Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 18
B œ k u r
Ll
d:
Stúdentablaðið
Glímt við Njálu
og Laxness
I etjan og höfundurinn, brot úr íslenskri menningarsögu, eftir Jón
Karl Helgason er að koma út frá Heimskringlu, Háskólaforlagi
I Máls og menningar. Bókin er afrakstur af rannsóknum á viðtökum
á Njáls sögu sem Jón Karl hóf samhliða framhaldsnámi í samanburðar-
bókmenntum í Bandaríkjunum. Jón Karl fjallar í þessu geysiáhugaverða
verki um viðhorf íslensku þjóðarinnar til íslendingasagna og einkum
áhuganum á Njálu sem listaverki mikilhæfs en óþekkts höfúndar.
Hetjan og höfundurinn er leiftrandi innlegg í þá miklu umræðu um Is-
lendingasögurnar sem fram fer nú um stundir. Ekki einatt eru efnistök-
in bæði nýstárleg og skemmtileg heldur leiftra skrif Jóns Karls af fjöri.
Bókin er einkar læsileg og auðveld aflestrar enda stíll Jóns Karls meitl-
aður. Þessa bók ætti enginn áhugamaður um íslenska menningu að láta
fram hjá sér fara né heldur þeir sem unun hafa af lestri fornsagnanna.
Þetta er fræðimennska eins og hún gerist best og skemmtilegust og
höfðar bókin jafiit til lærðra sem leikmanna.
Jón Karl fer á kostum þar sem hann
beinir sjónum að rétt- __.— ^
\
arhöldum íslenskra
skálda yfir Hallgerði
langbrók svo og í um-
fjöllun um umdeilda út-
gáfu Halldórs Laxness
á fornsögunum um mið-
bik aldarinnar. I niður-
íagi bókarinnar eru
, -Nóbelsverðlaun Halldórs
‘túlkuð í ljósi þeirrar hug-
myndar að höfundurinn
hafi leyst hetjuna af hólmi
sem aðalpersóna íslenskrar
*' menningarsögu. Jón Karl
glímir hér við skilning á
sjálfsmynd íslendinga af mik-
illi leikni og tengir saman
ólíka menningarsögulega
»þætti úr ólíkum áttum.
Jón Karl segir í inngangi bók-
arinnar að lykilhugtök hennar
séu hetjan og höfundurinn, líkt og merkja má af titilinum. Með hetjunni
vísar hann til persónu fornsagnanna, einkum til þeirra kappa sem Islend-
ingar hafa dáð í gegnum tíðina fyrir líkamsburði eða andlegt atgervi. Höf-
undarhugtakið segir Jón að beri að taka með ögn meiri fyrirvara. Það vísi
í senn til hinna dularfullu höfunda fornsagnanna og þeirra höfunda sem
hafa mótað íslenska menningu nútímans. Meginmarkmið Jóns Karls er
að lýsa með hvaða hætti höfundurinn tekur í rauninni við af hetjunni sem
aðalpersóna menningarsögunnar. Að baki bókinni segir Jón Karl að búi
löngunin til að skilja betur sjálfsmynd Islendinga og glímu okkar við
hana. En bæði hetjan og höfúndurinn hafi hvor með sínum hætti átt þátt
vi að skapa þjóðinni farveg eða markmið á nítjándu og tuttugustu öld.
bgs
Samræður
Vésteins
Vésteinn Ólason er að góðu kunnur eftir áralangt fræðastarf við Há-
skóla íslands. Heimskringla, bókaforlag Máls og menningar, sendi
á dögunum frá sér nýtt verk eftir Véstein og ber það nafnið Sam-
ræður við söguöld, frásagnalist Islendingasagna í fortíðarmynd. Vé-
steinn heldur því fram að íslend-
ingasögur séu samræður höf-
unda þeirra við fortíð sína,
samræður miðalda við sögu-
öld. Þar leiti sagnamenn að
skilningi á heimi fyrri tíða
og sjálfum sér í leiðinni.
Hinsvegar ijallar Vésteinn
um samræður nútímales-
enda við fortíðina og tíl-
raunir þeirra til að taka
þátt í orðaskiptum þeirra
eldri frá eigin sjónar-
miði. Samræður við
söguöld er nauðsyn-
legt og gott innlegg í
umræðu manna um
íslendingasögurnar
enda áhugi almenn-
ings á þeim mikill
um þessar mundir.
bgs
Ólíkar leiðir •
einsögunnar
Einsagan - ólíkar leiðir, átta ritgerðir og eitt mynd-
listarverk er ný bók sem var að skella í hillum
bókabúða. Á ferðinni eru einsögur sem er ný
rannsóknaraðferð í sagnfræði. Sá hópur fræðimanna
sem skrifar þær ellefu einsögur sem er að finna í verk-
inu hefur leitast við að tileinka sér aðferðir einsögunn-
ar með einum eða öðrum hætti. Rannsóknir þeirra
ungu fræðimanna sem einsögurnar rita þykja leiða vel
í ljós möguleika hennar í ljölbreytilegri nálgun á við-
fangsefni í sagnfræði og þarna leggja skáldskapur og
listir sitt af mörkum tíl að gæða sagnfræðina nýju lífi.
Meðal höfunda efnis eru Erla Hulda Halldórsdóttir,
Inga Huld Hákonardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveins-
son og Sigurður Gylfi Magnússon. I verkinu stíga í
fyrsta sinn fram á sviðið ungir fræðimenn, ásamt
nokkurra gamalreyndra, og gekk vinnan þannig fyrir
sig að hópurinn hittíst einu sinni í mánuði í eitt og
hálft ár til að ræða mikilvægi og þýðingu persónu-
legra heimilda í sagnfræði.
Einsagan er rannsóknaraðferð sem á ensku kallast
microhistory og er kjarni aðferðarinnar sá að nýttar
eru persónulegar heimildir við rannsóknina. Ritgerð-
irnar eru afrakstur umræðu og rökræðna hópsins og
eru fyrir margra hluta sakir einstaklega forvitnileg
lesning, enda tæpt á mörgu. Til að mynda skrifar Jón
Aðalsteinn leiftrandi snjalla ritgerð um sjálfsævisögu
Matthíasar Jochumssonar og Svavar Hávarsson ritar
góða grein um glímu Björns Halldórssonar í Loð-
mundarfirði við líf og dauða, svo eitthvað sé nefiit.
Einsagan, ólíkar leiðir er verðskuldaður vitnisburður
þeirrar grósku sem er í fræðastundi á Islandi nú um
stundir. Þrælskemmtíleg lesning sem enginn áhuga-
maður um húmanísk fræði ætti að láta fram hjá sér
fara. Bókin er á afslættí í Bóksölu stúdenta á 1599.
/
Ein athyglisverðasta Ijóðabók seinni missera er að ar Hafsfeinsson sem hannar útlitið og brýtur hana um.
lífa dagsins Ijós nú um múnaðamótin. Það er Nýund Hrafn Jökulsson ó veg og vanda að útgófu bókarinn-
eftir Geirlaug Magnússon. Geirlaugur hefur sent fró sér ar en hann gaf út nokkuð af Ijóðabókum fyrir nokkrum
nokkurn fjölda Ijóðabóka í gegnum fíðina og hefur þóft órum þegar hann'rak bókaforlagið Flugur. Hér fer ó
eiff af okkar bestu skóldum. Útlit bókarinnar er ekki af eftir eitt af Ijóðum Nýundar.
verri endanum enda er það galdramaðurinn Jón Ósk-
þá nótt kom ég ekki heim og það hefur hent margan
ungan mann og konu - og heim hvert er það og hvar er
það - að endingu komumst við öll heim eða enginn kemst
heim eða heiman
en þessa nótt komst ég ekki úr nóttinni sem var þó í engu
markverð nótt hvorki ilmandi dísæt júnínóttin seiðandi
haustnótt né vetrarnótt alsett stjörnum með norðurljósa-
hárbandið - nei aðeins nótt ekki sú eina né sú sanna
aðeins nótt og þar er ég