Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 22
2 2 Stúdentablaðið Flögð os: fögur skinn ^ -J Eftir Björgvin G. Sigurðsson Islenska menningarsamsteypan art.is stendur fyrir einum stærsta menningar- viðburði sumarsins á listahátíð undir heitinu Flögð og fögur skinn. Um er að - ræða myndlistarsýningu sem haldin verður í Nýlistarsafninu og í búðargluggum við Laugaveginn. I sýningarhaldinu taka þátt um sextíu listamenn, innlendir og erlendir. Um leið verður gefin út bók sem í skrifa ,margir þekktir fræðimenn og verður hún skrá fýrir myndlistarviðburðina ásamt því að fara í almenna dreifingu og vera notuð við kennslu á framhalds- og háskólastigi. Viðfangsefni verkefnis er mannslíkaminn eins og hann birtist í menningu okkar. Tek- ið verður á öllu sem viðkemur mannslíkam- anum í nútímasamfélagi. Líkaminn er upp- spretta af öflugustu táknmyndum menning- arinnar og mun Flögð og fögur skinn taka á öllum þessum þáttum og setja fram hugleið- ingar um þá á skemmtilegan og aðgengileg- an hátL Efni bókarinnar og listaverkin á sýning- ^unni eru mjög fjölbreytt enda ætlunin að draga fram sem flesta þætti og fjölbreytileg- astar skoðanir. Bókina skrifar litskrúðug flóra bókmenntafræðinga, guðfræðinga, heimspekinga, rithöfunda, lækna, lífeðlis- fræðinga og tölvufræðinga og þannig er við- fangsefhið skoðað frá mörgum ólíkum hlið- um og er hún þverfagleg. Meðal þess sem fjallað verður um má nefna líkamann sem tákn í bókmenntum, klámvísur, erfðafræði, líkamann í kristninni, auglýsingamennsku og afstöðu karla og kvenna til líkamans, svo fátt eitt sé nefnt. Bókin á að vera í senn fræðileg og skemmtileg og er henni skipt í sex megin- kafla sem hver um sig mun geyma aðalgrein og fjölda styttri greina. Ritstjóri bókarinnar er Jón Proppé og umsjónarmaður verkefnis- ins og sýningarstóri er Hannes Sigurðsson listfræðingur sem ásamt Jóni, Dagnýju Kristjánsdóttur, Úlfhildi Dagsdóttur, Guðna Elíssyni, Geir Svanssyni og Eiríki Guð- mundssyni sitja í ritstjórn en þau síðast- nefndu eru öll bókmenntafræðingar. Meðal þeirra rúmlega fjörutíu fræðimanna sem skrifa í bókina má nefna Kára Stefánsson, forstjóra Islenskrar erfðagreiningar, heim- spekingana Vilhjálm Arnason og Mikael Karlsson, Matthías Viðar Sæmundsson, bókmenntafræðing, Heiðu Jóhannsdóttur, bókmenntafræðing, séra Sigurð Hauk Guð- jónsson, spíritista og Árna Björnsson fv. yfir- lækni. Inga Svala Þórisdóttir og Wu Shan Zhuan, Paradises 1993 Tákn líkamans Jón Proppé, ritstjóri bókarinn- ar, segir bókina Flögð og fögur skinn vissulega tengj- ast sýningunni. „Þegar við fórum að velta fýrir okkur hvernig út- gáfu við hefðum í kringum sýning- una sáum við möguleika á að víkka út viðfangsefnið á þennan hátt. Fyrirmyndina höfum við í verki sem Hannes Sigurðsson vann í sambandi við síðustu lista- hátíð, að búa til bók með fræði- ífgreinum tengda sýn- ingunni sem sett var upp. Viðfangsefni sýningarinnar og bókarinnar er ansi vitt og fjölbreytt þar sem flest í okkar táknheimi má lesa út frá líkamanum á ein- hvern hátt. Við tók- um þann kost að fá nokkra fræðimenn af yngri kynslóð í rit- nefndina. Við enduð- um með ákaflega fjöl- *beytt efni eftir um 40 höfunda," segir Jón Proppé. Jón segir kjarnahóp ffæðimann- ana hafa valið sig sjálfan saman en jafnframt hafi verið leitað til Úlf- hildar Dagsdóttur þar sem hún hafi verið að skrifa um efni sem tengist þessu sviði. „Áhuginn á þessari umræðu er mikill einsog athyglin sem greinarflokkur Kristjáns Kristjánssonar vakti ber með sér. Hún þarf hinsvegar að fara fram á vönduðum fræðilegum grundvelli. Fólk er mjög leitandi og þörfin íyrir umræðuna er mik- il. Markmiðið er að vekja þessa umræðu upp og gefa fólki hald- betri verkfæri til að takast á við sitt umhverfi en hafa boðist und- anfarið.“ Helstu.UDDá- ur m ,Júiuginn á þessari umræðu er mikill einsog athyglin sem greinarflokkur Krist- jáns Kristjánssonar vakti ber með sér. Hún þarf hinsvegar aðfarafram á vönd- uðum fræðilegum grundvelli. “ Cremasfer 4 kvikmynd eftir Matthew Barneys, sýnd í A sal Regnbogans fimmtudag- inn 21. maí kl. 17, laugardag- inn 30 maí kl. 17 og laugar- daginn 6. júní kl. 17 Þjóðbraut Bylgjunnar sendir beint út frá Nýlistasafninu föstudaginn 22. maí kl 15- 18.30 Fyrirlestur Orlan í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. maí kl. 20 Fopptónleikar í Nýlistasafn- inu: Panorama föstudaginn 22. maí kl. 21 Maus föstudaginn 29 maí kl. 21 Kolrassa krökríðasidi föstu- daginn 6. júní kl. 21 Kvíði innan akademíunnar Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur, situr í ritnefnd bókarinnar og hún segir að hér hafi alltaf vantað alla umræðu um umræðu.„Það er aldrei kommenterað á neitt nema einangruð íyrirbæri. Það er aldrei rætt um hvaðan forsendurnar komi fýrir þessu og hinu gildismati. Þetta er rannsókn á forsendunum lyrir mati okkar á öllu mögulegu, ekki síður en matið sjálft. Um leið þarf að skoða hlutina í miklu stærra samhengi. Alla athugun á forsendum menningar hefur vantað og hún hefur alla vega far- ið fram á röngum forsendum og á þröngum grunni innan akademíunnar eins og greinar Kristjáns Kristjánssonar í Morgunblaðinu eru dæmi um. Bókin tekur ákveðið íyrirbæri, líkamann, í ákveðið samhengi og skoðar út frá margvíslegum sjónarhornum. Tökum sem dæmi myndaval í blöð- um en það er ekkert tilviljanakennt við það. Til að mynda jákvæð grein um Jóhönnu Sigurðardóttur sem valin er við frekjuleg mynd. Þetta er eitt af þessu sem verður að vekja fólk til meðvitundar um. Táknkerfið er svo óskaplega víðtækt, það er ekki lengur einangrað," segir Úlfhildur. Hún segir mörkin á milli listaverka og fræðimennsku vera að skarast og óljóst hvar þau liggi. „Innan akademíunnar er mikill kvíði gagnvart „Innan akademmnn- þessu °g u™æðan er í þröngum farvegi. Fók- usinn er á bókmenntirnar en hinu sjónræna að mestu sleppt. Myndlistinni, auglýsingunum og kvikmyndunum. Það má heldur ekki hafna skrifaða orðinu, þetta er alltaf í samspili. Það þarf að átta sig á textanum sem er innan hverr- ar myndar og hvernig það er texti eins og hvað annað. Myndmálið hefur aukist svo gríðarlega að íslenskan nær ekki utan um það af því að umræðan er komin það skammt á veg.“ Úlfhildur segir umræðuna um áhrif hins sjónræna eiga eftir að fara fram. Þessu verði fræðimenn að fýlgja eftir, annars missi þeir af lestinni. „Fræðimenn hafa ekki gengið inní þessi hugmyndakerfi og skoðað þau innan frá. Sjónvarp, útvarp og tíma- rit voru áður álitin afþreying af fræðimönnum og voru ekki með. En nú eru þessir miðlar farnir að taka æ stærri skerf og eru orðnir ríkur þáttur í lífi fólks og því verður ekki lengur fram hjá þeim litið." ar er mikill kviði gagnvart þessu og umræðan er í þröng- umfarvegi. Fókus- inn er á bókmennt- imar en hinu sjón- ræna að mestu sleppt.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.