Eintak - 01.04.1969, Side 11

Eintak - 01.04.1969, Side 11
Ég segi enn, að einn stærsti glæpurinn sé að snúa sér undan þegar maður sér ranglætið og veit að það er ranglæti. Eg er aðeins 21 árs og ég veit að það hafa verið of margar styrjaldir. Þið sem eruð eldri ættuð að vita ennþá betur. Eina leiðin til að svara spurningum ljóðsins er að spyrja þeirra. En flest fólk þarf fyrst að finna vindinn. BOB DYLAN. (q r r-Tj © Q Hve langt verður maður að leggja sín spor áður leyft er að kalla hann mann? Hve langt fljúga um höf áður hvíldina má hvít dúfa f sandinum fá? Hve oft getur þú þfnu auga upp lyft áður þú himininn sérð? Hve ótal mörg eyru þarf einn maður fá áður heyrir hann annarra grát? Hve lengi kann fjall eitt sér standa á storð áður stormur og hafið útmá? Hve lengi kann fólk lifa og finna til þrá áður frelsið í hjarta þess býr? Hve mörg verður byssunnar bráð áður en menn banna að fullu slík vopn? Hve marga fórn verður færa þeim enn áður fréttist hve margt hefur týnzt? Hve oft getur þú þínu auga frá rennt sem alls eklcert hafirðu séð? Svarið vinur minn, veit aðeins vindurinn. Svarið veit aðeins vindurinn.

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.