Eintak - 01.04.1969, Side 25

Eintak - 01.04.1969, Side 25
25" cx'cxí-y' <C i_i_j—5. uuO<C -ac^/5 Hann lagði við eyrun hjá hellinum og heyrði suðið í kræklingnum. Kræklingurinn færði sig og Starkarður færði sig innar í hellinn og valdi einn. Hann hljóp upp fjöruna með krepptan hnefann um skel- ina og lagði hana varlega frá sér, er hann kom upp á barðið. Lagði hana ofaná stein, en fleygði sér síðan flötum við hlið hennar og pírði á hana: "Bláskelin mín blíða, bágt á ég að vera —" Hann stóð upp og gekk aftur fyrir trönurnar og stakk hendinni ofaní litabaukinn og gramsaði. Hann tók upp túbur, langar, stuttar, mjóar og gildar og dósir af ýmsum stærðum og hóf að raða þessu í kring um sig. Litirnir voru einsog bekkir í hringleikahúsi allt í kring um hann. Hann heyrði þá klappa. Þarna voru þá áhorfendur. Hann var feiminn og leit aftur fyrir sig á milli bekkjanna og út yfir fjörðinn. Tveir máfar flugu innúr botni hans og hristu höfuðið í leit að æti. Sjórinn var sléttur en sums staðar mátti greina álfabrautir. Hann langaði með þeim, svffa einsog Esú yfir Genesaretvatni. Hinumegin var Hvalstöðin og olíubirgðir NATO. Hann valdi litina og hugsaði um þessa brjáluðu þjóð og tví- skinnunginn í fari hennar. Hann hugsaði um samkvæmið með sveitar- ómögum og hreppsnefnd ásamt sýslumanni. Þeir höfðu farið að kveð- ast á, allir nema hann. Honum hafði verið sagt að uppspretta ís- lenzkrar tungu væri uppí sveit og því hafði hann farið austur fyrir fjall. Og hann hafði hlustað á þá kveða, en svo hafði vínið svifið á hann og örfað hann til að reyna sjálfur: >' "Kappinn lagði kvendið til, svo kviðar reigðust iður, og ótt og títt hjó hann til, að ........lafði niður. " Sýslumaðurinn hafði þrútnað í framan og gefið honum löðrung, en á eftir tekið af honum skóna og kysst á honum tærnar og sagt að þetta skyldi aldrei koma fyrir aftur og boðið honum að sofa hjá sér í tvíbreiða hjónarúminu. Hann hafði þáð það og hugsað með sér: hvað gerir maður ekki þegar maður hittir kynvilltan Neanderdals- mann. A eftir hafði hann stungið af úr samkvæminu. Haim leit á skelina og sá að hún hafði opnazt og rekið út úr sér tunguna. Hann lagði frá sér áhöldin og gekk að henni; lagð- ist fyrir framan hana og gægðist inní hana. Þá sá hann sannleikann.

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.