Draupnir - 01.05.1905, Blaðsíða 38
394
DRAUPNIK
horfðust í augu. Svo þrýsli hann hönd henn-
ar vingjarnlega og sagði:
»Elín, Elín, þú heíir reynst mér og mín-
um eins og hinn miskunnsami Samaríti —
mér óverðugum —. Eg þarl’ þess nú ekki
lengur með, en þarna er kona —«. Hann
benti á Helgu, sofandi með barnið í fanginu.
»Elin mín«, sagði liann enn fremur. »Nú
skulum við ganga inn í græna skóginn —
inn í Ásbyrgið«. Þar höfðu þau oft áður
gengið sér til skemtunar á fyrri árum. Og
svo mintist hann á marga staði, sem þau
höfðu þá koinið á, en sem hún var nú ger-
samlega húin að gleyma. Svo fór hann að
tala uin, hve heitt liann liel'ði unnað henni,
og þá mest, þegar hún liafði verið sér sem
verst að giftasl fyrír augunum á sér. »Eg
liélt,« sagði hann, »að þú hefðir þá verið
haldin af djöfli, kæti þín var svo yfirnáttúr-
leg — en síðan þú koinst hingað hefi ég séð
livað ég hefi mist. — Hvorug konan mín
liefir elskað mig vitundar ögn —«.
Síra Ólafur hafði nú mist ráðið, og þeg-
ar svo stendur á, tala rnenn ráðleysu, en
margir halda samt, að þar tali stundum innri
maðurinn af fullu viti, og á þeirri skoðun
var Elin, Eftir þetta talaði hann nokkur
sundurlaus orð á stangli. Svo fór smám
saman að draga af honum, þar til hann féll