Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 217
irnum. Þarf ekki annaö en minna á réttinn til vinnu. En
auk lians veilir hin nýja stjórnarskrá Sovétríkjanna rétt
til hvíldar, rétt til menntunar, jafnrétti karla og kvenna,
jafnrétti allra ríkisborgara af hva'öa kynstofni og þjóðerni
eða hverrar trúarskoðunar, sem þeir eru. Öll þessi rétt-
indi eru ávextir af sigri sósíalismans, hinni friðsamlegu
uppbyggingu, sem hefir þroska mannsins en ekki styrj-
aldir að æðsta takmarki. „Hálf önnur öld er liðin frá þeim
degi, 26. ág. 1789, er franska þjóðþingið samþykkti Mann-
réttindaskrá sína. 1 stjórnmálasögu þessara 150 ára er
ekkert til, sem kemur að þýðingu til jafns við frumvarpið
að liinni nýju stjórnarskrá Ráðstjórnarlýðveldanna“
(Emil Ludwig). Það er liin þroskaða alþýða við fram-
kvæmd sósíalismans, er skapar sér með hinni nýju stjórn-
arskrá frjálst umhverfi, heilbrigt samfélag til að lifa og
slarfa í.
Sjálf myndun þessa samfélags felur í sér nýtt menning-
arstig. Hin mikla, langþráða ósk mannkynsins hefir verið
sú, að því auðnaðist að ná þvi valdi yfir lögmálum nátt-
úrunnar og sins eigin samfélags, að það gæti útrýmt böli
fátæktarinnar, skapað hverjum einstakling sama rétt til
lífsins, atvinnuleg og menningarleg skilyrði til að njóta
og ná æ fullkomnari þroska. Þessi mikla ósk er nú að
rætast í Sovétríkjunum: tákn þess er hin nýja stjórnar-
skrá.
Um leið og sjálf myndun sósíalismans felur í sér nýtt
menningarstig, veitir liann síbatnandi skilyrði til allrar
andlegrar starfsemi. í öllum greinum fleygir henni hið
örasta fram, á hverju sviði mannlegrar þekkingar, í vís-
indum, bókmenntum og listum. Einmitt hið fyrsta, sem
menn hljóta að veita alhygli, er það hvað umfangsmikil
og alhliða menningarstarfsemin er i Sovétrikjunum, og í
öðru lagi, hvað allur almenningur hefir mikinn áliuga
fyrir lienni og hefir gert liana að sinni eign. öll vísinda-
síarfsemi, ekki einungis hagnýt heldur fræðileg, er korn-
217