Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 13 Í HAFNARFIRÐI Fullyrt er að innbrotum hafi fjölgað. LÖGREGLUMÁL „Innbrot á svæðum í Vesturbæ Reykjavíkur sem tekið hafa upp virka nágranna- vörslu voru, samkvæmt tölum frá lögregluembætti höfuðborgar- svæðisins, engin á fyrstu sex mánuðum ársins,“ segir í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í fjöl- skylduráði Hafnarfjarðar. Í tillögunni kemur fram að undanfarna mánuði hafi innbrot í heimahús, iðnaðarhúsnæði og bíla aukist í Hafnarfirði. „Til að stemma stigu við frekari aukn- ingu er lagt til að hafinn verði undirbúningur að tilrauna- verkefni um nágrannavörslu í Hafnarfirði í því augnamiði að nágrannavarsla verði mjög víðtæk í bæjarfélaginu, helst í hverri götu.“ - gar Bæjarfulltrúi vitnar í tölfræði: Nágrannavarsla fælir þjófa frá UMHVERFI Vesturgötu verður breytt í vistgötu milli Aðalstrætis og Grófarinnar og á þessum kafla verður einstefna til norðurs. Haf- ist verður handa við breytingarn- ar á næstu dögum. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg verða sett gróðurbeð í Vesturgötu og gatan fegruð á ýmsan annan hátt. Snjóbræðsla verður á göngu- leiðum. „Efniviður er valinn til að skapa vistlega stemmingu og tengja við Grófartorg og annað sem fyrir er,“ segir í tilkynning- unni. Á vistgötum hafa gangandi og hjólandi forgang fram yfir bílaumferð án þess þó að mega hindra för ökutækja að óþörfu. Hámarkshraði verður fimmtán kílómetrar á klukkustund. - gar Breytingar á Vesturgötu: Verður vistgata með einstefnu Mótmæla sameiningu Bæjarráð Grindavíkur kveðst mót- mæla harðlega öllum hugmyndum um að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar án þess að íbúar fái að tjá sig á lýðræðislegan hátt um málið. „Með þessum vinnubrögðum er íbúalýðræði fótum troðið,“ segir bæjarráðið. SVEITARFÉLÖG FÉLAGSMÁL Ísland getur orðið fyrir- mynd annarra þjóða hvað varðar réttindi fólks sem þarfnast aðstoðar. Þetta segir Guðjón Sigurðsson, for- maður MND-félagsins og fulltrúi í stýrihópi Virkari velferðar, verkefn- is sem hrundið hefur verið af stokk- unum og hefur það að markmiði að stuðla að sjálfstæðara lífi fatlaðra utan stofnana. Í stýrihópi Virkari velferðar, eða ViVe eins og verk- efnið er kallað, sitja auk Guðjóns: Evald Krogh, þekktur norskur bar- áttumaður fyrir réttindum fatlaðra, Sigursteinn Másson, formaður Geð- hjálpar, Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalags- ins, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Verndari verkefnisins er Vigdís Finnbogadóttir. Meginverkefni stýrihópsins er að móta tillögur til stjórnvalda um það hvernig hægt er að gera fötluðum kleift að lifa sjálf- stæðara lífi utan stofnana með not- endastýrðri aðstoð. Í tilkynningu frá verkefninu segir að Íslendingar standi hinum Norðurlandaþjóðunum að baki hvað þetta varðar. Hér hafi stofnana- úrræði orðið ofan á, en hinar Norður- landaþjóðirnar bjóði í auknum mæli upp á notendamiðaða aðstoð. Þar njóti nú yfir 15 þúsund manns slíkrar aðstoðar og í stétt aðstoðar- manna séu yfir 50 þúsund. - sh Stýrihópur Virkari velferðar mótar tillögur um sjálfstætt líf fatlaðra utan stofnana: Fatlaðir öðlist aukið sjálfstæði VIRKARI VELFERÐ Verkefnið var kynnt í Norræna húsinu á mánudag. Á myndinni sést Kristján Bergmann, markaðsstjóri Hertz, eins aðalstuðningsaðila verkefnis- ins, auk Vigdísar Finnbogadóttur og fulltrúa stýrihópsins. MYND/ODDUR ÁSTRÁÐSSON KÚBA Stjórnvöld á Kúbu hafa stig- ið fyrsta skrefið í því að afleggja hádegisverð í boði ríkisins fyrir vinnandi fólk, að því er fram kemur á vef BBC. Ríkið greiðir nú fyrir máltíðir um 3,5 milljóna manna, en í vik- unni lokaði fjöldi mötuneyta. Ríkið telur sig ekki lengur hafa efni á því að greiða andvirði um 44 milljarða króna á ári fyrir hádegisverð landsmanna. Í stað þess að fá ókeypis hádegis- verð fá starfsmenn 15 pesóa, jafn- gildi 90 króna, til að kaupa sér hádegismat. Gangi áformin vel gætu almennar matarúthlutanir verið næstar á lista. - bj Breytingar á hugmyndafræði: Ekki ókeypis hádegisverður SKIPULAGSMÁL Breyta þarf hús- númerum á iðnaðarsvæði við Unubakka í Þorlákshöfn gangi eftir breyting á deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu. Bætt hefur verið við bygg- ingarreit að Unubakka 26-28 þar sem Lýsi hf. á að fá að reisa tvo þvottaturna, allt að fjórtán metra háa. Frestur til að skila athuga- semdum við breytinguna á deili- skipulaginu rennur út 13. nóvem- ber. Deiliskipulagstillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss í Þorlákshöfn og inni á vefnum www.landmotun.is. - óká Breytt skipulag í Þorlákshöfn: Auglýsa fjórtán metra háa turna P IP A R • P IP A R • P IP A R • P IP A R • IP A R P A R P A R A R A R A S ÍA • S Í S ÍA S ÍA A • A ••• 9 9 9 9 9 9990951 90951 0951 0951 959 FYRIR ÍSLENDINGA SJÓFLUTNINGAR Í 95 ÁR | EIMSKIP | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | Fax 525 7009 | www.eimskip.is |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.