Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 7
/
Stúdentablaðið
Það er krafist
Björgvin G. Sigurðsson skrifar
krossferðar
„Mér hefur stundum virst að einkennilegir og
næsta óvenjulegir hlutir hafi verið að eiga sér
stað í íslensku þjóðlífi á síðustu misserum. Það
er einhvern veginn að verða lýðum ljóst, að ný
stétt manna, ný manntegund, hefur brotist
áfram til mikilla áhrifa og jafnvel mikilla valda í
landinu. Mér virðist þetta venjulegast vera gróf-
gerð manntegund sem kann að veita fyrir-
greiðslur og kemst jafnvel þannig til
nokkurra lýðræðislegra áhrifa. En oft
er leikur þessara manna að taka að
sér skítverk í stjórnmálaflokkunum,
annast íjárreiður flokkanna, þar sem
íjölmargir hlutir hjá öllum stjórnmála-
flokkunum þola ekki dagsins ljós.
Þeir taka að sér verk sem hinir eigin-
legu forystumenn vita að eru unnin
og telja að þurfi að vinna en vilja að
öðru leyti sem minnst af vita. Þessi
grófgerða nýstétt hefur tekið sér ból-
festu í lýðræðinu innanverðu og hefur
hafist handa um að þiggja þaðan nær-
ingu um leið og hún nagar það í sund-
ur. Hún útvegar flokkunum fjármagn,
t.d. í kosningum, hún þarf að mjög
takmörkuðu leyti að gera grein fyrir
störfum sínum og hún er flokksfor-
ystunni jafn nauðsynleg og súrefiii
hinum almenna flokksmanni."
Þessi orð ritaði Vilmundur Gylfa-
son, stjórnmálamaður, blaðamaður og
skáld, í Vísi þann 10. október árið
1975. Á þeim tíma var Vilmundur að
hefja krossferð sína gegn spillingu og
sóðaskap í íslensku þjóðlífi. Vilmund-
ur velti steinum og spretti á kýlum og mein-
semdum í ræðu og riti um árabil í herferð gegn
spillingu stjórnmála- og embættismanna. Fáir
menn hafa markað jafn djúp spor í hugmyndir
fólks síðustu áratugi. Með Vilmundi bárust inn
í þjóðlífið ferskir vindar frjálsrar ijölmiðlunar,
siðbótar í stjórnmálum og gagnrýninnar blaða-
mennsku. Markmiðið var siðbót, valddreifing
og eðlilegt aðhald á valdhafana sem leiddi til
opnara og heilbrigðara þjóðfélags. Hann var
langt á undan samtíð sinni í ýmsum stjórnmála-
hugmyndum og enn lifa margar hugmyndir
hans góðu lífi.
Löglegt en siðlaust
Vilmundur hristi upp í og skók íslenskt þjóðlif
og siðlausir valdhafar landsins vissu að þeir
voru hvergi óhultir fyrir herferð Vilmundar
enda skeytti hann engu um hver átti í hlut og
lét einskis ófrestað við að ná markmiðum sið-
bótar og réttlætis fram. „Löglegt en siðlaust"
var setning sem varð fleyg eftir honum og krist-
allar hún kjarnann í gagnrýni hans.
Það flagg sem féll með Vilmundi hefur vart
verið hafið að hún, þau ár sem liðin eru frá and-
láti hans. Fyrr en kannski nú að almenningur
og örfáir stjórnmálamenn eru að fá sig
fullsadda af óþverranum. Til að heija á kerfi
samtryggingar og spillingar þarf pólitískan
kjark. Einfaldlega vegna þess að sú mafía sem
hér ræður öllu beitir öllum brögðum til að
vernda sig og sína og þann kjark hefur einatt
skort.
íslenskt þjóðlíf er nú sem á tímum Vilmund-
ar mengað af sukki og siðleysi. Hvort
vakning almennings um svínaríið á
æðstu stöðum, eftir afhjúpanir Jó-
hönnu Sigurðardóttur í Landsbanka-
hneykslinu er upphafið að nýjum tím-
um skal ósagt látið, en reiði almenn-
ings verður ekki sefuð svo auðveld-
lega. Það er krafist krossferðar.
Fjáraflamenn flokkanna
Það þarf að sópa út úr kústaskápun-
um. Það á að skylda stjórnmálaflokk-
ana til að birta opinberlega framlög í
sjóði þeirra og það á að láta ráð-
herrana axla ábyrgð á gjörðum sín-
um. Það myndi teljast til tiðinda í
hvaða lýðræðisríki sem er að ijárafla-
menn flokkanna sætu í og gegndu
jafnvel formennsku í bankaráðum. Á
meðan flokkarnir njóta bankaleyndar
og þurfa ekki að birta reikninga sína
og hverjir reiði af hendi framlög í
sjóði þeirra. Þetta er spilling og þetta
er sukk.
Þegar ástandið er svona, nákvæm-
lega eins og Vilmundur Gylfason lýsti
í grein sinni hér að ofan, flokkast ís-
land ekki undir lýðræðislegt menningarsamfé-
lag. Það er siðlaust land í höndum lítillar mafíu
sem hér ræður öllu sem hún raunverulega vill
ráða. Það sem er athyglisverðast við greiningu
Vilmundar er að hún er 23 ára gömul og er enn
í fullu gildi. Ekkert hefur breyst en sú vakning
sem er að eiga sér stað og mun ná hámarki
með kynslóðaskiptum í stjórnmálunum er rétt
að byija.
„íslenskt þjóðlíf er nú sem á tímum Vilmundar mengað
af sukki og siðleysi. Hvort vakning almennings um
svínaríið á æðstu stöðum, eftir afhjúpanir Jóhönnu Sig-
urðardóttir í Landsbankahneykslinu er upphafið að nýj-
um tímum skal ósagt látið, en reiði almennings verður
ekki sefuð svo auðveldlega. Það er krafist krossferðar.“
Uppstoppaður hundur
Ema Kaaber skrifar um leiklist
Að lokinni, velheppnaðri, leiksýningu er
eins og líkami minn hafi verið í ballett-
þjálfun í tuttugu ár. í sæluvímu geng ég,
óvenju léttstfg, í fatahengið og vil helst ekki
ijúfa þessa helgu stund með
nokkru tali. Þegar yfirhöfnin
hefur verið lögð yfir axlirnar,
eins og fellt tjald, er sýning-
unni fulllokið og þegar fyrstu
skrefin eru tekin út úr húsinu
má fella fyrstu orðin. Með eins
fáguðum handahreyfingum og
mér er unnt að sýna, undir-
strika ég dóma mína. Næstu
klukkutímana takast á best
sköpuðu hlutverkin en smám
saman næ ég aftur yfirhönd-
inni. Eftirköst eru þó ekki óal-
geng og fyrr í vetur var ég til
dæmis Hamlet af og til í nokkr-
ar vikur.
Eins hátiðlegt og Þjóðleik-
húsið er og Borgarleikhúsið
flott, þá er Nemendaleikhúsið
Iindarbær spennandi. Þar eru
hin ungu. Þau sem eru full af krafti og framtíð.
í ár er lokasýning útskriftarhóps Leiklistar-
skóla íslands verkið Uppstoppaður hundur.
Höfundur verksins er leikarinn og leikskáldið
Staffan Göthe. Hann telur leikarana vera kjarna
leikhússins og þeirra vinnu vera að skapa lifið á
sviðinu. Til þess að skapa lifandi leikhús reynir
hann að gera hreint og klárt í kringum leikar-
þorpi. Söguþráðurinn er tilbreytingalítill og
kemur sjaldan eða ekki á óvart Persónusköp-
un höfundar er einnig fábrotin. Karakterarnir
eru klisjukenndir á köflum og vekja litia samúð.
Engin innsýn er gefin í tilfinn-
ingalíf þeirra. Því líður líf sögu-
persónanna hjá á nokkrum
klukkutímum án þess að vekja
nokkrar vonir, væntingar eða
samkennd. Það er líkt og höf-
undur hafi aðeins rissað upp
frumdrögin og ekki náð að
koma holdi á beinin. Það er þvi
úr litlu að moða fyrir leikarana
og mín skoðun sú að ætlun höf-
undar hafi mistekist Sýningin
gefur þannig takmarkaða vís-
bendingu um getu leikaranna
enda gefur flatneskja verksins
ekki tilefni til tilfinningalegrar
tjáningar nema að litlu leyti.
Leikmyndin er þó skemmtileg
og tónlistarval í takt við tíðar-
anda verksins. En hvað sem
gæðum verksins líður er aug-
ana og skrifar því ekki um hvað persónurnar ljóst að margir góðir leikarar eru væntanlegir
eða leikararnir eiga að hugsa. Afleiðingin er inn í íslenskt leikhúslíf og léku margir leikend-
heldur dauf. í Uppstoppuðum hundi segir frá anna rullur sinar fantavel þrátt fyrir takmörkun
lifi nokkurra einstaklinga í afskekktu sænsku leikverksins.
„Það er því úr litlu að moðafyrir leikarana og min skoðun sú að
ætlun höfundar hafi mistekist. Sýningin gefúr þannig takmarkaða
vísbendingu um getu leikaranna enda gefurflatneskja verksins ekki
tilefni til tilfinningalegrar tjáningar nema að litlu leyti.“
7
S a g t
o g
s t a d i ð
Rómverskur lifnaður
„Sárin sem bruðl bankans skilja eftir
sig liggja hins vegar víðar en á bank-
anum sjálfum. Fólk er ráðvillt og sleg-
ið andspænis þeim rómverska lifnaði
sem háttsettir embættismenn stund-
uðu á kostnaö almennings...Bankaráð
sem svaf á meðan hin hóflausa sóun
átti sér stað, getur ekki skotið sér
undan ábyrgð. Gæslumennirnir sváfu
á meðan bankastjórarnir sóuðu."
Össur Skarphéðinsson í leiðara D V
þar sem hann fjallaði um viðurstyggi-
legt sukk sjélftökumafiunnar í Lands-
bankanum.
Gengdarlaus spilling
„Þessi gengdarlausa spilling, græðgi
og ofsalega misnotkun á fé skatt-
borgaranna til persónulegs ávinnings
og eiginhagsmuna er hræðileg. Hví-
Kkt hamstur, hvílík misnotkun á al-
mannafé... Fátækt fólk sem telja þarf
hverja krónu (buddu sinni til að eiga
fyrir brýnustu nauðsynjum, sem greið-
ir samviskusamlega sín bankalán er
allt í senn; sárt, undrandi en þó lang
mest, herra forseti, ævareitt. Því svíð-
ur, herra forseti, því hreinlega svíður
undan þessari græðgi toppanna sem
treyst hefur verið til trúnaðarstarfa.
Manna sem fá eina milljón í mánað-
arlaun eða sem svarar einum árslaun-
um verkafólks en virðist samt ekki
geta tekið upp buddu til að greiða fyr-
ir einkaneyslu sína."
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður
átti sviðið á þingi þegar glæpa-
mennska Landsbankamanna var til
umræðu á þeim virðulega stað. Jó-
hanna með sín níu pólitísku líf er
greinilega komin aftur.
Fasisminn blómstrar
„Við erum að ráða inn þessa dagana
menn sem reykja ekki...Það er þó ekki
þannig að reykingamennirnir séu al-
veg klipptir út þó við vildum það
gjarnan."
Rannveig Rist forstjóri álaversins í
Straumsvík en upp úr henni vall fas-
isminn í frétt DV. Á meðan álverið er
búið að gjörmenga svo umhverfi sitt
að vatnið í kringum það er orðið eitrað
og starfsmenn umluktir mengunn allan
daginn í vinnunni þá er lausnin til að
bæta ímynd þessarar mengunarspú-
andi stóriðju sú að banna fólki að
reykja. Eða það sem verra er, neita
mönnum um framhaldsráðningar
nema þeir hætti að reykja og ráða inn
reyklausa án tillits til annars. Svona
blómstrar fasisminn i lok 21. aldarinn-
ar.
Blair stillir til friðar
„Enginn vafi er á því að Blair átti mik-
inn þátt (þeim árangri sem náðist í
friðarviðræðunum. Hann sýndi mikla
pólitíska dirfsku með því að taka upp
beinar formlegar viðræður við Sinn
Fein um skipan mála á Norður-frlandi
en það höfðu bresk stjórnvöld ekki
gert síðan árið 1921."
Valur Ingimundarson sagnfræðingur á
fá orð yfir sigra Biair hins breska í
pistli ÍDV.