Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 45
„ávarp til alþjóðar“, þar sem hann sannar, að stjórninni
liafi verið kunnugt um friðsamlegan tilgang verkamann-
anna og því væri þetta ekkert annað en yfirlögð morð.
Ávarpið komst þó aldrei fyrir almenningssjónir og Maxim
Gorki var handtekinn. En þá dundu svo harðskeytt mót-
mæli á stjórninni frá flestum menningarlöndum Evrópu,
að hún sá sér ekki fært að gera honum annað verra en
senda hann í útlegð til Riga og hafa hann þar undir lög-
reglueftirliti.
I október stofnaði Maxim Gorki bolsivikablaðið „Novaja
Shisn“, en Lenin, sem þá kom heim frá útlöndum, tók
brátt við ritstjórninni og 1906 sendi flokkurinn Maxim
Gorki til Ameríku í fyrirlestraleiðangur.
Um þetta leyti var rússneska stjórnin að leitast fyrir
um lán erlendis, því allt var í kalda koli eftir ósigurinn
við Japani.
Maxim Gorki var tekið með kostum og kynjum í út-
löndum, en hann svaraði því með því að skrifa blaðagrein
með fyrirsögninni: Yeitið rússnesku stjórninni ekkert lán.
Samt varð franslea stjórnin til þess að veita lánið og
Maxim Gorki skrifaði þá flugritið „Fagra Frakkland“,
sem kom af stað þvílíkum gauragangi í Frakklandi, að
blaðamenn, prófessorar og stjórnmálamenn kepptust um
að úthúða hinu vanþakkláta skiáldi, sem þeir hefðu gert
svo mikið fyrir, meðan það sat tugthúsað í föðurlandi
sínu. Einn blaðamaður gat þess, til þess að sýna hvilika
fórn hann liefði fært Maxim Gorki, að hann hefði keypt
sig inn á eitt leikrit hans fyrir fimmtíu franka.
Þessu svaraði Maxim Gorki í opnu bréfi og kvaðst ekki
hafa neitt að þakka þeim fyrir af því, sem þeir teldu nú
eftir að hafa gert: „Samkvæmt sannfæringu minni erum
við féndur — ósættandi féndur .... Stjórn Frakldands
og auðmenn þess liafa lánað Nilcolai Romanoff fé til þess
að halda uppi blóðugum aftökum, stéttadómum og alls-
konar dýrslegri kúgun......Þið segið: Við elskum Maxim
Gorki, en ég segi ykkur, herrar mínir, að fyrir heiðarleg-
45