Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 112
-samlegt, hinum skarpskyggnu gagnrýnendum réttarfars-
ins í Rússlandi. Reyndar er hér ekki um að ræða annað
en fyrirbæri, sem einkennir flestöll réttarhöld, hvar sem
er í heiminum: Glæpamaðurinn neitar, meðan hann sér
það fært, en lætur undan síga, þegar sannanirnar berast
að honum. — Hinir ákærðu játa að liafa gert víðtækar
ráðstafanir til að myrða helzlu stjórnmálamenn Sovét-
ríkjanna, þeir játa að liafa átt beina hlutdeild í morðinu
á Kiroff og lagt á ráðin um það, þeir játa að hafa staðið
í sambandi við leynilögreglu þýzkra nazista um að
koma á stjórnarfarslegum glundroða í landinu, allt í
þeim tilgangi að geta siðan hrifsað til sín æðstu völd.
'Getur nokkur sósíalisti játað á sig andstyggilegri glæp?
Maður undrast þá dæmalausu vesalmennsku, sem hlýtur
að hafa einkennt þessa gömlu byltingarmenn, alla sem
einn, ef það skyldi vera rétt, að þeir hefðu látið hafa sig
til að ljúga á sjálfa sig þessum fáheyrðu glæpum. Hafi
þeir haft hreinan skjöld, hvi stóðu þeir þá ekki drengi-
lega fyrir máli sinu, eins og Dimitroff í Leipzig, sein var
þó vissulega ekki í minni háska staddur?
Um þá „sálfræðilegu“ röksemd, að ólíldegt sé að gamlir
holsivíkar og samstarfsmenn Lenins geti hafa sokkið eins
djúpt í svikum við sósíalismann og haldið er fram í á-
kæruskjalinu, er fátt að segja. Djúpt voru þeir sokknir,
hvernig sem á er litið, ef ekki í glæpamennsku, þá í vesal-
mennsku, og hvi skyldi hið fyrra vera ólíklegra en hið
síðara? Allir verða þó að játa, að það var engum heiglum
hent að vera byltingarmaður í keisarans Rússlandi. Auk
þess mætti spyrja: Er það ekki jafn-ólíklegt um Stalin og
hans menn, gamla bolsivíka og samstarfsmenn Lenins, að
þeir hafi sokkið svo djúpt að setja á svið login réttarliöld og
íá þannig saklausa menn dæmda til dauða? Annars tala
þeir stundum mest um Ólaf konung, sein hvorki hafaheyrt
hann né séð, og i þessu máli hafa þeir vitnað mest í Lenin,
sem hvorki vilja sjá eða heyra kenningar hans. Ég á hér
sérstaklega við blaðamann einn hérlendan, sem fyrir
112