Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 14
V i () I a I
U ú d e n t a b I a ö i í
1 4
Eftir Þórunni
Hrefnu Siþurjónsdóttur
Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði Guð-
mundur Andri Thorsson pistil í Dag.
Þar efaðist hann meðal annars um það
að stefhumál Alþýðubandalagsins stæðust
tímans tönn og sakaði meinta vinstrimenn
um að vera í raun til hœgri. Með þessu kom
hann afstað heilmiklum pústrum og hártog-
unum bœði innan Alþýðubandalagsins og ut-
an. Pólitíkusar sem þó hafa marga fjöruna
soþið urðu mjög sárir og sáu ástæðu til þess
að skrifa svargreinar löðrandi í reiði og lýs-
ingarorðum. Þannig er „samsetningur" Guð-
mundar Andra sagður bæði „geðvonskulegur“
og„óþverralegur"og hann sjálfur uþpfullur af
ranghugmyndum og illum hvötum.
Þegar ég hitti Andra á Hótel Borgþótti mér
hann bara líta alveg ágætlega út miðað við
allt. Égspurði hann hvort það vœri ekkigam-
an að láta taka svo mikið mark á sér að
harðsvíraðir refir í pólitík yrðu æfir yfir ein-
hverju sem maður segði. Maðurinn svarar
því þá til að hann vilji alls ekki láta taka
mark á sér. Sú tilhugsun að einhver taki und-
ir hans skoðanir oggeri þær jafhvel að sínum
þyki honum ekki þægileg. Honum þykir líka
skrýtið að allaballar séu reiðir við hann og
segist bara alveg óvart hafa tendrað þá reiði.
Eg er ekki stjórnmálamaður og ekki einu
sinni stjórnmálaskýrandi. Ég er bara kjós-
andi sem er orðinn pirraður á að kjósa smá-
flokka sem ætla sér að verða stórflokkar og
hafa þess vegna loðna stefnu í öllum málum
- ég vil hafa einn stórflokk með loðna stefnu
og einn smáflokk hinna réttlátu. En mér
finnst leiðinlegt að hafa reitt allaballa til
reiði. Þeir eru vænsta fólk sem ber gott
skynbragð á bókmenntir.
Hvernig er hinn nútímalegi og raunverulegi
vinstrimaður?
Talaði ég um það í greinunum? Ég veit það
ekki, ég er ekki nútímamaður. En nútíma-
legur jafnaðarmaður einbeitir sér að nútím-
anum ímynda ég mér en er ekki á kafi í
Gúttóslagnum eða að mótmæla Uppkastinu.
Eftir því sem ég fæ best séð er þessi svokall-
aða nútímalega jafnaðarstefna ekki annað en
visst afturhvarf til klassískrar jafnaðarstefnu
eins og hún hefur verið mestalla þessa öld,
en því miður höfum við Islendingar haft jafn
lítið af henni að segja og kapítalismanum.
Tony Blair starfar í anda gömlu leiðtoganna
en lætur ekki Birnu Þórðardóttur og Ragnar
skjálfta ráða ferðinni eins og var í tíð
Kinnochs. Aðalatriðið er að fólk hafi það
heldur gott, útrýma fátækt, koma í veg iyrir
taumlausa auðsöfnun - að jafna. Kommún-
isminn hefur reynst kenning um að fólk eigi
að hafa það hroðalegt í svo og svo langan
tíma og helst drepast mann fram af manni
uns skyndilega sé komið nýtt mannkyn og
endanleg niðurskipan hlutanna. I kratisma
hefúr alltaf ríkt það viðhorf að skelfast ekki
einstaklingsframtakið en glorífísera það
ekki heldur, líta hvorki á kaupskap sem upp-
haf og endi alls ills né mælikvarða alls. Mál-
ið er að nýta það í almannaþágu. Leyfa at-
vinnulífinu að blómstra haftalaust en reyna
að dreifa afrakstrinum og umfram allt að
ríða þétt öryggisnet, byggja upp öflugt vel-
ferðarkerfi sem aldrei hefur verið gert hér.
Utkoman varð sú að sósíalisminn sigraði í
vestur-Evrópu á meðan hann galt afhroð í
Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Það
gleymist stundum að þegar Evrópulöndin
eru að skera niður velferðina hjá sér hafa
stjórnirnar kannski eitthvað að skera - hér
hefur alltaf verið treyst á að allir eigi sér bak-
hjarl í fjölskyldu eða ætt. Og svo held ég að
það sé kominn tími til að endurskoða þessa
römmu þjóðernishyggju sem hefur riðið
húsum í íslenskri vinstrihreyfingu frá því að
Island var hernumið. Þetta er orðin hættu-
leg einangrunarhyggja og til þess fallin að
vernda íslenska yfirstétt og fáránleg völd
hennar en almenningur fékk einmitt nýver-
ið innsýn í það hvernig íslensk yfirstétt
hegðar sér.
Ég held að við höfum of lengi lifað okkur
inn í Islandsklukkuna. Allar umbætur sem
orðið hafa á íslensku samfélagi hin síðari ár,
til dæmis varðandi rétt launafólks og opnari
stjórnsýslu - að ekki sé talað um umhverfis-
mál - koma ffá Evrópu. Þvert á vilja íslenskr-
ar yfirstéttar. Davíð Oddsson er sífellt að
kvarta yfir einhverjum lögum sem dynja á
okkur frá Brussel. Með því að sporna við
þessari Evrópuþróun, þá er verið að ganga
erinda íslenskrar yfirstéttar.
Er ekki eðli yfirstétta að vera spilltar? Er ís-
lensk yfirstétt frábrugðin öðrum yfirstéttum?
Það er hún alveg áreiðanlega einfaldlega af
þeirri ástæðu að hún hefur komist upp með
miklu meira en yfirstéttir annarra landa.
Menn í tignarstöðum hafa skammtað sér
gæði að geðþótta. Vestrænt velferðarsamfé-
lag er hins vegar það næsta sem við höfum
komist í mannlegu samfélagi í þvi að setja
yfirstéttinni skorður.
Nú ollu þínar greinar miklu fjaðrafoki inn-
an Alþýðubandalagsins, varstu einhvern
tíma virkur íflokknum?
Ég var sauðkind. Mér var smalað inní Al-
þýðubandalagið fyrir einhverjar borgar-
stjórnarkosningar og kom svo ekki meira
við sögu þar innan dyra. En ég var viðloð-
andi Hreyfinguna, var og er raunar enn
mjög andvígur hernum þótt mér finnist nú
að það mál megi ekki lengur sundra jafnað-
armönnum. Svo var ég eitthvað á Þjóðviljan-
um þar sem var gaman að vinna, góður
mannskapur og skemmtílegur andi.
En áfram með þessar ritdeilur þínar og for-
sþrakka allaballa. Nú vorkennir Steingrím-
ur J. þér að þú skulir „baksast svona á þig
kominn í gegnum lífið" þ.e. upþfullur af
ranghugmyndum og óþverra.
Það er nú kannski svolítíll misskilningur í
því fólginn hjá honum að ég fari í gegnum
lífið sífellt að hugsa um hann. En maður
kemst ekki hjá því að verða var við hann á
þessum maraþon menntaskólamálfundi
þarna niðri á Alþingi.
Ertu flokksbundinn?
Nei, ég er óheillakráka. Um leið og ég styð
eitthvað fer að halla undan fætí. Ég studdi
Þjóðvaka fyrir síðustu kosningar og tók mig
síðan tíl og studdi Guðrúnu Pétursdóttur í
forsetakosningunum. Nú þori ég ekki að
lýsa yfir stuðningi við Reykjavíkurlistann,
jafnvel þótt Ingibjörg Sólrún sé sá stjórn-
málamaður sem mér þykir mest koma tíl nú
um mundir, kannski vegna þess að hún er
ekki haldin þessum lamandi ótta margra
vinstrimanna við völd.
Þú ert rithöfundur. Hefur þig aldrei langað
til þess að skrifa bók sem er hrein þjóðfélags-
ádeila?
Ég hef skrifað þannig bók. Islenski draum-
urinn var minn sósíalrealíski róman, skrifað-
ur af sorg og reiði. En ef þú ert að tala um
bók þar sem skeytum er beint að nafn-
greindum samtíðarmönnum þá held ég að
það eigi ekki við mig. Ég var aldrei dugleg-
ur í skóla við að leggja önnur börn í eineltí.
Ég er ósköp afslappaður gagnvart þessu
skáldsagnastússi mínu. Bækurnar verða
einfaldlega þannig til að það fer að vaxa inní
mér einhver saga. Höfúðið fýllist af röddum
eins og hjá geðklofasjúklingum, og svo sest
maður niður í hálfgildings transi og skrifar
niður eftír röddunum. Þetta er hálfgerð
skyggnilýsing. Og svo er að fara yfir með
köldum huga og editera þessu. En sagan
kemur alltaf sjálf, þannig hefur það verið og
ég bíð bara rólegur og er ekkert að reyna að
reka á eftír neinu. Ef hún kemur ekki þá
kemur hún ekki og ég held bara áfram að
lesa mínar prófarkir.
Þú lest yfir verkin sem koma út hjá Máli og
menningu og ákveður hverju höfundar fá að
halda inní verkum sínum. Fá höfundar ekki
áfall þegarþeir koma með fullbúið handrit
til yfirlesturs ogþið segið...„ja, þú ættir
kannski ekki að láta söguna enda svona,
heldur einhvern veginn öðruvísi"?
,Þú skalt ekki hafa gamlan mann sem aðal-