Draupnir - 01.05.1905, Blaðsíða 6
362
DRAUPNIR.
ienda hans. Þannig setur hinn sístarfandi
tími fingramark sitt bæði á æskuna og ellina.
Vér bregðum oss nú i ýmsar áttir til að
líta yfir starfsvið söguvina vorra og þá verð-
ur Ásbyrgið fyrst á vegi vorum, skrúðgrænt,
það hefir engu glatað af unaði sínum á hin-
um mörgu og viðburðaríku árum, sem liðin
eru síðan við sáum það síðast.
Tvær konur þræða nú i mestu makind-
um hinn þrönga fótstíg innan um skóginn,
og setjast niður á mosavaxinn stein í byrg-
isbotninum og tóku tal með sér.
Elín Magnúsdóttir var önnur þeirra, en
var nú orðin lotin, hrukkótt og hæruslcotin, en
í svip hennar leyndist harka og gremja engu
minni en til forna, nema endur og sinnuin
sveif viðkvæmnis svipur yfir andlitið þegar
þær mintust á æskuár sin.
Solveig, fornvina liennar, var hin; hún
hafði haldið sér furðu vel, en út úr andliti
hennar skein, jafnframt þreytu og raunum,
einhver himneskur blíðusvipur, einhver frið-
ur og ánægja, sem stóð ekki í neinu sam-
ræmi við lífskjör hennar, því hún var tötur-
lega til fara og leil út fyrir að vera blásnauð.
Atvikin til endurfunda þeirra voru þessi. Elín,
sem átti heima í Eyjafirði, var nú að finna
frænda sinn og samarfa að jarðarparti, sem
henni og fleirum liafði hlotnast eftir Stíg