Eintak - 01.04.1969, Page 12

Eintak - 01.04.1969, Page 12
NOKKUR CRÐ UM flUGiySINGAUtlLD Nokkuð mikið vantar á, til þess að auglýsingadeildin verði fullkomin og útskrifi fullkomlega færa auglýsingateiknara. Skólinn þarf að keppa að því að gera deildina það vel úr garði að ekki þurfi að senda nemendur út, til framhalds- náms. Ef lengja á námið um eitt ár, sem er nauðsynlegt, þá þarf námið að halda áfram sem endað var, þ.e. a. s. að ekki sé hjakkað f sama farinu heldur eitthvað nýtt tekið fyrir t.d. skriftir með pensli, allt það sem er nær starfinu sjálfu en það vantar alveg núna, til dæmis að vinna litmynd fyrir kiisjugerð, og m.fl. Einnig virðist vera sem kennslutfmum sé raðað niður eftir hentugleikum kennaranna, þegar þeir geta yfirgefið auglýsinga- stofur sínar, en þeir hafa allir stofur. Kennsludögum er yfirleitt skipt í tvennt og jafnvel þrennt, maður er rétt buinn að taka teikniáhöld upp og farinn að vinna af kappi, þegar annar kennari kemur, og þá á að vinna að öðru verkefni. Hver kennari þyrfti að hafa minnst heilan dag, helzt heila viku, ef það kemur sér ekki illa fyrir þá. Reynt hefur verið að skapa mikla starfsspennu í deildinni með því að gefa stuttan tíma fyrir verkefnin og láta nemendur koma með verkefni (skissur o.fl.) á vissum degi, eflir að verkefnið var gefið upp. Þar sem tíminn er svo stuttur verða nemendur, oft að vinna langt fram á nétt, til þess að ljúka við verkefnið, og dugar það oft ekki til. Ef allir kennararnir hugsa eins, og reikna með einni viku fyrir verkefnið sitt, þó þeir hafi ekki nema 1-2 daga x viku, þá kemst nemandi ekki yfir verkefnin þó hann vinni myrkranna á milli. Ef hann lýkur verkefninu ekki á réttum tíma, fær harni skammir, haxm verður að ljúka við verkefnið í kvöldvinnu eða á sunnudeginum, nýtt verkefni er gefið, sama hugsunin við það, nemandi á f fullu fangi við að ljúka við þetta verkefni á tilskyldum tíma, þó hann fari ekki að ljúka við hitt.

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.