Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 16
sjálft er eins og gagnlýst í þessu dulræna sýni, sem er
hvorki nótt né dagur; sú vitund sem horfir móti þessari
upphöfnu andvöku, er heldur ekki svefn né vaka; og mitt
i þessu landslagi birtist stúlkan eins og nokkurskonar
ljósbrigði; það skin af hári hennar; hann sér varir hennar
bærast; hann heyrir rödd hennar hljóma. Hann tekur við-
bragð og rís upp spyrjandi i rúmi sínu: Yar það mögu-
legt, að nokkuð þessu líkt gæti átt sér stað? Var hún til?
Hann hugsaði i áfengri sælu lengi fram eftir degi um
þessa sýn, sem í raun réttri var endurskin af dýrð guðs.
Smám saman slævist gleði hans. Að kvöldi er hann
hryggur og dapur, sorg heimsins hefir lagzt yfir hann,
honum finnst hann muni aldrei framar geta risið undir
þessu fargi, auk þess hefir hann viðþolslausar höfuðkval-
ir. Um nóttina getur hann ekki sofið, þvi hin lamandi
angist lífsins hefir læst kló sinni í hjarta hans, nú getur
hann ekki framar laðað fram neina huggandi mynd í
vitund sína, honum finnst guð sé að refsa sér fyrir eitthvað
voðalegt, sem hann hefir gert, og er aftur haldinn af
hinni kremjandi skelfingu við ódauðleik sálarinnar, bið-
ur drottinn þess eins að slökkva sig út fyrir fullt og allt.
Þegar öllu var á botninn hvolft voru hinir geðhrifa-
lausu dagar farsælastir, það voru dagar hinna heilbrigðu
eðlilegu leiðinda, og svefninn flúði þá ekki að kvöldi,
lieldur kom sem vinur og batt enda á þá. Á þeim dögum
greip hann með þakklátri forvitni hins starfslausa cflir
hverju smáræði sem gerðist innan skynvíddar hans. Hann
fylgdist nákvæmlega með hreyfingum kattarins frá því
Iiún byrjaði að þvo sér, seildist með loppunni aftur fyrir
eyra, unz hún var búin að þvo sér, þá lagðist hún fyrir
og fór að sofa. Hann fylgdi sólargeislanum, sem þokaðist
ofan af súðinni, skáhallt yfir rúmið hans, alla leið nið-
ur á gólf; þá var miður aftann; kvöldgeislinn var mjög
rauður. Hvað sem hann heyrir talað, þá heillar það liann,
eða að minnsta kosti hvetur hann til að hlusta, honum
finnst allt komi sér við, allt langar hann að vita, hvert
16