Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 41

Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 41
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 VINJETTUHÁTÍÐ verður haldin í Hafnarfirði í dag. Miðstöð símenntunnar í samvinnu við Skólaskrifstofu og Tónkvísl standa fyrir hátíðinni sem fram fer í Tónkvísl, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar við Skólabraut frá 14 til 16. Meðal upplesara eru Ármann Reynisson og Sr. Gunnþór Ingason. „Ég hef lengi reynt að kynna ýmiss konar atriði úr vísind- um fyrir almenningi enda hefur mér stundum sviðið hvað vís- indin hafa einkennilega mynd í augum margra. Við erum taldir hálf skrítnir sem stundum þessi fræði,“ segir Ari Ólafsson til- raunaeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hann stendur fyrir skemmtilegri uppákomu á sunnu- daginn í tengslum við sýninguna Blik á Kjarvalsstöðum. Þar mun hann leiða listsmiðju um ljósfræði og pendúla. „Þar sýni ég rólu sem skráir niður hreyfingarmynst- ur sitt, eða teiknar með öðrum orðum. Þetta hef ég sýnt á nokkr- um stöðum og meðal annars farið með til útlanda og það vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari og tekur fram að sérstaklega verði börnin heilluð að sjá að svona kunnugleg- ur hlutur eins og róla geti þetta. „Myndunum er hægt að breyta með því að stilla róluna á mismun- andi hátt og úr verða hin mestu listaverk,“ útskýrir Ari. Hann verður einnig með annað skylt fyrirbæri sem er tvíbrot í lím- bandi. „Með því að nota skautun- arsíur get ég framkallað heil mikla litadýrð í límbandi,“ upplýsir Ari. „Þetta er sennilega eiginleiki sem framleiðandinn veit ekkert af en er mjög skemmtilegur,“ bætir hann glettinn við. Listasmiðjan á Kjarvalsstöð- um hefst klukkan 14 og stendur fram eftir degi. Þangað geta allir áhugasamir komið og fylgst með listrænu rólunni teikna mynd- ir og uppgötvað leyndardóma límbandsins. „Fólk getur einnig verið með puttana í þessu sjálft og teiknað sína eigin mynd með rólunni,“ segir Ari. Hann hefur sjálfur heillast af myndum ról- unnar og hefur hengt slíka mynd upp á vegg hjá sér. Fyrir utan listsmiðjuna geta gestir Kjarvalsstaða einnig skoð- að sýninguna Blik. Þar eru sýnd verk eftir kunna, íslenska lista- menn sem beita sjónhverfingum og blekkingum í verkum sínum. solveig@frettabladid.is Listræn róla og leyndar- dómar límbandsins Ari Ólafsson tilraunaeðlisfræðingur leiðir listsmiðju um ljósfræði og pendúla á sunnudaginn í tengslum við sýninguna Blik á Kjarvalsstöðum. Hann lofar góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Róla er í raun tveggja tóna pendúll sem býr yfir skemmtilegu hreyfimynstri. Ef penni er festur við hana kemur í ljós að hægt er að myndgera þessa hreyfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 5670300

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.