Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 206
lendur og landvinninga i austri, eftir vopnaða uppreisn
auðvaldsins á Spáni að undirróðri Þýzkalands og ítaliu,
er óvefengjanlega sannað fyrir öllum heimi, að stefna
fasismans er stríð. Styrjaldartakmarkið er samgróið eðli
fasismans. Með hárnákvæmum, köldum útreikningi vinn-
ur fasisminn skipulagsbundið að styrjöldum. Abessiníu-
striðið var ekkert flaustursverk. Frá byrjun fasismans á
Ítalíu var starfað að undirbúningi þess eftir fastri áætlun;
20. maí 1927 sagði Mussolini í ræðu: „Fyrsta skylda vor er
að auka vígbúnaðinn. Innan ákveðins tíma verðum vér að
geta boðið út 5 millj. manna lier. Vér verðum að geta
búið hann að vopnum. Vér verðum að stækka flotann, og
gera flugher vorn svo sterkan og mikinn, að vélþytur hans
yfirgnæfi allan hávaða annan, og sveimur hans byrgi sól-
ina yfir landi Itala, þá munum vér milli 1935 og 1940,
sem að likindum verða úrslitaár i sögu Evrópu, geta orðið
færir um það, að kveða rödd vorri hljóðs og heimta rétt
vorn viðurkenndan.“
Mussolini stóðst áætlunina nákvæmlega, þrátt fyrir
kreppuna, er kom sízt léttar niður á Italíu en öðrum auð-
valdsríkjum. Alþýðan var látin bera kostnaðinn. Á stríðs-
áætlun fasismans er ekki slakað, hvað sem hún kostar
þjóðirnar. Fyrr verða þær að svelta heilu hungri.
Eftir jafn fastri áætlun, en í margfalt stærra stil, skipu-
leggur þýzki fasisminn landrán og stríð. Á sama hátt og
Mussolini hefir Hitler löngu boðað þessa stefnu í riti sinu
„Mein Kampf“ (Barátta mín). Öll iðnaðarframleiðsla
ríkisins hefir frá byrjun fasismans stefnt að einu marki:
stríðsundirbúningi. Kjörorð Hitlerstjórnarinnar hefir ver-
ið: fallbyssur eru nauðsynlegri en smjör. Þjóðin er svelt
til að framleiða vopn, mikill hluli hennar hefir lífsfram-
færi sitt af vopnaframleiðslu. Undir gagnsæju yfirskyni
friðarprédikana hefir stjórnin á hættulegum augnablikum
reynt að dylja liernaðarstefnu sína. Nú hefir það enga
þýðingu lengur. Nú er komið svo nálægt framkvæmd
áætlananna, sjálfu stríðstakmarkinu, að nazistarnir hrópa
206