Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 17
> Stúdentablaðið F r é I I i r 1 7 Bernard Petersen, framkvæmdastjóri F5 og Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnarformaóur, lukkulegir með lifið. Dalla Ólafsdóttir og Kalrin Júliusdóttir gera sig klárar i opnunina. Hugur heimspekinnar - H r a n n a r M á r t e k u r v i ö ritstjórn Félag áhugamanna um heimspeki hefur um níu árabil gefið út tímarit um heimspeki sem ber nafnið Hugur. Ritstjóra- skipti urðu á Hugi í haust og tók Hrannar Már Sigurðs- son við ritstjórninni af Skúla Pálssyni. Ekki er ákveðið þema í blaðinu, líkt og oft áður, og segir Hrannar það vera vegna þess að hann hafi tekið við hálfn- uðu verki í haust og því tekið þann kostinn að koma mynd á þær greinar sem fyrir lágu. Hugur er nú sem endranær fullur af listagóðu efni og er án undantekninga að finna í tímarit- inu skrif eftir okk- ar bestu hugsuði og umræðu sem síðar nær há- marki annars staðar. M e ð a 1 þeirra sem skrifa í Hug mánefnaVil- hjálm Árna- son, heim- speking með meiru, en hans grein ber heitið Leikreglur og lífsgildi. Þar tekst hann á við megininntak siðferðilegrar umræðu. Halldór Guð- jónsson skrifar Gagnrýni opinberrar skynsemi sem fjallar um hugmyndir Kants og Rawls og bregst Vil- hjálmur Árnason við svari hans með greininni Smíðis- gripir Rawls og Kants. Þetta eru erindi sem þeir félag- ar fluttu 1. maí 1997 á vegum Siðfræðistofnunar Há- skólans. Jóhann Björnsson skrifar stórskemmtilega grein sem heitir Að girnast konu og fjallar hann þar um sjónarhorn til- vistarspekinnar á löngun karla til kvenna. Hugur er barmafullur af hörkugóðu efni og er greinilegt að Hrannar Már nýtur sín vel í ritstjóra- stólnum. Hugur er án efa eitt athyglisverð- asta tímaritið sem kemur út í hinni akademísku veröld Is- lands en það eina sem á vantar er ferskara útlit þannig að blaðið kalli á lesendur til lestrar. Mynd- skreytt forsíða og myndir sem hæfa efni og af höfund- um myndu bæta verulega þar úr. Ég er engitvn milljóner. Ég er virkur viðskiptavinur! Þess vegna er ég í Vörðunni! Landsbanki íslands Einstaklingsviðskipti T r a u s t i e r h i á b é r 00 á b u r p ð i n h i á okkur

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.