Eintak - 01.04.1969, Page 10

Eintak - 01.04.1969, Page 10
Það er kjaftur á keilunni, þegar hún gapir. Þegar sólin skín er gaman að vera til. A kvöldin er stundum dansað á götunum í stór- borginni. Um miðnætti hættir dagurinn að vera til. Þegar einn maður deyr, verður annar til. Flest börn eru byrjuð að nóttu til. Hvenær sem páfixm lætur til sín heyra hristir fjöldi manns höfuð. Þá er nú ekki dónalegt að koma inn í verzlunina hennar Gróu gömlu á Grettisgötunni. Hún verzlar með allan andskotann. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Páll hét maður. Ekki meira með það. Eitthvað varð að láta barnið heita. Presturinn dró annað augað í pung og drap tittlinga með hinu. Gömul kona roðnaði upp í hársrætur, þegar minnzt var á hórdóm. I biblíunni stendur að Guð láti rigna jafnt yfir réttláta og rangláta. Þetta draga margir í efa. Krían verpir eggjum, eins og aðrir fuglar. Sumur voru köld sxðasta áratug aldarinnar. Einhver var að segja eitthvað um Bjarna Ben. Ríkisstjórnin riðar til falls. Gengið lækkar f sífellu. Bílarnir þjóta framhjá, eins og lítil fiðrildi, sem eru að leita sér að æti, Hvar eru fuglar, þeir á sumri sungu. Skáldið var ekki af baki dottið. Blikkdósahláturinn glumdi um allan skóg- inn. Kettirnir eðla sig án tillits til litarháttar. Hið sama gera karlar og kerlingar ekki um allan heim. Hvar, sem maðurinn kemur, er konan með glyrnurnar. Sumir mexm eiga engar konur. Flestir segja að það séu heppnir menn. Hvað er hjónaband? Sjálf- skaparvíti, segja sumir. Ekki er að efa að fáir mundu kjósa kött til alþingis. Þó eru kettir án efa með hærri greindarvísitölu en margir alþingismanna. Straumlínulögun bílanna er ekki fyrir- mynd vatnsdropanna, heldur öfugt. Flugvélin hrapaði til jarðar, en flugfreyjan brosti sfnu blíðasta til farþeganna á meðan. Síðan varð allt hljótt. Ekki svo mikið sem einn einasti klámbrandari t. heyrðist. A snyrtingum kvenna kennir margra sagna. Ekki er allt gull sem glóir. Það glyttir á eitthvað í myrkrinu. Þjófar og morð- ingjar eru á ferli um nætur. Bankastjórar svífast einskis. Nú er ekki efnilegt ástand meðal smáfuglanna. Tunnan valt. Sámur.

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.