundruð vasaþjófar verið teknir fastir árlega þar í borg. Mörg hundruð í viðbót hafa verið flæmdir úr borginni og stunda nú vinnu sína í öðrum landshlutum. Þeir elta veðreiða- fólkið frá Florida til Louisville, til Saratoga og þeir flytjast með skemmtiferðamönnum frá Havana til Atlantic City og Newport. Hvar, sem mikill mannsöfnuður er saman kom- inn eða útiskemmtun fer fram, eru þeir venjulegast mættir. Vasaþjófar tímgast vel í þétt- býlum hverfum stórborga. Þeir læra iðnina ungir. Efnilegur piltur fær oftast leiðsögn í hin- um æðri atriðum vasaþjófnað- ar hjá reyndum meistara í list- inni, sem tekur svo ef til vill sinn hlut af ágóða nemandans meðan á náminu stendur. Gagn- stætt því, sem almennt er álit- ið, er góð greind vasaþjófa jafn mikils verð og fimir fingur: með sæmilegri æfingu og ef fingurnir eru eðlilegir að stærð og lögun, getur hver sem er lært að ná seðlaveski upp úr vasa, en aðalvandinn er í því fólginn að hitta á rétta augna- blikið til að gera það. Þeir slyngnustu hafa eins konar sjötta skilningarvit. Eingöngu með því að snerta eða strjúk- ast við fatnað þinn utanverðan, geta þeir fundið samstundis hvort þú ert tortrygginn. Þeir skynja árvekni þína og færa sig frá í skyndi. Þeir starfa eftir þeirri reglu, að skammt undan hljóti að vera annar skotspónn, sem ekki sé jafn hættulegur viðureignar. Til allrar óhamingju er margt fólk mjög fjarhuga. Vasaþjófar hafa sína eigin stéttaskiptingu. Neðstir standa þeir, sem stela aðeins af sof- andi drykkjurútum. Næstir eru þeir, sem hnupla úr yfirhöfnum á almenningssalernum. Einu þrepi ofar, en samt tiltölulega lítilsháttar, eru þeir sem tak- marka starfsemi sína við utaná- vasa á jökkum og kápum, þar sem kvenfólk geymir stundum buddur og lausa peninga á vetr- um og. karlmenn skiptimynt. En aðall vasaþjófanna eru buxnavasaþjófarnir. Piltarnir, sem tæma buxna- vasa, starfa sjaldnast einir. Þegar hann hefur hjálparmenn, velur vasaþjófurinn sér fórn- arlamb og taka þá hjálpar- mennirnir sér venjulega stöðu sitt hvorum megin við það. þegar þeir hafa fundið veskið, verður sá, sem næstur því stendur, að ná því úr vasanum. Hinir verða þá aðstoðarmenn og verða að gegna þreföldu hlutverki: Hylja hendi hnupl- arans, meðan hún er í vasa fórnarlambsins, gefa mannin- um olnbogaskot til þess að dreifa athygli hans og taka við peningunum úr hendi hnuplar- ans. Stundum starfa buxna- vasaþjófar þrír eða fjórir sam- an og skipta þá með sér hlut- verkum á líkan hátt. Buxna- og brjóstvasaþjófur- inn vinnur af miklu öryggi. Hann notar í allflestum tilvik- um, vísifingur og löngutöng annarrar handar. Hann opnar vasann með því að glenna sund- ur fingurna á sama hátt og' Winston Churchill, þegar hann myndaði sitt fræga „V“ Siðan smeygir hann fingrunum lengra niður og krækir í þýf- ið, sem hann hefur valið sér. Allur verknaðurinn tekur að- eins fáein augnablik. Ef hann er staðinn að vei’ki, lætur hann peningana eða veskið falla. Þá kemur aðstoðarmaðurinn til skjalanna. Hann reynir að sparka þýfinu úr augsýn eig- andans, eða þá að hann hrifs- ar það og réttir eigandanum með svofelldum orðum: „Þér misstuð þetta, hei’ra minn.“ Þessi frekja slær venjulega öll vopn úr hendi fórnarlambsins. Buxnaþjófurinn á sér hlið- stæðu hjá kvenþjóðinni og starfar hún að mestu í verzlun- um. Stóra Bertha var ein þeirra. Hún grandskoðaði blaðaauglýs- ingarnar á hverjum degi og valdi sér verzlun, þar sem út- sala var líkleg til þess að draga að sér mikinn mannfjölda. Eins og karlmennirnir valdi Bertha sér ávallt starfssvið, þar sem uppskeruhorfurnar voru vænlegastar. Oftast kaus hún efri hæðirnar vegna þess að lögreglumenn verzlananna halda sig yfirleitt á neðstu hæðinni, þar sem mannþröng- in er mest. Bertha starfaði venjulega einsömuí, hún bar aldrei handtösku sjálf hafði loðfeld á handleggnum. Hún valdi sér borð, þar sem margir biðu afgreiðslu og ruddi sér braut að velklæddum viðskipta- vini. Síðan þóttist hún athuga vörurnar með hægri hendinni, en vinstri hendinni, sem hul- in var loðfeldinum, laumaði hún í handtösku konunnar og tók peningaveski hennar. Bertha kunni ótal brellur til að komast undan lögreglu- mönnunum. Ein sú helzta var að fara inn í troðfulla lyftu og síðan út úr henni aftur með hinu fólkinu. Rétt áður ep dyrnar lokuðust stökk hún svo aftur inn í lyftuna. Ef leyni- lögreglumaður var að njósna um hana, gat hann ekki elt hana aftur inn nema að gefp jafnframt grun sinn til kynna. Vasaþjófurinn heldur áliti sínu í vasaþjófaheiminum með því að forðast að lenda í hönd- um lögreglunnar. Strax cg leynilögreglan þekkir hann í sjón, eru dagar hans svo gott sem taldir. Fyrir nokkrum ár- um veitti ég, ásamt Finn lög- reglumanni, eftirför nokkrum grunsamlegum náungum að FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.