Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 26
Horft um öxl Viö lok vetrar er rétt aö líta yfir farinn veg nú þegar ritstjórn blaðsins lætur af störfum. Stúdentablaðið þakkar öllu þvf frábæra fólki sem að útgáfunni kom. Reykvískri útgáfu verður seint þakkað fyrir frábært samstarf og einstaklega vönduð vinnubrögð, Jóni Páli Leifssyni fyrir einstaka lipurð við Ijósmyndunina og Sæmundi Norðfjörð fyrir trúna á mál- staðinn. Ritnefnd blaðsins vann óeig- ingjant og mikið starf fyrir blaðið f vetur og fúnkeraði (alla staði frábærlega. Hér fara á eftir nokkrir molar sem hrutu af sfðum blaðsins í vetur. Það stirnir á goðin Nú stirnir á goðin sem hæst gullu í síð- ustu alþingiskosningum um byltingu og umbætur engu líkar í menntamálum landsmanna. Ef ekki verður um viðhorfs- breytingu að ræða hjá stjórnvöldum landsins blasir við, að sú tæra lind hug- sjóna sem frumkvöðlar háskólabyltingar- innar bjuggu yfir er orðin að drullufor skammsýni og hugleysis. Þar sem aurinn er hirtur en krónunni kastað. Úr leiðara fyrsta tölublaðs haustsins þegar áform um skólagjöld og skerðingu á sjálfstæði Háskólans bar hvað hæst í _ umræðunni. Fimm mínútur í lífi dómara Það heyrir næstum til undantekninga að dómarar valdi ekki opinberu hneyksli með ákvörð- unum sínum. Þessir pastur- slitlu hálfguð- ir sem véla með örlög manna eru einhverjir mestu mein- vættir samfé- lagsins. Dómurinn sem Steingrfmur ' Gautur Kristjánsson kvað upp, mánudag- inn 15. september, er innistæðulaus. Hann er langtum innistæðulausari en gúmmítékkarnir sem ungi maðurinn gaf út í Hagkaup og Bónus. Hrafn Jökulsson fór á kostum i grein sinni Fimm mínútur I lífi dómara þar sem hann fjallaði um veruleikafirringu dóm- arastéttarinnar. Aldrei skólagjöld Skólagjöld snúast um miklu meira en einhvern hundraðþúsundkall á ári. Þau , snúast um hornstein menntastefnu á ís- landi, sem við höfum verið svo stolt af hingað til og reynt að framfylgja f hví- vetna: jafnrétti til náms. Alltaf. Réttlætiskennd Þóru Arnórsdóttur var of- boðið þegar hún fregnaði áhuga Björns Bjarnasonar á upptöku skólagjalda við Háskólann. Margföld fullnæging Það voru þvf orð Þórbergs sem fóru um mig höndum þessa nótt. Og aldrei hefur nokkur strákasni fyrr né síðar kveikt f mér sterkari og unaðs- legri kenndir. Ég get ekki lýst gleðinni. Margfaldri fullnægingunni. Púff. Þetta var opinberun. Ég sá Ijósið og eftir þessa nótt var ég dæmd til að fylgja honum. Þórunn Hrefna segir hreinskilnislega frá fyrstu kynnum sínum af Þórbergi Þórðar- syni. Kjarkleysi ráðherrans Það lýsir kjarkleysi menntamálaráðherra, ef það er hans vilji og staðföst trú að rfkja skuli mismunun hvað varð- ar aðgengi að námi á hann sjálf- ur að leggja það fram blákalt, en ekki að beita öör- um fyrir sig. Margrét Frímannsdóttir var ekki sátt við meintan ásetning Björns Bjarnasonar um að redda fjárhagsvandanum með skóla- gjöldum. Á að huga að skóla- gjöldum Ég tel að menn verði að skoða f alvöru innan Háskóla fs- lands hvort eigi að inn- heimta skólagjöld til að standa undir kostn- aði við nám f skólanum. Björn Bjarnason vildi að Háskólinn skoð- aði hvort ekki bæri að taka upp skóla- gjöld. Rektor ekki skipaður af ráoherra Rektor á að vera kjörinn af háskólasam- félaginu og vera leið- togi þess gagnvart öðrum aðil- um. Þess vegna hæf- ir ekki að hann sé skipaður af ráðherra. Páll Skúlason í viðtali við Hildi Gróu Gunnarsdóttur í fyrsta Stúdentablaði haustsins. Siðleysi Ármanns Það eykur grunsemdir að um grín sé að ræða að helsta trompið í greininni, á eftir siðspillta prófarkalesaranum, er að Röskva hafi gerst sek um að ráða Röskvu- mann sem formann Stúdenta- ráðs árið 1995-1996 í kjölfar sig- urs í Stúdentaráðskosningum. Ármann Jakobsson svarar fyrir ásakanir um meinta spillingu sína sem fram komu í Vökublaðinu á haustdögum. Spilling til spillis Og þannig var nú það - þess má geta að umrætt Þjóðarátak skilaði bókasafninu 23 milljónum króna á árinu 1994 og sjö milljónum til viðbótar árið 1995. Það er kannski ekki spiiling en hinu heyrðist fleygt að það væri hneyksli að ríkis- valdið legði skatt á fyrirtækin í landinu í rúman áratug til að byggja Þjóðar- bókhlöðuna, notaði féð f annað og héldi sfðan að sér höndum þegar fyr- irtækin tækju sig saman um að byggja upp bókakost hlöðunnar sem auðvitað hefði átt að vera verkefni ríkisins. Skúli Helgason svarar ásökunum Vöku- manna um meinta spillingu sína. Borgaralegur vælukiói a skólabekk Nei, ég er svo skratti lítill framkvæmda- maður, enda bera áhuga- mál mín því fagurt vitni. Ég hef teflt skák, lesið bækur, drukkið alltof mikið brenni- vín og reykt alltof margar sfgarettur. Geirlaugur Magnússon, skáld og heim- spekinemi, í snjöllu viðtali við Þórunni Hrefnu um skáldskapinn og heimspekina. Háskóli íslands og ís- lensku jólasveinarnir Gluggagægir (Window gazer) Hann er um margt merkilegur. Hann kfkir á glugga (he's a peeping tom). Hann er hreinn og klár dóni. Hann er án efa sið- lausasti jólasveinninn. Hann hefur löng- um legið á gluggum landsmanna og af þeim sökum höfum við Berta lagt kynlíf algjörlega af þá 13 daga sem hann er í byggðum. Áður höfðum við lent f miklu veseni þegar við vorum við kynlíf. Berta lá svona hálf fram úr rúminu og það eina sem kom f veg fyrir að hún dytti voru keðjurnar sem bundu hana við... uhm. En allavega verður mér litið út um gluggann og sé hvar Gluggagægir stendur og þiðvitiðhvað. Þá ákváðum við 13 daga kynlífsföstu á hverju ári. Ég var lengi að þvo rúðurnar. Friðbert Herbertsson fór á kostum i fyrstu blöðum vetrarins. Broddflugan Vilhjálmur Ég var einmitt að ýja að því f blaðagrein um daginn að það væri ástæðan fyrir því að stjórnvöld vildu láta menntakerfið drabbast niður. Þeir vilja þæga og meðfærilega þjóð- félagsþegna en ekki vel menntaða. I/ilhjálmur Árnason heimspekingur fór á kostum í viðtali við Ernu Kaaber í jólablaði Stúdenta- blaðsins. Vegið að sjalfstæði Haskólans Við eigum að halda í þá hefð okkar að menntamálaráð- herra skipi ekki rektor og það er fráleitt að ráðherra geti sett rektor af. Guðmundur Magn- ússon, formaður prófessorafélags- ins, tjáirsig í fréttaskýringu Stúdentablaðsins um það hvort i nýju frumvarpi um háskóla sé vegið að sjálf- stæði Háskólans. Með kynlíf á heilanum Já, ég viðurkenni það kinnroðalaust að ég er með kynlíf á heilanum, þó að ég sé langt frá að vera nokkuó hættuleg. Ég held líka að all- ir séu með kynlíf á heilanum þó að það birtist í mismun- andi myndum. Didda lét allt flakka í viðtali við Þórunni Hrefnu i Stúdentablaðinu í desember. Yfir moldum mennta- kerfis Ef fram vindur sem horfir munu fslensk stjórnvöld ekki átta sig á vandanum fyrr en yfir moldum menntakerfisins. Þegar búið verður að signa, krossa og kasta rekunum munu einhverjir sjá Ijósið. En ekki fyrr. Við háskólafólki og öllum hugs- andi mönnum blasir við varnarbarátta fyrir framtfð þjóðarinnar því að útför fs- lenska menntakerfisins er f leiðinni útför þjóðarinnar allrar. Jósku heiðarnar verða ekki lengur vond minning úr forneskju heldur blákaldur veruleiki komandi kyn- slóða. Leiðari 1. tölublaðs þessa árs. Hneyksli ársins Er ráðherrar Framsóknarflokksins sem sinna starfi sínu án þess að nokkru sinni verði vart að þeir séu með lífsmarki. Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi sjónvarps í upp- gjöri við árið 1997. Kyoto-skandallinn í Kyoto eru engar hugsjónir. í Kyoto talar rödd sem er að selja nógu mikið af auð- lindum til að kaupa sér vin- sældir f kosning- um eftir tvö ár. Ég þekki ekki þessa rödd og ég verð bara að segja að ég dauðskammast mín fyrir hana. Andri Snær Magnason skáld í hreint frá- bærri ádrepu á stjórnvöld landsins þegar hann flutti minni Jóns Sigurðssonar 1 desember. Stjórnvöld brugðust Því miður hafa íslensk stjórnvöld í seinni tíð brugðist þessari skyldu sinni gagnvart ís- lensku þjóð- inni. Undan- farin ár hafa einkennst af fjársvelti Há- skóla ís- lands. Árið 1992 átti sér stað niðurskurður á fjár- veitingum til skólans og síðan þá hafa fjárveitingar til Háskólans nær staðið í stað þrátt fyrir að nemendum hans hafi fjölgað um þriðjung. Haraldur Guðni Eiðsson, formaður Stúd- entaráðs, sagði stjórnvöldum til synd- anna í beittrí ræðu á 1. desember hátið stúdenta. Ungt, kristið par óskar eftir íbúð Hvar annars staðar í heiminum myndi fólk taka það sér- staklega fram f smá- auglýsingu að það væri kristið? Lára Samira, MA nemi í mannfræði, skrifaði skemmti- legan pistil frá Ósló í annað tölublað árs- ins. Blindrahundurinn Ég var alinn upp sem blindrahundur og þurfti snemma að fara að leiða fólk áfram um hina ýmsu stigu. Ég reyni það

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.