Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 63
til, en honum var búiö að vera illt langa lengi og ekki tal-
inn með lengur. Svo ganga þeir báðir inn í eldhúsið, ent
þar situr Magnúsína og vill nú ekki meiri mat. Og hún
þekkir Villa, þekkir hann af svipnum. Hann hafði enda
komið í vetur, um leið og líann fór til sjós, en ekki viljað
gista.
— Sæl, segir hann við Magnúsínu og réttir henni þykka
höndina. Það er á henni ákaflega slitgóð húð af slorskit
frá sjónum, menn ná henni ekki af sér fyrst í stað, enda
þó þeir brúlci bensín og margarín auk grænsápu. Og Magn-
úsína tekur undir kveðjuna, án þess að breiða yfir sína
venjulegu mislíkan, sem skyndilegar gestakomur valda
lienni fyrst í stað. Það er hennar veikleiki, annars er hún
góð kona.
— Fáð’ér sæli, segir liún við Villa, rétt til svona, og
bendir á sérstakan stól við borðið.
— Ég miá ekki vera að því, anzar hann og sezt.
— Kemurðu úr Keflavík i morgun? spyr Tobias.
— Já.
— Hvernig gekk fiskiríið í vetur?
— Svona.
— Villtu ekki fá þér kjölsúpu að horða?
— Ég ætla að komast heim í kvöld. Þetta er auðvitað
ekkert svar við spurningu Tobíasar, en einskonar mót-
mæli gegn þeirri þrálátu endurtekningu, að þurfa að tefja
sig á þvi að éta, þegar margt þarf að gera.
— Ég át í nótt áður en ég fór úr Keflavík, segir hann
ennfremur, þegar Magnúsína setur fyrir hann matinn, en
byrjar þó strax á hnossgætinu.
— Það er kominn sauðburður og óunnið á túnunum,
lilkynnir hann eftir litla þögn, því til skýringar, hve hratt
maturinn hverfur ofan í hann.
— Hvað sem þvi liður, anzar Magnúsina, þá held ég að
þér veiti ekki af að þvo þér um hendurnar. Það gengur
lireint yfir mig, að þú skulir geta látið sjá þig svona á
götunum.
63'