Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 5
Haukur Morthens og Louis Armstrong, en þeir syngja allir hver sinn texta við lagið kamalkunna, Hello Dolly. En hvort ég næ röddum þessara ágætu söngvara er önnur saga, en syrpan heitir Halló Dagný. í eina tíð söng ég í útvarpið lagið Hott hott á hesti. Hér er lagið komið aftur örlítið breytt. Halló mamma er símtal, en í því hef- ur hinn dæmigerði reykvíski gæi orðið. Hann hefur lent í klandri með bílinn og er að lýsa því fyrir föður sínum. Unga fólkið kannast við Twist and sliout, lagið, sem Beatles gerðu frægt. Fyrst, þegar ég heyrði plötuna, þá fannst mér þeir syngja þetta óeðlilega hátt og var eiginlega búinn að mynda mér þá skoðun, að þeir heyrðu svona illa hver til annars. Út frá þessari hug- mynd samdi ég textann. Þar eru tveir heyrnarsljóir karlar að talast við. Báð- ir þykjast heyra í hvor öðrum, en heyra reyndar ekki neitt, svo að útkoman verður dálítið spaugileg. Eitt atriðanna á plötunni verður í óbundnu máli, en það er hin gamal- kunna skíðalýsing, sem mig hefur lengi langað að gefa út á hljómplötu. Sum laganna munu að öllum líkind- um koma dálítið snöggt við hið annál- aða hlutleysi útvarpsins. en bað er svo lítill hluti af heildarlagafjöldanum, að það gerir hvorki til né frá. Það hafa margir fært það í tal við mig, hvort að ég ætli ekki að gefa út bók með þeim gamanvísum, sem hvað mesta lukku hafa gert. Ég hafði ekki áhuga á því, heldur vildi ég koma þessu á framfæri eins og það var flutt í byrjun og þar var hljómplatan bezti miðlarinn. Með útgáfu þessarar plötu er ekki farið út í neitt stórgróðafyrir- tæki, heldur er þeim, sem hafa ánægju af svona skemmtiefni gefinn kostur á að hlýða á það heima í stofu hjá sér af hæggengri hljómplötu. Ómar túlkar raunir unga mannsins: Á leið heim — hik — eftir ógurlegt geim — hik — á leið heim. Nemendur Verzlunarskólans, Ómar og hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar í Útvarpssal. — Ljósm.: G. R. FÁLKINN. 5 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.