Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 10
L i s I i r Stúdentablaöiö 1 0 Fjaðrir, vor og Verðlaun fyrir 10 efstu ljóðin í ljóða- samkeppni Stúdentablaðsins og Torfhildar voru afhent á Astro skömmu fyrir páska. Alls bárust 73 ljóð í keppnina og var dómnefnd vandi á hönd- um við val þeirra efstu, að sögn Kristjáns Árnasonar, formanns dómnefndar. Auk hans sátu þau Ármann Jakobsson íslensku- fræðingur og Heiða Jóhannsdóttir bók- menntarfæðingur í dómnefndinni. Þeir keppendur sem unnu til verðlauna en ekki voru viðstaddir afhendinguna er bent á að nálgast þau hjá Hákoni Skúlasyni, for- manni Torhildar, í Bankastræti 11 fyrr en síðar. 1. verðlaun Fjaörir 2. verðlaun Uppeldi vorsins heigulleg sólnefna vetrar hokin f torfbæjarskugga heimóttarleg hrakleg kerling vafin vaömáli grárra skýja hristu burt vorið af pilsufaldinum og í guðanna bænum reyndu að koma því til manns Steinar Bragi, nemi í bókmennafræði 3. verðlaun Hótelherbergi Ajaxaðu yfirborðið jafnvel nýmálaðir veggirnir ná aldrei að hylja þig eins og ofmáluð mella kaldranaleg gríman afhjúpar tómleikann og angistina innkoma og útferð skammvinnra gesta vætlandi úr hverju smáatriði rykinu á plastrósunum og staðlaðri loftbirtunni faðmur þinn fundarstaður einmanaleika og söknuðar falinna synda og fjarlægra landa sál þín sundurtætt samin að alþjóðlegum smekk hér vil ég fótbrotna hér vil ég liggja og bíða björgunar. Sigurbjörg Þrastardóttir, nemi í hagnýtri fjöl- miðlun 5. verðlaun Náin í fjarlægð Pöruð skuggafiðrildi dansa í eigin þyngdarleysi Taktur svefns þíns örvar slátt vængjanna Af þeim sáldrast draumfræin yfir augnlok þín Þau spretta uppúr Ijósinu Þiðna á vanga mínum og berast til þín þegar ég opna lófana 1. Örendur á sundi í vfkinni. manstu eftir drukkna ítalanum grátgjarna Perúbúanum eða finnska söngvaranum sem gæddi þig lífi f smá stund Steinar Bragi, nemi í bókmenntafræði Sigurður Harðarsson, nemi í hjúkrunarfræði 6. verðlaun 2. Fluglæsir klónum í fýlsunga. 3. Nauðvörn snareygir hreiður sitt. 4. Endur sendast um sundið. 5. Skotinn stelkur í bringukoll. 6. Draga látrabjörg í bú. 7. Samyrkja náttljóð sefuglur. Sigurbjörg Þrastardóttir, nemandi í hagnýtri fjölmiðlun Lífróður 4. verðlaun Slóðir Fikrað frá barði ýtt úr sprunginni vör og þó Ég er framhleypinn strigaskór ég er gliðnandi horn f nótt fannst mér miða til baka grunar forlögin um græsku í olnboga ég er hafmóður andi ég er rennandi sviti á baki vakandi ég stikla á stóru ósléttu berglendi finn að það rís því næstu nótt móti ráninni hallar á bakborða kemur hvalkýrin heyri þær skella á klöppinni hvínandi skeljarnar og hlærað mér man að ég varðveiti brotin djúpt f handraða hætti að muna því hylurinn hóstar við brúnina ég stjakaðu þér frá og með rataði áður en slóðinni smám saman missi ég áttir giftu þig þegar nú úr stað steinþegja klappirnar mér finnst ég einsigla h ó t e I á sífellt minnkandi ísjaka. Sigurbjörg Þrastardóttir, nemi í hagnýtri fjöl- miðlun 7. verðlaun Daria III Brýrnar sem tengja eyjar manneskjanna eru örfínar og viðkvæmar og liggja yfir hyldýpi sem enginn ætti að rýna í of lengi því öll hyldýpi hafa hvöss og seiðandi augu og geta gertallra sálir að sínum í regnbogalitu árvatni hyldýpisins dansa heyrnarlausir fiskar við eigin tónlist Eins og bræður þeirra í undirdjúpum hafsins sem þekkja ekki dagsbirtuna Þekkja þeir ekki annað en lífsgleðina og halda sjálfa sig eina um að hafa hana höndlað því þeir hafa ekki kynnst þér Sigurður Harðarson, nemi í hjúkrunarfræði 8. verðlaun Einmanaleiki Og enn leið Valentínusardagurinn Margrét Dóra Ragnarsdóttir 9. verðlaun Bátsferð Þegar ég sigldi bátnum mfnum í þokunni var ég aldrei hræddur um að villast. Það var alveg sama hvað neðarlega hún lagðist, eða hve þétt hún var, það sá alltaf í báða bakka. Ég hræddist það eitt að þok- an yrði þyngri en vatnið og þrýsti mér niður í gegnum yfirborðið. Þá átti ég það ráð að draga djúp and- ann, leggja árar, láta reka, og hugsa um flugvélar. Jóhannes Dagsson 10. verðlaun Úr sýnisbók Það er eins með þetta Ijóð og önnur. Það missti Ijómann um leið og það varð skyldulesning. Hafþór Ragnarsson, nemi I íslensku

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.