Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 10

Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 10
 17. október 2009 LAUGARDAGUR Ráðstefna um foreldra orlof – umönnunarstefnu o g stöðu kynjanna á Norðurlöndum Hótel Sögu, Reykjavík , 22. október 2009. Kunnir norrænir fræði menn gera grein fyrir rannsóknum sínum og skýra frá stefnumö rkun stjórnvalda. Aða lfyrirlesari er Dr. Janet Gornick, pró fessor í stjórnmála – o g félagsfræði við City University í New Y ork. Á ráðstefnunni verður kynnt samanburðarra nnsókn á fæðingar- og foreldrao rlofi á Norðurlöndunu m. Í rannsókninni er m.a. leitað svara vi ð því hvernig orlofsré ttur er nýttur og áhrif þess á heilsu, sa mband foreldra og ba rna og stöðu kynja á vinnumarkaði. Ráðstefnan er endurg jaldslaus og kjörinn v ettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræ ðimenn, stjórnmálam enn og alla þá sem vilja fræðast um umönnunarstefnu og stöðu kynjanna á Norðurlöndunum. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum op in. Skráning og dagskrá á http://formennska2 009.jafnretti.is AR G H 1 0/ 20 09 Hvað er best fyrir börnin? Félags- og tryggingamálaráðuneytðNordisk Ministerråd Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík LAGERSALA 2 dagar eftir K ra kk a úl pu r 3. 00 0 kr . Fu llo rð in s flí s 4. 00 0 - 5 .5 00 k r. Ú ti ga lla r 7. 00 0 kr . Fu llo rð in s bu xu r 2. 00 0 kr . H úf ur 50 0 - 1 .0 00 k r. K ra kk a flí s 1. 00 0 - 3 .0 00 k r. K ra kk a bu xu r 50 0 kr . LAGERSALA Opnunartímar Lau (17.10.): 11-16 Sun (18.10.): 12-16 SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, ætlar ekki að taka þátt í ríkisstjórnarsam- starfi með Robert Mugabe forseta meðan Roy Bennett, einn helsti ráð- gjafi hans, sætir ofsóknum. „Við erum ekki að yfirgefa stjórn- ina í reynd,“ segir Tsvangirai, en segir að hvorki hann né aðrir ráð- herrar úr flokki hans, Lýðræðis- hreyfingunni, muni sækja ríkis- stjórnarfundi eða taka þátt í öðru stjórnarsamstarfi með ZANU-PF, flokki Mugabe. Bennett hefur verið ákærður fyrir að hafa tekið þátt í tilraun- um Lýðræðishreyfingarinnar til að steypa Robert Mugabe af stóli með valdi eftir forsetakosningarnar á síðasta ári. Tsvangirai lítur á þetta sem hreinar ofsóknir, enda hafi ásakan- ir á hendur þeim um að hafa ætlað að steypa Mugabe af stóli með valdi löngu verið afsannaðar. „Það er ekki verið að sækja Ben- nett til saka, það er verið að ofsækja hann,“ segir Tsvangirai. Bæði Evr- ópusambandið og Bandaríkin hafa lýst áhyggjum af fangelsun Ben- netts, og sagt hana merki um valda- misnotkun og vanburða réttarríki. Viðbrögð Tsvangirais nú þykja staðfesta langvarandi óánægju hans í stjórnarsamstarfinu með ZANU- PF. Á hinn bóginn hefur hann hvað eftir annað sagt að stjórnarsam- starfið með Mugabe sé eina leiðin til að tryggja framtíð landsins, og staðfestir þá afstöðu sína með því að vilja ekki segja sig alfarið úr stjórn- inni. Tsvangirai og Mugabe mynduðu samsteypustjórn í febrúar eftir harðar deilur út af forsetakosning- um, sem þeir báðir sögðust hafa sigrað í. Niðurstaðan varð sú að Tsvangirai yrði forsætisráðherra en Mugabe áfram forseti. Réttarhöld yfir Bennett eiga að hefjast á mánudag. Tsvangirai hafði valið Bennett til að vera aðstoðar- landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn sinni, en daginn sem stjórnin átti að taka við völdum var Bennett hand- tekinn. Hann var þó fljótlega látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu, en var hnepptur á ný í fangelsi nú í vik- unni. gudsteinn@frettabladid.is Dregur sig út úr stjórninni Stjórnarsamstarf Tsvangirai og Mugabe er í upp- námi. Tsvangirai forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í stjórninni fyrr en lausn finnst á deilu. MORGAN TSVANGIRAI Segir réttarhöld á hendur samstarfsmanni sínum ekkert annað en ofsóknir. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Níels S. Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, baðst á fimmtudag afsökunar á ummælum sínum um veitingarekstur á Reykjanesi. Níels hafði í blaði Matvæla- og veitingafélagsins í grein um siðferði í atvinnurekstri sagt að svo virt- ist sem engin lög giltu á Reykjanesi. Níels viðhafði síðan svipuð ummæli um veitingamenn á Reykjanesi í Fréttablaðinu á þriðjudag og miðvikudag. Á fimmtudag átti Níels fund með veitingamönnum á Reykjanesi. „Menn töluðu hreinskilnislega saman. Þetta hefur verið eins og hvert annað slys því það nær ekki nokkurri átt að segja að það sé leitun að heiðar- legum fyrirtækjum á Reykjanesi – það er alveg galið,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna segir veitingmenn búast við yfirlýsingu frá Matvís eftir þennan fund. „Ég á að von á því að það muni heyrast eitthvað frá Matvís í kjölfarið því það kom fram á fundinum að Matvís heldur því langt í frá fram að obbinn af fyrirtækjum á Reykjanesi sé ekki heiðarlegur,“ segir hún. Níels kvaðst í gær vera að vinna að því að senda eitthvað frá sér um málið en að það væri ekki tilbúið. - gar Formaður Matvís dró í land ummæli um svarta atvinnustarfsemi á Reykjanesi: Bað veitingamenn afsökunar MATVÍS Formaður Matvæla- og veit- ingafélags Íslands skrifaði grein um siðferði í atvinnulíf- inu í blað félagsins. ÁSTRALÍA, AP Lögreglan í Ástral- íu segir það ganga kraftaverki næst að sex mánaða barn hafi sloppið að mestu ómeitt þegar það varð fyrir járnbrautarlest í bænum Ashburton. Barnið var í barnavagni sem rann út á lestarteinana þegar móðirin leit af því stundarkorn. Barnavagninn barst með lest- inni 40 metra vegalengd áður en lestin stöðvaðist. Atvikið má sjá á myndbandi sem barst víða um netið í gær. - gb Barnavagn fyrir lest: Barnið slapp að mestu ómeitt Kannabis í miðborginni Áttatíu grömm af marijúana fundust við húsleit í miðborginni í fyrrakvöld. Var efnið ætlað til sölu. Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.