Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 233
fram í alþjóðlegum samtökum hinna frjálslyndu
krafta.
Eldmóður, bjartsýni og kraftur hinnar nýju menning-
arhreyfingar í heiminum liefir hvergi speglazt jafn skýrt
og í hinni stórkostlegu hugmynd um samningu alþjóð-
legs alfræðirits um menningu og menningarsögu. Þessi
hugmynd var horin fram á 2. þingi Alþjóðafélags rit-
höfunda til verndar menningunni, er liáð var í London
í júní í sumar.
Samkvæmt þessari liugmynd ætlar Alþjóðafélagið sér
hvorki meira né minna en færast það í fang, að semja
og fá gefið út alfræðirit, sem grípur um öll þekkingar-
svið nútímans, með rannsókn og nýju mati á menning-
ararfi kynslóðanna. Þetta stórkostlega fyrirtæki, sem
félagið hefir ákveðið að ráðast í, er ljósast vitni þess,
að hin nýja menningarhreyfing, sem styðst fyrst og
fremst við samfylkingu allra róttækra og fjálslyndra
afla, álítur sig þar til kjörna að taka við lilutverki
menningarinnar í heiminum, hjarga arfi hennar frá fas-
ismanum og leggja grundvöllinn að menningu framtíð-
arinnar. Það er óþarfi að taka það fram, að þeir full-
trúanna á rithöfundaþinginu, sem fylgdu þessari hug-
mynd af heitustum krafti og mestri bjartsýni, voru frá
Ráðstjórnarlýðveldunum, og samfylkingarlöndunum,
Frakklandi og Spáni, einmitt þeir fulltrúarnir, sem horn-
ir voru uppi af hæstu öldu menningarinnar og fundu
kraft alþýðuhreyf ingarinn ar á bak við fyrirætlanir
sínar.
Annað alþjóðlegt rithöfundaþing var ennfremur háð
á þessu ári, þing Pen-félagsins, í Buenos Aires. Innan
þessa félags eru rithöfundar af öllum skoðunum. Hin
afturhaldssömu öfl hafa verið þar mjög ráðandi. Af
skrifum þess fulltrúans, sem íslendingar áttu á þing-
inu, H. K. Laxness, er mönnum kunnugt um þá bar-
áttu, sem þar var háð milli róttækra og afturhalds-
samra afla, ennfremur um úrslit þeirrar baráttu. En
233