Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 183
kunni fyrr né betur að meta t. d. Þórberg Þórðarson og
Halldór Kiljan Laxness, en Sigurður Nordal. Áhrif lians
á bókmenntir síðasta áratugs voru geysilega mikil. Eldd
þóttu þar ráð ráðin, nema liann væri við. Hann átti
um tíma liið erfiðasta hlutverk, að sætta hinar tvær and-
stæður: innilokunar- og opingáltar-stefnuna í menning-
armálum íslendinga. Aðstöðu sinnar vegna, sem forn-
fræðingur, sem verndari menningararfsins, sveigðist
hann um skeið allmikið til innilokunarstefnunnar, eða
gaf postulum hennar óþarflega mikið undir fótinn. Þó
hélt hann alltaf jafnvægi og opnum sjónum fyrir nauð-
syn heilhrigðrar næringar erlendis frá. Andstæður þess-
arra stefna reyndust líka mestar á yfirborðinu, eins og
síðar hefir komið fram, er H. K. Laxness, aðal-angur-
gapi opingáttarstefnunnar, liefir gerzt ötulasti verndari
þjóðernis og frelsis íslendinga, samtímis þvi sem inni-
lokunarpostularnir þegja steinhljóði, þó að vaxandi
hætta sé húin þessum dýrustu verðmætum þjóðarinnar.
Sigurður Nordal kunni sér i þessum efnum hóf og átti
dýpri sýn. En mörgum þætti hann nú geta látið málefn-
in skörulegar til sin taka.
1 rauninni voru það aðeins þessi þrjú atriði, sem ég
að þessu sinni, á fimmtugsafmæli Sigurðar Nordal, vildi
drepa á: hæfileika lians til að kveikja iíf og skilning
í íslenzlca bókmenntasögu, mikilhæfa starfsemi hans fyr-
ir íslenzka menningu út á við, og heilbrigð og djúp álirif
hans á nútímabókmenntir íslendinga. Hvert einstakt at-
riði er mikilvægt, öll til samans eru þau frægt afrek,
sem skipar Sigurði Nordal á bekk með áhrifamestu stór-
mennunum í menningarsögu Islendinga fyrr og síðar.
í vörzlum slikra manna er íslenzkum þjóðararl'i vel horg-
ið. Megi Sigurðar Nordal sem lengst njóta við.
183