Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 131
Á hlaðinu á Naustum var haldið uppboð á ýmiskonar
húslóð, reiðtygjum, reipum og amboðum, ýmiskonar verk-
færum, ilátum stærri og smærri, tveimur fornfálegum
kistum, yfirleitt öllu því, sem ekki má vanta í sveit, en
þarflaust er i kaupstað. Margt af þessu var gamalt. Á þess-
um bæ höfðu búið i röð fjórir ættliðir og húsfreyjan reyndi
alltaf að halda vel við því, sem hún erfði úr gamla búinu,
nú varð að losa sig við allt, sem mögulega mátti án vera,
það gat ekki mikið komizt fyrir í einni stofukytru. Líka
var boðið upp far og veiðarfæri og lítið eitt af trjávið.
Skepnurnar voru ekki margar, þeim átti að farga að
liausti eða selja utan uppboðs. — Þetta var ákaflega litil-
fjörlegt uppboð, og ekki aðrir komnir en hreppstjóri sveit-
arinnar og f jórir rosknir bændur úr nágrenninu. Kalsinn
i veðrinu gerði líka sitt til að setja ömurlegan blæ á þenn-
an litla hóp.
En inni ráfaði Rannveig húsfreyja eirðarlaus milli eld-
hússins og stofunnar, þar sem sonur hennar lá veikur.
Hamarshögg hreppstjórans gáfu henni engin grið. Það var
skrítin venja að slá með hamri, þegar boðið var upp, þó
var hitt einkennilegra, að liún var oft búin að lieyra þessi
högg í huganum og það hafði haldið fyrir henni vöku,
nú heyrði hún þau i raun og veru. Hún liafði setið inni
með prjónana sína dálitla stund, en allt í einu rauk hún
upp úr sætinu og fleygði prjónunum frá sér. Kaffivatnið
var liklega farið að sjóða, og hún varð þó að vera sú mann-
eskja að renna á handa gestunum.
„Máttu ekki vera lengur inni, mamma?“ Hún gekk að
rúminu, þessi hálfþrítugi drengur hafði legið rúmfastur
öðru hvoru í hálft annað ár. Hann lá á bakið, fölur og
þreytulegur, grár költur svaf við fætur hans, við liöfða-
lagið lágu á víð og dreif noklcur hefti af „Samtíðinni“, sem
hann var búinn að marglesa. Lífsleiðinn var ömurlega fast
mótaður í ungt andlit hans.
„Kannske við hefðum haft nóga peninga núna. Ef þú
hefðir lofað mér að grafa i fornmannahauginn, þá hefð-
131