Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 108
sér vegna veikinda, elli eða örkumla, er ekki séð fyrir
í'ullkomnum lífeyri.
En það, sem er í eðli sínu algerlega nýtt og veldur því,
að þessi stjórnarskrá markar sannkölluð tímamót í þjóð-
félagssögu mannkynsins, er sú staðreynd, að ekki er látið
nægja að lýsa yfir þessum mannréttindum.Þaðhefirkom-
ið í ljós í löndum hins borgaralega lýðræðis, að þessi rétt-
indi eru alþýðu manna stundum liarðla lítils virði, þrátt
íyrir yfirlýsingar stjórnarskrárinnar. Hin nýja stjórnar-
skrá Sovétríkjanna tryggir það jafnframt,að þessi réttindi
geti í raun og veru komið hinni starfandi alþýðu að gagni,
með þvi að fá henni og samtökum liennar í hendur prent-
sxniðjur, pappírsbirgðir, opinberar hyggingar, götur, sam-
göngutæki, skóla, hvildarheimili og önnur efnaleg skil-
yrði þess, að þeirra verði notið. (Það er vert að taka fram,
að þessi stjórnarskrá táknar í rauninni ekkert stökk
í stjórnarfarsþróun Sovétríkjanna, heldur staðfestir
hún réttindi, sem áður voru til í aðalatriðum og
hafa verið að skapast smám saman á undanförnum
árum).
Ég held, að allir, sem kynna sér þessa stjórnarskrá,
hljóti að vera samdóma um, að hún boðar liið fullkomn-
asta lýðræði, sem enn hefir þekkzt. Ég verð því, til þess
að komast lijá að nota orðið vísvitandi fölsun, að telja
það í hæsta máta óviðeigandi, þegar þýðandinn í útlegg-
ingu sinni viðhefir orðtakið „einræði til vinstri“ um það
stjórnskipulag, sem lögfest er með henni. Sá maður, sem
notaði til dæmis um núverandi stjórnskipulag íslands
jafn-óvísindalegt orð og einræði, myndi auðvitað gera sig
að almennu athlægi. En um það stjórnskipulag, sem lög-
fest er með hinni nýju rússnesku stjórnarskrá og hefir
inni að halda stórum meira lýðræði, geta jafnvel greindir
og gegnir menn leyft sér að viðhafa þetta sama orð og gert
sér vonir um að verða teknir alvarlega, vegna ókunnug-
leika lesendanna, sem fyrir tilstilli Morgunblaðsins og því
miður stundum líka Alþýðublaðsins liafa margir liverjir
.108