Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 8
8 i ö I (I I Stúdentablaðið „ísland er annað og meira en stórt orkuver“ - á n aukinnar menntunar þr íf s t h é r ekker t, s e gir P á l l Skúlason „Að líta á ísland einungis sem verstöð eða sem orkuver er háskaleg þröngsýni. ísland er vissulega annaö og meira en stórt orkuver.“ Eftir Björgvin G. Sigurðsson Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, er nú að Ijúka sínum fyrsta vetri í emb- œtti. Páll er vel kunnur af heimspeki- iðkun sinni og eru Pælingar hans á meðal mest lesnu bóka seinni áratuga á Islandi og ekki að ástœðulausu þar sem Páli er einkar lagið að koma orðum að hugðarefnum mannsins, þraut- um hans og gleði. Síðasta verk Páls sem birtist á prenti bar nafnið I skjóli heimspekinnar. Páll rœðir nú við Stúdentablaðið hvernigfyrsti vetur hans í embœtti rektors hafi gengið fyrir sig, sérstak- lega í Ijósi þess að hann hófst með harkalegri umræðu um skerðingu á sjáljstæði Háskólans og upþtöku skólagjalda í frumvarþi til laga um háskóla sem lá fyrir Alþingi. „Menntamálaráðherra skipar rektor sam- kvæmt tilnefningu háskólaráðs og hann get- ur ekki vikið rektor úr embætti nema með samþykki þess, svo að sjálfstæði Háskólans er tryggt að þessu leyti," segir Páll aðspurð- ur um þá umræðu að í nýjum lögum um há- skóla væri falin skerðing á sjálfstæði skól- ans. Páll bendir á að breyting á frumvarpinu í meðförum Alþingis hafi farið á þann veg að sjálfstæðið sé tryggt. Um ijárhagsvanda Háskólans segir Páll að skólinn hafi fengið nokkra viðurkenn- ingu á fjárþörfinni ffá Alþingi. „Sérstaklega hvað varðar framhaldsnámið og bókasafnið. Stóra málið er þjónustusamningurinn sem er í burðarliðnum. Hann felur í sér, gangi hann eftir, að fjárhagur Háskólans muni batna verulega á næstu árum án þess að tek- in verði upp skólagjöld eða hærri skrásetn- ingargjöld. Eg efast stórlega um það að ég eigi eftir að sjá skólagjöld tekin upp í minni rektorstíð. Eg stakk upp á því við Björn Bjarnason menntamálaráðherra nú í haust að sjálfsagt væri að rökræða þetta mál og við tilnefndum hvor sinn fulltrúa til að setjast niður og vinna fyrir okkur ákveðna grunn- vinnu til að skýra hvaða rök væru með og á móti skólagjöldum. Þeir eiga svo að gera okkur Birni grein iýrir niðurstöðum sínum.“ Menntun stendur undir þjóðfélaginu Þótt Páll sjái engin rök fýrir því að tekin verði upp skólagjöld, telur hann vert að gefa öðru máli gaum. „I dag eru allir hlutír verð- lagðir. Ekkert fæst ókeypis og alltaf er ein- hver sem borgar fýrir hlutina. Þá vaknar spurningin um það hvers vegna þjóðfélag vill halda uppi starfi háskóla og greiða fýrir það af skattfé almennings. Mismunandi ástæður geta verið fyrir því að ríkið vill hækka menntunarstig þjóðarinnar. Ein for- sendan er lýðræðiskrafa, nútímaþjóðfélag krefst menntunar og þekkingar á heimin- um. Önnur rök lúta að atvinnulífinu. Nú- tímaþjóðfélag verður ekki rekið nema með menntuðu starfsliði af ýmsu tagi. Þriðju rök- in gætu verið lifsgæði, aukin menning í víð- asta skilningi þess orðs. Allt eru þetta póli- tísk markmið. Og þá má ekki gleyma þeirri ástæðu, sem mestu skipti þegar Háskólinn var stofnaður og er enn í fullu gildi, en það er sjálfstæði þjóðarinnar,“ segir Páll. „Það er réttlætísmál að allir hafi jafnt að- gengi að námi. Þetta er spurning um réttlætí og jafnræði, um það hvernig ríkið fer að því að kosta þá starfsemi sem það vill halda uppi. Ef litíð er á menntun sem þjónustu þá er kannski eðlilegt að segja að þeir sem kjósa að þiggja hana borgi fyrir hana. En með því að halda uppi háskóla er ríkið ekki að þjóna tilteknum hópi einstaklinga, heldur að skapa skilyrði fyrir blómlegu og öflugu menningar- og atvinnulífi í landinu. Málið er að menntun er ekki þjón- því að undirstöðuatvinnugrein íslendinga, sjávarútvegurinn, hefur ekki verið byggð á fræðilegum forsendum og hefur ekki nýtt sér fræðimenn sem skyldi. Hinsvegar hefur framlag fræðimanna engu að síður skipt sköpum fyrir rekstur sjávarútvegsins. Þeir hafa lagt á ráðin um lausn ýmissa tækni- legra vandamála. Þeir hafa líka opnað augu manna fyrir hættunni á ofveiðum og átt mik- ilvægan þátt í því að móta kerfi tíl að vernda fiskistofnana. Þá er það sennilega einn mestí veikleikinn í landbúnaði að stjórnvöld nýttu sér ekki nægilega kunnáttu fræðimanna við uppbyggingu hans.“ usta við þjóðfélagið, heldur viðleitni ríkisins tíl að halda uppi þjóðfélaginu. Þetta snýst um skilning manna á menntun og mikilvægi hennar fyrir framtíð þjóðarinnar.“ Fjölmiðlar nýta ekki fræðimenn sem skyldi I ræðu við innsetningu sína í embætti rekt- ors sl. haust hvattí Páll og brýndi kollega sína í fræðastétt tíl að láta tíl sína taka í þjóð- félagsumræðunni og vera leiðandi í henni. Páll telur að enn skorti á að fræðimenn séu virkir þátttakendur í umræðunni. ,Já, svo sannarlega skortir á það. Þarna er að miklu leyti við íjölmiðlana að eiga sem bera ábyrgð á þjóðfélagsumræðunni. Þeir hafa ekki nýtt sér fræðimennina sem skyldi. Og fræði- mennirnir hafa sjálfir ekki verið nægilega duglegir við að koma þekkingu sinni og skoðunum á framfæri. Þá hafa þeir lítíð látið til sín taka á sviði stjórnmála. Ef litið er til Evrópu má glöggt sjá hvað fræðimenn eru miklu meira áberandi í allri opinberri umræðu en hér. Þetta tengist líka Flokkarnir verða að kalla efitír firæði- mönnunum Sérðu einhverja ástæðu fyrir því að íslenskir fræðimenn skuli ekki vera í meiri tengslum við stjórnmálin, til að mynda stjórnmálaflokk- ana sjálfa og stefnumótun þeirra? „Það má vera að fræðimenn viti ekki hvernig eigi að bera sig að við að komast í samstarf við stjórnmálaflokkana eða þeir hafa reynt það en ekki fundið dyrnar að þeim. Margir fræðimenn hafa dvalið lang- dvölum eríendis, en stjórnmálin verið iðkuð af fólki sem hefur alltaf verið hér heima. Hér er vafalaust um að ræða ákveðið samskipta- vandamál sem brýnt er að leysa. Stjórnmálaflokkarnir verða að kalla eftir fræðimönnunum og þekkingu þeirra til að fást við ýmis knýjandi verkefiii sem brýnt er að sinna, ekki síst í menntamálum þjóðar- innar og uppbyggingu nýrra atvinnugreina. Þeir verða að finna þörfina fyrir aukinn fræðilegan skilning á þeim vandamálum sem við blasa. Með sama hættí og fjölmiðlar verða að finna þörfina fyrir skoðanir og þekkingu fræðimanna á þeim málum sem tíl umræðu eru hverju sinni.“ Ekki verstöð Páll segir íslendinga verða að finna leiðir tíl úrbóta þar sem þeir eigi engra annarra kosta völ. Ef íslenskt þjóðfélag eigi að lifa af og dafna, þá verði að hefja menntun og menningu í anda vísinda og fræða tíl vegs og virðingar. Ef litíð sé á Island sem verstöð eða eitt stórt orkuver þá fái hér ekkert þrif- ist. „Hér þarf að vera góð menntun, blómleg menning og fræðileg umræða á háu stígi tíl að hér sé aðlaðandi fyrir fólk að vera. Við er- um nú þegar í samkeppni við önnur lönd um unga fólkið okkar. Við þurfum að skapa eitt- hvað sem gefúr því sérstakt gildi að vera á Islandi. Búa hér, lifa og starfa. Þroskuð manneskja vill láta gott af sér leiða fyrir heiminn og hvar sem við erum þurfum við að hafa þessa tilfinningu, að við séum að gefa eitthvað af okkur sem máli skiptir og skilar sér til framtíðar. Ef þjóðfélagið opnar sig ekki meira fyrir menntun og fræði- mennsku, þá fer svo að lokum að við höfum ekkert að gefa hér. Að líta á Island einungis sem verstöð eða sem orkuver er háskaleg þröngsýni. ísland er vissulega annað og meira en stórt orkuver." Stór hópur útundan Aðspurður segir Páll erfitt að svara því hvort íslenskt þjóðfélag sé á leið tíl aukins réttlætís. Réttlætísvitundin hafi þó aukist mikið síðustu áratugi og fólk geri sér betur grein fyrir vanda þeirra sem verða útundan í þjóðfélaginu. „Vitundin um ranglætíð í heiminum hefur aukist. Örstutt er síðan ís- lendingar fóru að hugsa um mannréttindi. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að fólk hefur farið að velta fyrir sér kúgun og misrétti af alvöru. A sama tíma eru greinilega að verða tíl hópar fólks í þjóðfé- laginu sem er útundan, hópar sem mér ligg- ur við að segja að sé ýtt til hliðar.“ Er skjól af heimspekinni á rektorsstóli? „Það er alls staðar skjól af heimspekinni. Eitt af hlutverkum heimspekinnar í gegnum aldirnar hefur ver- ið að skilgreina vísindi og fræði. Mörk þeirra og stöðu í heiminum og þar með að skilgreina heim- inn. Því er mjög spennandi að horfa á heiminn frá þessum sjónar- hóli. Hlutverk rektors er að standa vörð um vísindi og fræði. Ég hefði ekki viljað stunda þetta starf án heimspekinnar." Má eiga von á heimspekilegum skrifum frá þér á prentí á næstunni? „Ég var með ákveðin rit í smíðum sem ég veit ekki hvað verður um. Fyrsta árið hefur farið í að setja mig inn í hlutina. Ég hlakka tíl þess nú í sumar að fá tíma tíl að vinna úr ýmsum hugmyndum sem ég hef safnað í vetur. Næsta vetur vil ég efna til skipulegrar umræðu með stúdentum um það sem betur má fara í starfi okkar. Það er brýnt að stúd- entar og ýmsar starfsnefndir Háskólans stílli saman strengi sína og vinni markvisst að því að bæta skilyrði til náms og kennslu i Háskólanum." „Að líta á ísland einungis sem verstöð eða sem orkuver er háskaleg þröngsýni. ísland er vissulega annað og meira en stórt orkuver.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.