Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 21
Og að gamli maðurinn hafi dáið strax, en svo var ekki,
hann dó ekki strax, heldur lifði liann i marga daga, þótt
hann vitnaði ekki mikið i skáldskap og dýrar kenning-
ar úr þvi sem komið var. En mikið fjarskalega var hann
hreyfingarlitill dagana áður en hann dó. Mikið fjarska-
lega var litið gert fyrir hann dagana áður en liann dó.
Aðeins reis Ó. Kárason Ljósvíkingur upp við dogg og
leit til hans við og við.
Stundum kom fyrir að gamli maðurinn reyndi einnig að
rísa upp og segja fáein orð i óráði. Þá spurði hann venju-
lega á þá leið, livort Guðmundur Grímsson Grunnvíkingur
vildi ekki lesa lítinn part úr Kínabúa-sögunni sinni eða
fara með eitt stutt eftirmæli af því það er svo gott veður.
— Villtu ekki dreypa solítið á köldu vatni, Jósep minn?
sagði Ó. Kárason Ljósvikingur.
Löngu seinna reyndi gamli maðurinn að lyfta höfðinu
og sagði:
— Heyrðu Guðmundur minn, ég get tekið til í fjósið
fyrir þig svo þú þurfir ekki að tefja þig frá sjömeistara-
sögunni.
— Hugsaðu heldur til konunnar þinnar og barnanna
þinna sálugu, Jósep minn, heldur en vera að tala um
fjandann hann Gvend, sem aldrei nennti að vinna fyrir
sér né öðrum, sagði fóstran Kamarilla.
En gamla manninum fannst sennilega, að fólk það, er
húsfreyjan nefndi, gæti séð um sig sjálft, — hann var
kominn til lians Guðmundar, og liallaði sér aftur fyrir.
Nokkru seinna var sunnudagur. Jósep gamli hafði
legið lireyfingarlaus í tvo daga, án þess að segja neitt
markvert. Svo tekur fóstran fram postilluna og les
sunnudagslesturinn. f þann tíma sagði Jesús við sína læri-
sveina. Síðan var lesturinn á enda. En þegar lesturinn
var á enda og búið að raula síðasta sálminn, þá gerði
Jósep gamli enn eina tilraun að rísa upp í rúmi sínu. Þá
hafði liann dauðvona svip, forkláraðan og bjartan, þvi
sól annars heims var að rísa yfir hann, tungan, sem und-
21