Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 19
„I GUÐS BÆNUM HAFÐU ÞETTA STUTT . . . FALKINN HRINGDI ÁELLUI LONDON FYRIR nokkrum dögum fréttum við, að Ella Fitzgerald kæmi til London, laugardaginn 12. febrúar, til tónleikahalds ásamt hinni stóru hljómsveit Duke Ellington. Tónleik- ar þessir, sem haldnir voru í Royal Festival Hall í London, voru á marg- an hátt óvanalegir, m. a. vegna þess að Ella og Duke hafa ekki unnið saman á tónleikum áður, svo að vit- að sé. Okkur hér við Fálkann datt í hug að reyna að ná í Norman Granz og Ellu Fitzgerald í símann, áður en tónleikarnir með Duke Ellington hæfust í Royal Festival Hall, og áður en varði vorum við komin með Granz í símann: — Hvernig hefur Evrópuferðin gengið? — Mjög vel. Við vorum í Kaup- mannahöfn í vikunni, en í dag eru fyrstu hljómleikarnir með Duke Ell- ington hér í London. Réttara sagt eru tónleikarnir byrjaðir, og Ella byrjar að syngja eftir 15 mínútur. — Komið þið hingað til Reykja- víkur beint frá London? — Nei, það er nú öðru nær. Héðan fer Ella til Brussel, þann tuttugasta, til að koma fram í sjónvarpsþætti. Þann 23. febrúar fer hún svo til Madrid, og þann 25. kemur hún loks til Reykjavíkur. — Hvað verður um Tommy Flana- gan, undirleikara Ellu? — Flanagan er í New York. Það kom ekkert fyrir hann. Ella skipt- ir um undirleikara á eins til tveggja ára fresti. — Hvaða menn leika í tríói Jimmy Jones? — Jimmy Jones leikur á píanó. Hann lék og útsetti fyrrum fyrir Söru Vaughan o. fl. Gus Johnson, trommuleikari. Gus er nýlega hættur með Count Basie hljómsveitinni. Joe Comfort bassaleikari. Comfort - lék í mörg ár með Nat King Cole. Augnablik hér kemur Ella ... — Já, í guðanna bænum hafðu þetta stutt viðtal. Þetta eru fyrstu tónleikarnir hér í London og ég er dálítið taugaóstyrk. Ég á að fara að syngja eftir tíu mínútur. Nei níu mínútur. — Hvernig hafa tónleikarnir gengið? — Þetta hefur allt gengið framar öllum vonum. Það er nú líka Duke Ellington að þakka. Hljómsveitin hans er alveg dásamleg, enda hefur fólkið rifið út miðana. Duke spilar í klukkutíma, svo kem ég og syng í klukkutíma með hljómsveitinni og Jimmy Jones, en síðast kemur Duke aftur fram með okkur. — Sonur þinn leikur á hljóðfæri, ekki satt? — Ray leikur á trö'mmur með ,,Ringo-beat“ hljómsveit í skólanum. — Hvernig líkar þér hljómlist hans? — Hvað í ósköpunum er hægt að segja. Hann verður að fá að leika þá tónlist, sem hann hefur áhuga á. En hann vex nú bráðum upp úr þessu, vona ég. — Þetta verður í fyrsta skipti sem þú syngur á íslandi? — Já, í fyrsta skipti. Hvað á ég að syngja á mörgum hljómleikum? — Það hafa verið auglýstir fjórir hljómleikar. — Ég vona bara að það fái allir aðgöngumiða, sem vilja. — Það vonum við líka ... — Nú verð ég að hætta. Ég á alveg að fara að byrja. Ég bið að heilsa fslandi. Við fengum kunningja okkar í Bretlandi til þess að fara á tónleik- ana og skýra okkur frá þeim hér í Fálkanum, það var að vísu all erfitt, þar sem aðgöngumiðar að tónleik- unum seldust upp á skammri stundu, en einhvern veginn tókst honum nú samt að komast inn. Hér er stutt frásögn af tónleikunum. ,,Royal Festival Hall var þéttsetin prúðbúnu fólki í dag. Þar komu fram Duke Ellington og hljómsveit, Ella Fitzgerald, og tríó Jimmy Jones. Þetta voru vafalaust skemmtileg- ustu tónleikar sem haldnir hafa ver- ið í Festival Hall í vetur. Fyrri hluta hljómleikanna lék hljómsveit Duke Ellington, sem kom á óvart með því að leika töluvert af lögum, sem þeir félagar hafa ekki Framh. á bls. 37. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.