Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 17
orð sem liann grípur á lofti, gefur honum lilefni til hug-
leiðinga, margt sem liann liefði aldrei skeytt um heil-
hrigður, vekur áhuga hans og veldur lionum heilabrota,
hann lilerar eftir öllum tíðindum, svona liungruð er
skynjun hans, vitund hans svona þurfandi innihalds.
Þetta voru hinir rúmhelgu dagar sálarinnar. Magnina
bifaðist silalega um pallinn mikinn liluta dags, og á kvöld-
in, þegar fór að skyggja, þá var eins og myrkrið byrjaði
í kring um hana og breiddist siðan út frá henni smátt
og smátt. Hún talaði ekki við liann, en liann horfði á
haná bifast, eða vera kyrra, og fann lykt liennar. Hún var
oft með tóvinnu í höndunum, aldrei neitt beinlínis gróft,
af þvi liún var heimasæta, og aldrei neitt fínt heldur, þótt
hún væri heimasæta, og hann reyndi oft að horfa fram-
an í hana, en það var aldrei gleði i andliti liennar, og ekki
sorg heldur; það var körg amasemi, oft með lítillegu tauti,
síðan blés hún svolítið frá sér, síðan saug hún dálítið upp
i nefið. Það var eins og liún væri ýmist að sjúga til sín
eða blása fná sér sinni eigin lykt. Ef hann yrti á hana að
fyrra bragði, þá mundi hún skilja það svo sem lionum
væri batnað. Hann yrti ekki á hana.
Sumarið fór í hönd og allir úti, nema fóstra hans,
hún eldaði og kom sjaldan upp á loftið, nema til að
fleygja sér stundarkorn um hádegisbilið. Hásumardag-
arnir voru mjög kyrrir. Hann heyrði óm af kvaki sumar-
ins gegn um lokaða glugga, það var ekki hægt að opna
glugga. En ef hann var alveg öruggur, reyndi liann þrátt
fyrir óbærilegar þjáningar, að læðast fram úr rúminu,
út að glugganum, liann horfði út á lygnan fjörðinn, á f jall-
ið hinumegin speglast í firðinum. Það stirndi á hvíta vængi
fuglsins yfir Ljósuvík, það voru kríuhópar. Hann undr-
aðist hvað líf liásumarsins var kyrlátt og upphafið, hve
hreyfingar þess voru tignar og stilltar. Honum fannst að
þannig, eins og hásumarið, mundi eilíf sæla hljóta að vera,
ef hún væri til. Svo var sumarið liðið. Kvöldin voru aft-
ur orðin dimm.
17