Draupnir - 01.05.1905, Blaðsíða 141
DKAUPNIH.
497
um sem fyrir voru og vildu það og sömu-
leiðis sveinar biskupsins löi'u inn í skólann,
og tóku þar upp gleði mikla; en hinir ypp-
urslu gestir, þar á meðal ábótinn og príór-
inn, prestar og prófastar þeir, sem voru með
biskupi og þeir, sem fyrir voru skipuðu bis-
kupsstofuna. Iíftir að matur, öl og vín hafði
verið framborið og sérhver hafði neytt þess
eftir vild sinni fóru menn að tala almenn
málefni um biskupsefnið i Skálbolti, sem þá
var sigldur af landi burt eltir vigslunni meira
vissu menn ekki um það og svo um nýjustu
fréttir sem höfðu borist af trúarlireyíingun-
um á Þýzkalandi, sem allflestir gerðu gys að.
Jón prófastur Arason, sem vissi hvað vini
sínum kom, átli í heríörum sínum biskups-
stól, sem aldrei var tekinn fram nema þegai'
Gottskálk biskup var þar, sem oft vildi til.
Selti prófastur hann nú við borðið og var
gamli maðurinn hermannlegur í sessinum, þó
bann væri orðinn töluvert hæruskotinn og bæri
í fleiru tilliti ljós merki þess, að haust lífdaga
lians var larið að nálgast, þó hann væri
hress og glaður í anda. Einar ábóti Bene-
diktsson sat gagnvart honum, þá príórinn frá
Möðruvöllum, Grímur gamli Pálsson og nokkrir
prestar, þessir allir sálu í andlegri auðmýkt
og undirgefni undir andlega yfirboðarann