Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 210
ekki að þurfa annað en minna á hinar trylltu ræður for-
ingjanna.
Öll útbreiðslutækni fasismans miðar að sama tilgangi:
hernaði. Öllum ráðum liugvitsseminnar er til þess beitt,
að vekja stríðstrylling og sá hatri til annarra þjóða. Eitt
ráðið er það að lialda sýningar á hernaðarritum. Ein slik
sýning var í Berlín í vetur er leið. Hún bar heitið: „Þýzk
hervörn í ljósi þýzkra bókmennta“ og var til hennar
stofnað af prússneska ríkisbókasafninu í Berlín. Þar var
allt dregið fram, er til hernaðar gat æst, og viðhafðar
ófyrirleitnustu sögulegar falsanir, er náðu hámarki sínu
með því að stilla þar út verki eftir Beethoven!
Auk þessa aðaltilgangs „menningar“-starfseminnar, eru
ýmsir aðrir glæsilegir þættir, svo sem blind foringjadýrk-
un, er gripur beint inn á svið trúmálanna, þannig að
prestar og sálmaskáld umhverfa anda kristindómsins og
snúa Faðirvorinu upp á Hitler, ýmist af glæpamennsku eða
hræðslu við ofsóknir. Annað er dýrkunin á hungri og þján-
ingu hjá postulum og skriffinnum fasismans. Hungrið er
svo að segja gert að takmarki lífsins, þar eð það, líkt og
striðið, veki það göfugasta hjá manninum: fórnfýsina. Og
ennfremur er fundin upp einskonar háspeki pyntinganna:
þjáningin útlögð sem skilyrði til að öðlast æðstu reynslu,
innsæis- og skyggnigáfur. Það er menningarsnauð vera,
sem ekki fyllist viðbjóði og hryllingi við það að kynna sér
hókmenntir fasismans.
En hverjir fást til slíkrar „menningar“-starfsemi?
Hverjir skrifa bækur fyrir fasistana? Hverjir lesa þessar
bókmenntir? Það má geta nærri, hvort erfiðara sé að fá
menn til að lofsyngja pyntingar i skáldskap, en fram-
kvæma þær í verki. Fjöldi fasista virðist hafa nautn af
hvorttveggja. Og með ofbeldinu má komast langt, lika i
þvi að fá fólk til að lesa óþverra. En tekið skal samt fram,
að í fasistalöndunum hrynur niður lesendatala, aðsókn að
leikhúsum og kvikmyndahúsum stórminnkar, svo að til
210