Eintak - 01.04.1969, Page 26

Eintak - 01.04.1969, Page 26
Hann trúöi varla sínum eigin augum. Aldrei hafði hann grunað að sannleikurinn væri í bláskel. Sannleikurinn var einsog vömb með anga í allar áttir; vömbin var miðpunktur og altumfeðmanlegt fyrsta prinsíp, angarnir sannleikurinn einsog hann birtist í ýmsum mynd- um og hver um sig vegur að hinum innsta kjarna, en þó efni til sundrungar hver um sig. Lygin átti líka heima í þessari vömb og var jafnstór hluti hennar og sannleikurinn, þvíað án hennar er aldrei nema hálfsögð saga. Vömbin var því bæði sannleikur og lygi, sannleikurinn um lygina, lygin um sannleikann, sannleikurinn um sannleikann eins og hann birtist okkur f sögubókum eftir þúsund ár. Hann tók skelina varlega upp og lapti úr heimi fiskinn. Hann lak niðrum vélindað ofaní magann, sem herptist utanum hann og kreisti og henti milli veggja sér í trylltum leik, en spýtti honum síðast ofaní görn. Hann vonaði eins og blámaður að sér mjmdi auðnast skilningur fisksins með því að éta hann. Hann gekk aftur fyrir trönurnar og leit yfir autt sviðið. Hann vantaði skel. A leiðsinni niðurí fjöruna sönglaði hann: "trúður fyrri tíða, og tröllum vilja hlíða". (Fannst í öskutunnu bak við skólann.) LEBDARLJÓS Af vinum og frændum er vegunum lýst. Þeir virðast í fyrstunni góðir, en fjársjóði nýja þeir finna þó sízt, sem feta í annara slóðir. Það helzt munu þekkja hvar hamingjan fer þær hugdjörfu dætur og synir, sem vita af reynslu hvers virði það er að vera ekki bara eins og hinir. hallM.

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.