Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 20
V i ð t a l HudentaDlaðið <T o ■ Eftir Ernu Kaaber Það er ekki óalgengt að heyra fólk segjast vera hlynnt jafnrétti kynjanna en á móti femtnism- anum. En hvað gerir einstakling að fem- ínista. Sumir virðast halda að feministi sé forljót piparkerling sem er bitur út í karl- menn, ófullnœgð kona sem klœðist mussu og jj~brennir brjóstahaldara. En femínisminn er ekki útlistun á útlitseinkennum. Femínismi •rer vídd eða róf sem spannar allar þær hug- myndir er miða að jöfnum rétti kvenna og karla. Ert þú femínisti? Ég er femínisti í þeim skilningi að ég hef fulla samúð með frelsisbaráttu kvenna þeg- ar hún er frelsisbarátta. Það er að segja þeg- ar konur koma fram sem sjálfstæðir einstak- lingar og krefjast sama frelsis og karlar til að kjósa sér hlutskipti í lífinu og velja sér störf, maka og annað þess háttar. Ég vil gera greinarmun á tvennskonar femínisma. Ann- ars vegar fórnarlambafemínisma og hins vegar frelsisfemínisma. Fórnarlambafemín- jsminn hvílir á þeirri hugsun að konan sé kúguð og verði að ná fram réttindum sínum með þvi að öðlast sérréttíndi fram yfir karl- menn. Frelsisfemínisminn er að konan sé fijáls og sjálfstæður einstaklingur sem eigi t að njóta sömu réttinda og hafa sömu skyld- ur og karlmenn. Ég er frelsisfemínistí en _ andvígur fórnarlambafeminismanum sem ‘ ég tel bemlínis rangan og styðjast við rangar kenningar um veruleikann. Telur þú að jafhrétti kynjanna hafi verið náð hér á landi? ’Hér er lagalegt jafnrétti. Hins vegar er margvislegur munur á kynjunum en hann er annars eðlis. Hver erþessi munur? Konur virðast búa við miklu ákjósanlegra hlutskiptí en karlar. Þetta sést ekki aðeins á & því að það eru miklu frekar karlar sem fara í kynskiptiaðgerðir. Þannig er meiri eftir- spurn eftír því að vera kona heldur en karl. Það er aukaatriði. Aðalatriðið er það að karl- ar stytta sér miklu frekar aldur en konur, 80% þeirra sem stytta sér aldur eru karlar á mótí 20% kvenna um það bil. Karlar hneigj- ast miklu frekar tíl ofdrykkju og annarrar fíkniefnaneyslu en konur. Af þeim sem leita sér meðferðar eru svipuð hlutföll og í fýrra dæminu. Karlar leiðast miklu frekar út í glæpi heldur en konur. Af þeim sem sitja í fangelsi eru 95% karlar en 5% konur. Karlar lifa að meðaltali fimm árum skemur heldur en konur. Þannig virðist vera, ef litíð er á töl- ur, að konur séu hamingjusamari, ánægðari með líf sitt og búi við ákjósanlegra hlutskiptí en karlar. Þetta er mjög athyglisverður mun- ur. Telurþú að jafhréttisbaráttan hafi skilað ávinningi á síðustu áratugum? Það er enginn vafi á því að stjórnmálaflokk- arnir leggja sig nú meira fram við það en áð- ur að hafa konur ofarlega á sinum listum. Ég held að kvenfrelsisbaráttan hafi haft það í för með sér að núna er eftír megni reynt að laða konur til forystu- og trúnaðarstarfa bæði í stjórnmálum og viðskiptalífi. Hitt er annað mál að ég held að það gangi í bylgjum hvort konur vilji frekar fara út á markaðinn og keppa þar eða vera á heimilunum og ann- ast barnauppeldi.Tekjumunurinn mun ráð- ast af þessum ákvörðunum þeirra en ekki af kvenffelsisbaráttunni. Ég held að kvenfrels- isbaráttan hafi líka jákvæðar afleiðingar í þá átt að konur öðlast meiri sjálfsvirðingu, sjálfsvitund og sjálfstraust. Kvennarann- sóknir geta þess vegna átt rétt á sér sem hópefli en alls ekki sem vísindalegar rann- sóknir. Það er hæpið að halda því fram að til sé einhver kvenlegur sannleikur sem sé öðruvísi en karllegur sannleikur. Það er blátt áfram tíl sannleikur sem er sameigin- legur kynjunum tveimur. Það er á sama hátt ekki tíl borgaraleg hagfræði og marxísk hagfræði. Það er bara til rétt hagfræði og röng hagfræði. Það er ekki tíl gyðingleg eðl- isfræði og arísk eðlisfræði. Það er bara til rétt eðlisfræði og röng eðlisfræði. Sama er að segja um vísindalegar niðurstöður um kynin tvö. Það er ekki til kvensannleikur og karlsannleikur heldur er eingöngu tíl sann- leikur. Telur þú ekki vera neinn mun á kynjunum? Það er mikill munur á kynjunum og það er verðugt viðfángsefni að gera sér grein fyrir kynhlutverkunum. Ég er alltaf að styrkjast í þeirri trú að kvenhlutverkið sé ekki félags- lega mótað hlutverk. Telur þú að konur hafi sérstakt kveneðli? Það er tvískinnungur í kvennahreyfingunni um þetta. Sumar konur segja að konur hafi sérstakt eðli. Aðrar konur segja að kvenhlut- verkinu sé þvingað upp á konur. Allar rann- sóknir benda tíl þess að mestu leyti að kveneðli sé afleiðing af náttúruvali árþús- unda alveg eins og karleðlið. Það leyfir okk- ur hins vegar ekki að álykta of mikið um ein- staklinga. Afhverju telurþú konur vera hamingjusam- ari en karla? Ég geri ráð fyrir að konur búi yfir meiri sveigjanleika og aðlögunarhæfhi en karlar og að tíl þeirra séu ekki gerðar jafn miklar kröfur og karla. Karlar þurfa að samsvara til- tölulega þröngri manndómsímynd. Þeir þurfa að vera fyrirvinnur. Þeir þurfa að keppa við aðra karla útí á markaðnum og þess vegna verður Uf þeirra erfiðara. Þegar við tíl dæmis förum á afmælishátíðir stjórn- málaflokka eða stofnana þá sjáum við það í hópi eldra fólksins að nær eingöngu er um að ræða ekkjur. Karlarnir eru farnir, fallnir. En hvað með „ofurkonuna", erhún ekki form þeirra krafna sem gerðar eru á kon- una? Ég held að þegar svonefndar ofurkonur komist í erfiðleika, sé það vegna þess að þær ætli sér að gera tvennt sem er ósam- rýmanlegt. Annað er að eignast börn og sjá um heimilishald og hitt er að einbeita sér að frama sínum. Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Eru konur almennt betur kostum búnar en karlar? Á það ber að lfta að konur hafa eitt fram yf- ir karla. Það er að þær eiga þess kost að ganga með börn, fæða þau og hafa börnin á btjóstí. Þetta eru forréttindi sem konur njóta. Konur geta valið um það hvort þær eignist börn, og öðlist þá miklu lífsfýllingu og lífshamingju sem felst í því að ala upp börn, eða þá að fara út á markaðinn og taka upp samkeppnina við aðra þá sem þar eru. Karlmennirnir hafa ekki þetta val. Þeir verða að fara út á markaðinn. Eini karlmað- urinn sem gat orðið þungaður var Þórberg- ur Þórðarson. Með því er ég ekki að segja, persónulega, að hlutskiptí karla sé verra. Ég myndi nú ekki vilja skipta. Ég er eingöngu að benda á sum atriði er fara hljótt hjá fórn- arlambafemínistum. Hvað með fieðingarorlofkarla? Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að fá að kjósa sitt hlutskiptí sjálfir í lífinu en þeir eiga að gera það á eigin kostnað en ekki annarra. Þannig að það sé ekki hlutverk skattgreið- enda að auðvelda fólki eða torvelda barn- eignir. Það er hlutverk fólksins sjálft að velja hvað það gerir og bera síðan kostnaðinn sjálft. Þessi spurning missir því marks mið-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.