Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 10
 17. október 2009 LAUGARDAGUR Ráðstefna um foreldra orlof – umönnunarstefnu o g stöðu kynjanna á Norðurlöndum Hótel Sögu, Reykjavík , 22. október 2009. Kunnir norrænir fræði menn gera grein fyrir rannsóknum sínum og skýra frá stefnumö rkun stjórnvalda. Aða lfyrirlesari er Dr. Janet Gornick, pró fessor í stjórnmála – o g félagsfræði við City University í New Y ork. Á ráðstefnunni verður kynnt samanburðarra nnsókn á fæðingar- og foreldrao rlofi á Norðurlöndunu m. Í rannsókninni er m.a. leitað svara vi ð því hvernig orlofsré ttur er nýttur og áhrif þess á heilsu, sa mband foreldra og ba rna og stöðu kynja á vinnumarkaði. Ráðstefnan er endurg jaldslaus og kjörinn v ettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræ ðimenn, stjórnmálam enn og alla þá sem vilja fræðast um umönnunarstefnu og stöðu kynjanna á Norðurlöndunum. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum op in. Skráning og dagskrá á http://formennska2 009.jafnretti.is AR G H 1 0/ 20 09 Hvað er best fyrir börnin? Félags- og tryggingamálaráðuneytðNordisk Ministerråd Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík LAGERSALA 2 dagar eftir K ra kk a úl pu r 3. 00 0 kr . Fu llo rð in s flí s 4. 00 0 - 5 .5 00 k r. Ú ti ga lla r 7. 00 0 kr . Fu llo rð in s bu xu r 2. 00 0 kr . H úf ur 50 0 - 1 .0 00 k r. K ra kk a flí s 1. 00 0 - 3 .0 00 k r. K ra kk a bu xu r 50 0 kr . LAGERSALA Opnunartímar Lau (17.10.): 11-16 Sun (18.10.): 12-16 SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, ætlar ekki að taka þátt í ríkisstjórnarsam- starfi með Robert Mugabe forseta meðan Roy Bennett, einn helsti ráð- gjafi hans, sætir ofsóknum. „Við erum ekki að yfirgefa stjórn- ina í reynd,“ segir Tsvangirai, en segir að hvorki hann né aðrir ráð- herrar úr flokki hans, Lýðræðis- hreyfingunni, muni sækja ríkis- stjórnarfundi eða taka þátt í öðru stjórnarsamstarfi með ZANU-PF, flokki Mugabe. Bennett hefur verið ákærður fyrir að hafa tekið þátt í tilraun- um Lýðræðishreyfingarinnar til að steypa Robert Mugabe af stóli með valdi eftir forsetakosningarnar á síðasta ári. Tsvangirai lítur á þetta sem hreinar ofsóknir, enda hafi ásakan- ir á hendur þeim um að hafa ætlað að steypa Mugabe af stóli með valdi löngu verið afsannaðar. „Það er ekki verið að sækja Ben- nett til saka, það er verið að ofsækja hann,“ segir Tsvangirai. Bæði Evr- ópusambandið og Bandaríkin hafa lýst áhyggjum af fangelsun Ben- netts, og sagt hana merki um valda- misnotkun og vanburða réttarríki. Viðbrögð Tsvangirais nú þykja staðfesta langvarandi óánægju hans í stjórnarsamstarfinu með ZANU- PF. Á hinn bóginn hefur hann hvað eftir annað sagt að stjórnarsam- starfið með Mugabe sé eina leiðin til að tryggja framtíð landsins, og staðfestir þá afstöðu sína með því að vilja ekki segja sig alfarið úr stjórn- inni. Tsvangirai og Mugabe mynduðu samsteypustjórn í febrúar eftir harðar deilur út af forsetakosning- um, sem þeir báðir sögðust hafa sigrað í. Niðurstaðan varð sú að Tsvangirai yrði forsætisráðherra en Mugabe áfram forseti. Réttarhöld yfir Bennett eiga að hefjast á mánudag. Tsvangirai hafði valið Bennett til að vera aðstoðar- landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn sinni, en daginn sem stjórnin átti að taka við völdum var Bennett hand- tekinn. Hann var þó fljótlega látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu, en var hnepptur á ný í fangelsi nú í vik- unni. gudsteinn@frettabladid.is Dregur sig út úr stjórninni Stjórnarsamstarf Tsvangirai og Mugabe er í upp- námi. Tsvangirai forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í stjórninni fyrr en lausn finnst á deilu. MORGAN TSVANGIRAI Segir réttarhöld á hendur samstarfsmanni sínum ekkert annað en ofsóknir. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Níels S. Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, baðst á fimmtudag afsökunar á ummælum sínum um veitingarekstur á Reykjanesi. Níels hafði í blaði Matvæla- og veitingafélagsins í grein um siðferði í atvinnurekstri sagt að svo virt- ist sem engin lög giltu á Reykjanesi. Níels viðhafði síðan svipuð ummæli um veitingamenn á Reykjanesi í Fréttablaðinu á þriðjudag og miðvikudag. Á fimmtudag átti Níels fund með veitingamönnum á Reykjanesi. „Menn töluðu hreinskilnislega saman. Þetta hefur verið eins og hvert annað slys því það nær ekki nokkurri átt að segja að það sé leitun að heiðar- legum fyrirtækjum á Reykjanesi – það er alveg galið,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna segir veitingmenn búast við yfirlýsingu frá Matvís eftir þennan fund. „Ég á að von á því að það muni heyrast eitthvað frá Matvís í kjölfarið því það kom fram á fundinum að Matvís heldur því langt í frá fram að obbinn af fyrirtækjum á Reykjanesi sé ekki heiðarlegur,“ segir hún. Níels kvaðst í gær vera að vinna að því að senda eitthvað frá sér um málið en að það væri ekki tilbúið. - gar Formaður Matvís dró í land ummæli um svarta atvinnustarfsemi á Reykjanesi: Bað veitingamenn afsökunar MATVÍS Formaður Matvæla- og veit- ingafélags Íslands skrifaði grein um siðferði í atvinnulíf- inu í blað félagsins. ÁSTRALÍA, AP Lögreglan í Ástral- íu segir það ganga kraftaverki næst að sex mánaða barn hafi sloppið að mestu ómeitt þegar það varð fyrir járnbrautarlest í bænum Ashburton. Barnið var í barnavagni sem rann út á lestarteinana þegar móðirin leit af því stundarkorn. Barnavagninn barst með lest- inni 40 metra vegalengd áður en lestin stöðvaðist. Atvikið má sjá á myndbandi sem barst víða um netið í gær. - gb Barnavagn fyrir lest: Barnið slapp að mestu ómeitt Kannabis í miðborginni Áttatíu grömm af marijúana fundust við húsleit í miðborginni í fyrrakvöld. Var efnið ætlað til sölu. Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. LÖGREGLUFRÉTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.