Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 2
L í I i <) Stúdentablaðið H é ð a n o g þ a ð a n Háskólaútgáfan hefur dafnað feiknavel síð- ustu misseri. Nú er svo komið að forlagið er önnur stærsta bókaútgáfa landsins. I’að sem fúrðu vekur er að yfirbyggingin er hreint ótrúlega lítil og þarf Háskólaútgáfan aðeins að selja um 20% af því sem önnur forlög þurfa að selja til að ná upp í kostnað og er það því mörgum háskólamönnum vcruleg kjarabót að gefa út verk sín hjá útgáfúnni. Maðurinn á bak við þennan ffábæra árangur er Jörundur Guðmundsson, útgáfústjóri. I’að sem er að líta dagsins ljós hjá Háskólaútgáfúnni þessa dagana er bókin Af mannanna börnum eftir mannfræðinginn Hurnld Ólafsson sem hefúr kennt mannffæði við HÍ í áraraðir og fjallar bókin um upp- ^ssur runa mannsins, þróun samfélags- Skarphéðlnsson gerðar og menningarleg gildi mannfræðinn- ar. í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar A. Magn- ússonar, rithöfundar og gullpenna með meiru, kom út hjá Háskólaútgáfunni vcrkið í tíma og ótíma sem er safn ritgerða Sigurð- ar frá 1944-1998. Áhugaverð bók þar sem skrif Sigurðar þykja leiftra af tilþrifúm og tæpitunguleysi. Einkanlega hafa skrif Össurar um tengsl ís- lendinga við Grænland vakið athygli og mik- ilvægi þeirra fyrir sögu og sjálfsmynd þjóðar- innar. Össur hefúr þar vakið verðskuldaða at- hygli á þessum vanrækta þætti íslandssög- unnar. Spekúlantar í pólitíkinni bíða svo spenntir eftir því að sjá hvort Össur hyggist ná formennsku í Alþýðuflokknum og klára sameiningarmálin en flestir eru á því að Össur eigi góða mögu- leika á formannsembættinu ef hann sæktist effir því á annað borð. En Össur er maður margra verka og ffæðimaðurinn blundar alltaf í hon- um. Hann hélt rómaðan fyrirlestur á dögunum sem bar heitið Ógnir við undirdjúpin í fyrirlestraröðinni Undur hafsins í Háskólabíói á dög- unum. I’ar reifaði Össur hvað helst ógni lífríkinu og hvernig helst megi sporna við frekari spillingu þess. Snjall pistill hjá ritstjóranum. Eins og kunnugt er tók Ás- dis Magnúsdóttir við for- mennsku í Stúdentaráði á dögunum af Haraldi G. Eiðs- syni. Á sama tíma skipti Vaka um oddvita og lét Björgvin Guðmundsson af því embætti og við tók Kristín Pétursdóttir. Kristín Pétursúónir ^ Jón Kristinn Snæhólm sjálfstæðismaður og Róbert Marshall gróskumaður hafa síðustu vikur tekist á af miklum kraffi á öld- um ljósvakans. Þeir félagar mætast vikulega á fimmtudagsmorgnum á Aðalstöðinni og kljást af kraffi um pólitík líðandi stundar. Einvígi þeirra félaga hafa vakið mikla athygli enda ekki verið að spara stóryrðin og hafa áhugamenn um stjórnmál gaman af rökræðum þeirra félaga. í byrjun maí stendur til að opna Iðnó á ný, betrumbætt og glæsilegt húsnæði og til stendur að hafa þar kraftmikla listadagskrá og veitingahús eins og þau gerast best. Iðn- aðarmenn reistu húsið af vanefnum en mikl- um dugnaði og hreint ótrúlegum metnaði á sínum tíma og er húsið hreint og klárt lista- verk. Endurgerðin nú ber íslenskum iðnað- armönnum fagurt vitni og þykir handverkið með hreinum ólíkindum fallegt. Prímusmót- orar hins nýja Iðnó eru Sæmundur Norðfjörð, þúsundþjalasmiður og auglýsinga- safnari Stúdentablaðsins, Magnús Geir Þórðarson og Stefón Hjörleifsson bassa- leikari, en hann er nýráðinn fram- kvæmdastjóri hins flugmikla fyrirtæk- is. Þeir félagar æda sér stóra hluti með Iðnó á komandi misserum og er nokkuð víst að þeir félagar láti mikið að sér kveða enda athafnaskáld mikil á ferðinni. í tílefni af vígslunni á að vera með glæsilega dagskrá upp úr verkum Halldórs Laxness en allt um það í blaði sem þeir félagar senda frá sér í byrj- un maí. angri að koma liðinu upp í fyrstu deild og hefúr heyrst úr herbúðum Þróttar að mikilla sigra sé að vænta á sumri komanda. Vilhjálmur hefúr tekið þá ákvörðun að spila annað leiktímabil með Þrótti og þá er ekkert annað að gera en að flykkjast á völl- inn og hvetja liðið til dáða. Auk þess að þjálfa fótbolta og lesa lög hefúr Vilhjálmur tekið til við að nema saxafónleik og æfir sókn Sœmundur Norðtjörð nú af miklum þrótti og er haft á orði að þess sé ekki langt að bíða að hann hasli sér völl á vettvangi tónlistarinnar. Vllhjálmur Vilhjálmsson Róbert Marshall Velgengni DV hefúr að sögn aukist til muna á þeim mánuðum sem liðnir eru frá því að Össur Skarphéðinsson settist þar í ritstjórastól. Knattspyrnuaðdáendum eru enn í fersku minni tilþrif fyrrum formanns Stúd- entaráðs, Vilhjólms H. Vilhjólmssonar, á vellinum í fyrrasumar með hinum sigursæla Þrótti. Vilhjálmur og félagar náðu þeim glæsta ár- Einn af efnilegri leikurum ungu kynslóðar- innar er Ólafur Darri Ólafsson en hann vakti mikla athygli um páskana þegar hann hóf sýningar á leikriti í strætisvagni. Það er verk- ið Nóttin fyrir skógana og mun Ólafúr Darri ætía að sýna fram eftir vori eða á meðan að- er að sýningunni. Ólafúr Darri er einnig einn af aðstandendum Nem- endaleikhússins sem frumsýndi nú nýverið leikritið Uppstoppaður hundur en nánar er fjallað um það annars staðar í blaðinu. Hjólmar Blöndal, forseti MH, fór mikinn vegna Gettu betur máls- ins. Hjálmari þótti dómgæsla þáttanna fyrir neðan allar hellur og vildi láta rifta úrslitunum. Hjálmar skaut föstum skotum í allar áttir og vakti mikla athygli á málinu. HJálmar Blöndal Annars er það að ffétta af Hjálmari að hann hyggur á háskólanám og ffekari boðskap hægristjórnmálanna en hann þykir með vígfimari mönnum í ungliðakreðsu Sjálf- stæðisflokksins. Yrki á meðan aðrir sofa Sigurbjörg Þrastardóttir sigraði Ijóðasam- keppni Stúdentablaðsins og Torfhildar. Hún átti prjú Ijóð á meðal tíu efstu og par af vinningsljóðið. Sigurbjörg er að Ijúka námi í hagnýtri fjölmiðlun en hefúr auk pess lokið BA- prófi í bókmenntafrœði. Hún heldur nú til starfa á Morgunblaðinu ásamt pví að stunda Ijóðlistina. „Eg hef ort síðan ég man eftir mér og ver- ið nokkurs konar hirðskáld fjölskyldunnar í gegnum árin en nú hef ég ort til allra í kring- um mig þannig að ég held að ég hætti því nú.“ Ætlar pú að halda áfram að yrkja og koma kveðskapnum út á bók? ,Já, það gerist ósjálfrátt að ég yrki. Það væri ekki leiðinlegt að koma honum út á bók. Ég á handritið en skortir djörfung og hug til að koma því á framfæri. En ég hvet útgefendur til að hringja í mig.“ Hvað tekur við pegar námi sleppir? „Ég ætla að vinna allavega í eitt ár en svo getur verið að ég haldi áfram að læra. Jafn- vel eitthvað sem tengist fjölmiðlum 0g bók- menntum. Ég verð á Mogganum næstu þijá mánuði en eftir það sé ég til.“ Hvencer yrkirðu helst og hvaða formi hrífstu helst að? „Ég yrki helst þegar aðrir sofa eða þegar ég á að vera að lesa undir próf og gera eitt- hvað allt annað. Mér er nokk sama um form- ið. Þegar ég var yngri skildi ég ekki að nokkur gæti verið að yrkja þessi atómljóð en síðar sá ég að innihaldið skipti öllu en ekki formið." Hvert er uppáhaldsljóðskáldið? „Það er erfitt að nefna einn en mér þykir alltaf vænt um Davíð Stefánsson og það eru margir góðir af þessum gömlu. Aðrir sem ég gæti nefnt eru Snorri Hjartarson og Jón Stefánsson sem kenndi mér hér áður fyrr. Einnig er Gyrðir EHasson afburðaskáld.“ En af sagnaskáldunum? „Það er Halldór Laxness, punktur." Hvað með pá sem nú lifa? „Þá get ég nefnt Einar Má og Gyrði Elías- son en sögurnar hans eru hálfgerð ljóð.“ bgs

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.