Eintak - 01.04.1969, Síða 8
er í menntaskólum, eru 34 blaðsíður um bókmenntir, en tæpar
8 um myndlist (þar með talin byggingalist). Miðað við blaðsíðu-
fjölda ættu bókmenntir að vera meira en fjórum sinnum merki-
legri en myndlist. I þeirri bók fær ítölsk myndlist fljóta afgreiðslu:
"A renessance-tímanum stóð málaralist með langmestum blóma
á Italíu Frægustu málararnir þar á 16. öld voru Leonardo
da Vinci, Rafael, Michelangelo og Veniziumaðurinn Tizian."
Já, það er ekki lengi verið að því sem lítið er. Ef tekin væri
upp skipulögð myndlistafræðsla í skólum landsins er ég viss
um að gerfimálararnir mundu hverfa með tíð og tíma, en alvöru
þenkjandi listamenn yrðu metnir sem skyldi, og væri það þjóð-
inni mikill sómi.
Sigurður Örlygsson.
?
AÐ LOKINNI HUNGURVÖKU
Fjölmiðlunartæki nútímans flytja líf fjarlægra þjóða inn í
stofurnar okkar. Þau gera okkur að ábyrgum aðilum í lífi
þeirra, gera vandamál þeirra að okkar.
Hungur hinna vanþróuðu þjóða er hungur okkar eigin menningar.
Að lokinni hungurvöku er það ljóst, að íslenzkt æskufólk veit
að vandamál mannkynsins verða ekki leyst með hernaðarbanda-
lögum og Hallelújaópum atvinnuhrópara, heldur með því að
brúa bilið milli hins hungraða manns og hins sadda, milii hans
skóaða og hins berfætta.
Islenzkt æskufólk hefur sýnt það I verki að það skilur vanda-
málið siðferðilegum skilningi og er reiðubúið að leggja sitt að
mörkum til lausnar þess.
Sá skilningur felst í því að finna til skyldunnar, sem þekking-
in leggur okkur á herðar, að vita að alvarlegasta vandamál
framtíðarinnar er hungrið, að skilja að því verður ekki útrýmt
nema með samvinnu og samhjálp allra og skilja að sú útrýming
er eina forsenda friðar I heiminum.
Þá fyrst þegar öllum er þetta ljóst höfum við alið rétt skap-
aða menningu.
M
Ingiberg Magnússon.