Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 197
ar, þegar maður er langt í burtu. Ég hugsaði stundum:
En hvað stjörnurnar liljóta að elska jörðina, að verða
að þrá hana úr svona langri fjarlægð.
Á þessum kvöldum trúði ég því óhugsanlega. Mér
fannst, að ef ég hara fengi að koma heim og fengi að
segja það, sem ég vissi, þá mundi allt verða gott. Því
að heima var jörðin svo góð, og sólin og brosið í aug-
um mannanna; mér fannst að fyrir alla, næstum því
alla, hlyti réttlæti og bræðralag að vera léttir. Svo kom
ég heim og skrifaði um þetta.
Fangelsi.
Ég skrifaði aftur um það.
Aftur fangelsi.
Nú veit ég það: Það eru aðeins tvö öfl til í heimin-
um: Fangaverðirnir og fangar þeirra. Milli þeirra verð-
ur stríðið að standa.
Pierre: Já!
Delescluze: F'angaverðirnir, það eru hinir voldugu i
heiminum: böðlarnir frá Versölum, og hjálparmenn
þeirra, sem eru ennþá hræðilegri: þeir andvaralausu.
Og fangarnir? Það eru allar milljónirnar í heiminum,
sem eru færðar í fjötra skorts og niðurlægingar. Ein-
stöku sinnum er þeim sleppt út úr verksmiðjunum frá
vinnunni, svo að hægt sé að flytja þá inn í nýtt fang-
elsi: stríðið.
En það er meira, það er sjálfur maðurinn, sjálfsvirð-
ing hans og manngildi, sem er lilekkjað niður. Frá því
að við erum hörn, er haldið að okkur kenningunni um
eymd mannlegs eðlis; okkur er fluttur sá boðskapur, að
ágirndin sé hinn göfugasti eiginleiki; og hægt og hægt
er veggjum fangelsisins hlaðið utan um manninn.
Og langt, langt í hurtu héðan hefir réttlætið verið lok-
að inni; það fangelsi er kallað himininn, og þúsund
fangaverðir í svörtum hempum vaka yfir því, að rétt-
lætið sleppi ekki út. Já, sjálfur guð er í fangelsi. En
þann dag, sem við frelsum sjálfa okkur, skulum við líka
197