Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 42
HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER oulism LÆKJARGÖTU 2 2. HftD Einansrmargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímaniega. Skúlagötu 57 — Símar 23200. fjasið um þennan skógarpúka ykkar eins og ykkur sýnist! hugsaði Marianne. Það var gott að losna við þá. Annað hvort voru þeir ekki með öllum mjalla, eða þá að þeir höfðu komið sér saman um að gantast við hana. Það var lúalegt af þeim. Hún hvildi höfuðið i höndum sér og reyndi að .hugsa um ekki neitt. Minningin ... þessi óljósi grun ur ... ónáðaði hana enn ... hul- inn skugga, sem skipti í sífellu um lögun og eðli, færðist nær svo að hún greip andann á lofti og fannst sem hún væri að ná taki á því, sem hún leitaði að. En þá vék það undan, hörfaði og varð að engu. Vonbrigðin voru sár. Loksins varð klukkan fimm. Hvorki Ulf og Hákon né Jans- son höfðu komið aftur til skrif- stofunnar. Marianne hafði ekk- ert getað unnið í fleiri klukku- tima. Hún var hvort eð var þreytt og uppgefin af sálrænni áreynslu við að reyna að róta upp í undirvitund sinni. Ef hún hefði bara einhverja hugmynd um, hvað það var, sem hún hafði bara einhverja hugmynd um, hvað það var, sem hún leit- aði eftir! Hana hitaði í allan líkamann af taugaóstyrk. 1 þessu ásigkomulagi gæti hún ómögu- lega sezt að kvöldverði með hin- um. Louise var ávallt svo svöi og fersk á að líta. Hún sótti baðfötin sin og hljóp niður að vatninu. Það var kalt ennþá. Veturinn hafði verið harð- ur og snjóþungur og vorið hafði verið kalt. Það var ekki fyrr en í byrjun júní, þegar hlýviðrið byrjaði í aivöru, sem snjórinn fór að bráðna uppi í fjöllunum og stórskógunum í norðri. Þess vegna komu vorleysingarnar svo seint. Vatnsyfirborðið hækkaði með hverjum degi. Ár og lækir voru bakkafull og stöðugt barst meira leysingavatn að norðan, iskalt og kristalstært. Þegar Marianne hafði synt góðan spöl út á víkina, heyrði hún illvænlegt gelt. Hún velti sér á bakið og leit til lands. Niður brekkuna kom Tarzan æð- andi eins og stór, grá elding. Hárin risu eftir endilöngum hryggnum á honum. Geltið varð að nístandi ýlfri og hundurinn hljóp í ofboði fram og aftur á vatnsbakkanum. — Hvað gengur að þér Tarz- kallaði Marianne. Hefurðu meitt þig eitthvað? Bíddu, nú kem ég! Vertu rólegur! Hún sneri við og byrjaði að synda til lands, en þegar hún hafði synt fáeina metra, kom Ulf hlaupandi gegnum garðinn og Hákon Magnússon á eftir honum. Tarzan heyrði raddir þeirra og hljóp gjammandi milli þeirra og vatnsbakkans, til þess að koma þeim í skilning um, að hætta væri á ferðum. — Hvað hefur komið fyrir? Er einhver að drukkna? hrópaði Hákon, sem var spölkorn á eftir. — Að líkindum, kallaði Ulf á móti. Allt í einu nam hann staðar. Á vatnsbakkanum lá sterkblá baðkápa. Hann fann kvíðann ná tökum á sér. Marianne ... Hann renndi augunum I skyndi yfir ísbláa víkina. Þarna ... góðan spöl frá landi grillti i grannvax- inn líkama undir vatnsyfirborð- inu. Sundtökin gáruðu vatnsflöt- inn og mynduðu sólglitrandi boða. Ljósblik og hvarflandi, si breytilegir skuggar léku allt í kringum hana. Ulf stóð hreyfingarlaus og veitti því enga athygli, að Tarzan stökk og hamaðist í kringum hann, viti sinu fjær yfir því, að hann skyldi ekki taka sér neitt fyrir hendur. Léttirinn yfir því, að hún skyldi vera lifandi, var jafn nístandi ákafur og kvíðinn áður. Ef hún hefði drukknað ... Hákon Magnússon kom upp að hliðinni á Ulf. í sama bili náði Marianne inn á grynningarnar, reis á fætur og stiklaði á stein- unum, þar til hún kom að vatns- bakkanum. Vatnið streymdi nið- ur eftir henni. Það var eins og votur sundbolurinn væri málað- ur beint á líkama hennar. Hún reif af sér sundhettuna og hristi úr hárinu. Hákon blístraði með velþóknun. — Duglegur hundur! sagði hann í hálfum hljóðum. Þarna stóðstu þig vel. Það hefði verið illa farið að missa af þessari sjón. Ofsareiði blossaði upp í Ulf. Hann leit heiftaraugum á Hákon og opnaði munninn til að segja eitthvað, en tók sig á, þegar honum varð ljóst, að hann hafði nærri því sagt Hákoni að halda kjafti. Tarzan hljóp niðureftir til Maríanne, stökk í kriagum hana, veifaði rófunni og gelti af kvíðablandinni gleði. Þegar hún beygði sig niður og tók upp bað- kápuna, tókst honum að sleikja hana þvert yfir andlitið með langri tungunni. — Nei, Tarzan þó, svei þér! Hún fyllti lófana vatni, sem gjálfraði milli steinanna, þvoði sér í framan og þurrkaði sér á baðkápuerminni. Hvers vegna ýlfraði hann svona angistarlega? kallaði hún til Ulfs, sem hafði tekið upp pípu sína og var að troða i hana. — Hann vildi sýna okkur að þú hefðir filmstjörnuummál, hrópaði Hákon, áður en Ulf næði að svara. Marianne gretti sig. Hún ætl- aði einmitt að fara að biðja Há- kon að spara sér gullhamrana, en þungbúinn svipurinn á andliti Ulfs gerði hana mállausa. Hann var á svipinn eins og hann... hataði hana! — Hvers vegna ... Orðið var lítið annað en hljóm- laust hvísl. Hafði Hákon svikið loforð sitt og sagt honum frá hver hún væri? Ulf misskildi spurningu hennar og hélt að hún væri að býsnast yfir því hvernig hundurinn léti. — Tarzan hefur sennilega haidið að þú værir að drukkna. Hann hegðar sér á sama hátt, þegar ég fer i vatnið, sagði hann. En þetta er fyrsta skipti, sem hann hefur áhyggjur af öðrum. Framh. í næsta blaði. • Litla sagan Framh. af bls. 21. — En skrifaðu mér samt, ef eitthvað fer úrhendis og þá skal ég reyna að tala við Mikk- elsen yfirkennara og nýja krist- infræðikennarann og fá þá til að fara þangað niður eftir og hrífa þig burtu frá öllu saman. — Líttu nú vel eftir henni Mimi, sagði Agata og svo föðm- uðu þær hvor aðra hrærðar. Síðan lagði Agata af stað til Parísar með latínukennaranum sínum. Þrem dögum síðar fékk Andrea loksins bréf þaðan að sunnan. Hún settist í sófann og hendurnar skulfu er hún skar umslagið upp með prjóni. Hún bjóst við hinu versta. Bréfið var hripað upp í snatri á kort frá þekktum næturklúbb í París og það var reyndar frá Agötu, en í því stóð ekki annað en þetta: Elsku Andrea Hleyptu kett- inum út á stundinni! Willy Breinholst. 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.