Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 13

Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 13
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 13 Í HAFNARFIRÐI Fullyrt er að innbrotum hafi fjölgað. LÖGREGLUMÁL „Innbrot á svæðum í Vesturbæ Reykjavíkur sem tekið hafa upp virka nágranna- vörslu voru, samkvæmt tölum frá lögregluembætti höfuðborgar- svæðisins, engin á fyrstu sex mánuðum ársins,“ segir í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í fjöl- skylduráði Hafnarfjarðar. Í tillögunni kemur fram að undanfarna mánuði hafi innbrot í heimahús, iðnaðarhúsnæði og bíla aukist í Hafnarfirði. „Til að stemma stigu við frekari aukn- ingu er lagt til að hafinn verði undirbúningur að tilrauna- verkefni um nágrannavörslu í Hafnarfirði í því augnamiði að nágrannavarsla verði mjög víðtæk í bæjarfélaginu, helst í hverri götu.“ - gar Bæjarfulltrúi vitnar í tölfræði: Nágrannavarsla fælir þjófa frá UMHVERFI Vesturgötu verður breytt í vistgötu milli Aðalstrætis og Grófarinnar og á þessum kafla verður einstefna til norðurs. Haf- ist verður handa við breytingarn- ar á næstu dögum. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg verða sett gróðurbeð í Vesturgötu og gatan fegruð á ýmsan annan hátt. Snjóbræðsla verður á göngu- leiðum. „Efniviður er valinn til að skapa vistlega stemmingu og tengja við Grófartorg og annað sem fyrir er,“ segir í tilkynning- unni. Á vistgötum hafa gangandi og hjólandi forgang fram yfir bílaumferð án þess þó að mega hindra för ökutækja að óþörfu. Hámarkshraði verður fimmtán kílómetrar á klukkustund. - gar Breytingar á Vesturgötu: Verður vistgata með einstefnu Mótmæla sameiningu Bæjarráð Grindavíkur kveðst mót- mæla harðlega öllum hugmyndum um að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar án þess að íbúar fái að tjá sig á lýðræðislegan hátt um málið. „Með þessum vinnubrögðum er íbúalýðræði fótum troðið,“ segir bæjarráðið. SVEITARFÉLÖG FÉLAGSMÁL Ísland getur orðið fyrir- mynd annarra þjóða hvað varðar réttindi fólks sem þarfnast aðstoðar. Þetta segir Guðjón Sigurðsson, for- maður MND-félagsins og fulltrúi í stýrihópi Virkari velferðar, verkefn- is sem hrundið hefur verið af stokk- unum og hefur það að markmiði að stuðla að sjálfstæðara lífi fatlaðra utan stofnana. Í stýrihópi Virkari velferðar, eða ViVe eins og verk- efnið er kallað, sitja auk Guðjóns: Evald Krogh, þekktur norskur bar- áttumaður fyrir réttindum fatlaðra, Sigursteinn Másson, formaður Geð- hjálpar, Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalags- ins, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Verndari verkefnisins er Vigdís Finnbogadóttir. Meginverkefni stýrihópsins er að móta tillögur til stjórnvalda um það hvernig hægt er að gera fötluðum kleift að lifa sjálf- stæðara lífi utan stofnana með not- endastýrðri aðstoð. Í tilkynningu frá verkefninu segir að Íslendingar standi hinum Norðurlandaþjóðunum að baki hvað þetta varðar. Hér hafi stofnana- úrræði orðið ofan á, en hinar Norður- landaþjóðirnar bjóði í auknum mæli upp á notendamiðaða aðstoð. Þar njóti nú yfir 15 þúsund manns slíkrar aðstoðar og í stétt aðstoðar- manna séu yfir 50 þúsund. - sh Stýrihópur Virkari velferðar mótar tillögur um sjálfstætt líf fatlaðra utan stofnana: Fatlaðir öðlist aukið sjálfstæði VIRKARI VELFERÐ Verkefnið var kynnt í Norræna húsinu á mánudag. Á myndinni sést Kristján Bergmann, markaðsstjóri Hertz, eins aðalstuðningsaðila verkefnis- ins, auk Vigdísar Finnbogadóttur og fulltrúa stýrihópsins. MYND/ODDUR ÁSTRÁÐSSON KÚBA Stjórnvöld á Kúbu hafa stig- ið fyrsta skrefið í því að afleggja hádegisverð í boði ríkisins fyrir vinnandi fólk, að því er fram kemur á vef BBC. Ríkið greiðir nú fyrir máltíðir um 3,5 milljóna manna, en í vik- unni lokaði fjöldi mötuneyta. Ríkið telur sig ekki lengur hafa efni á því að greiða andvirði um 44 milljarða króna á ári fyrir hádegisverð landsmanna. Í stað þess að fá ókeypis hádegis- verð fá starfsmenn 15 pesóa, jafn- gildi 90 króna, til að kaupa sér hádegismat. Gangi áformin vel gætu almennar matarúthlutanir verið næstar á lista. - bj Breytingar á hugmyndafræði: Ekki ókeypis hádegisverður SKIPULAGSMÁL Breyta þarf hús- númerum á iðnaðarsvæði við Unubakka í Þorlákshöfn gangi eftir breyting á deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu. Bætt hefur verið við bygg- ingarreit að Unubakka 26-28 þar sem Lýsi hf. á að fá að reisa tvo þvottaturna, allt að fjórtán metra háa. Frestur til að skila athuga- semdum við breytinguna á deili- skipulaginu rennur út 13. nóvem- ber. Deiliskipulagstillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss í Þorlákshöfn og inni á vefnum www.landmotun.is. - óká Breytt skipulag í Þorlákshöfn: Auglýsa fjórtán metra háa turna P IP A R • P IP A R • P IP A R • P IP A R • IP A R P A R P A R A R A R A S ÍA • S Í S ÍA S ÍA A • A ••• 9 9 9 9 9 9990951 90951 0951 0951 959 FYRIR ÍSLENDINGA SJÓFLUTNINGAR Í 95 ÁR | EIMSKIP | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | Fax 525 7009 | www.eimskip.is |

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.