Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 74

Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 74
 17. október 2009 LAUGARDAGUR Eyþór Árnason hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 15. janúar 2010. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar, Ingólfsnausti - Vesturgötu 1, 101 Reykjavík, menning@reykjavik.is Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 17. október 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Söngkonan Liv Skrudland og sellóleikarinn Karin Nielsen flytja norsk og íslensk lög á tónleikum í Gljúfrastein, húsi skáldsins í Mosfellsdal. 20.30 Skúli Sverris- son bassaleikari verður með tónleika í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu 15. 22.00 Hvanndals- bræður verða á Kaffi Rósenberg við Klapp- arstíg. ➜ Opnanir 15.00 Í Galleríi Fold við Rauðarárstíg 12-14 opna tvær sýningar. Hús: Heimili: Ljósmyndasýning Lilju Krisjánsdóttir og Ingunnar Jónsdóttur. Hafmeyjan: sýning á verkum Nínu Sæmundsson. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16. 16.00 Valgarður Gunnarsson opnar sýningu í Studio Stafni við Ingólfsstræti 6. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17. 17.00 Gjörningaklúbburinn opnar sýninguna „Svartir svanir“ í Kling & Bang galleríi við Hverfisgötu 42. Opið fim.-sun. kl. 14-18. 15.00 Tíu listamenn opna sýninguna „Fokhelt“ í tveimur samliggjandi fok- heldum raðhúsum að Breiðakri 17-19 í Garðabæ. Opið sun. kl. 12-16. Nánari upplýsingar á www.this.is/fokhelt. ➜ Dansleikir Papar verða með dansleik í félagsheim- ilinu Miðgarði í Skagafirði. Sérstakur gestur verður Gylfi Ægisson. Von og Sigga Beinteins verða á Skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Sýningar Danski myndlistarmaðurinn John Krogh hefur dvalið á Gullkistunni að Bjarkar- braut 6 á Laugarvatni. Hann verður með opna vinnustofu þar í dag kl. 14-16. Allir velkomnir. ➜ Markaðir Íbúasamtökin Betra Breiðholt standa fyrir markaði í göngugötunni í verslunar- kjarnanum Mjóddinni, milli kl. 11 og 14 í dag. Íslenskir fatahönnuðir selja vörur sínar í Veltusundi 1 (í kjallaranum fyrir neðan Einar Ben). Opið lau. og sun. kl 11-21. Aðeins þessa helgi. ➜ Kvikmyndir 16.00 Kvikmyndasafnið sýnir kvik- mynd leikstjórans Frank Beyer „Spur der Steine“ (1966), í Bæjarbíói við Strand- götu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Dagskrá 14.00 Vinjettuhátíð, dagskrá með upplestri og tónlist, verður haldin í saln- um Tónkvísl við hliðina á gamla Lækjar- skóla í Hafnarfirði. Meðal þeirra sem fram koma eru Ármann Reynisson, Ingibjörg Einarsdóttir, sigurvegarar úr „Stóru upplestrarkeppninni“, Hjörleif- ur Valsson og Þórður Marteinsson. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Leikrit 15.00 Svanlaug Jóhannsdóttir flytur einsöng-leikinn „Hvað er bak við ystu sjónarrönd...“ í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15. Flutningur fer fram á ensku. Nánari upplýsingar á www. thjodmenning.is. ➜ Listamannaspjall 14.00 listakonurnar Julia Staples og Lana Vogestad taka á móti gestum og leiða um sýningu sýna „No Man‘s Land“ í Lost Horse Gallery við Vitastíg 9a. Tónlistaratriði verða í tengslum við Airwaves-hátíðina og boðið upp á ís. Sunnudagur 18. október 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Erla Björg Káradóttir sópran og Jón Ólafur Sigurðsson organisti halda tónleika í Hjallakirkju við Álfaheiði í Kópavogi. Á efnisskránni verða verk eftir J.S. Bach, D. Buxtehude, F. Mendelssohn og J. Clarke. Aðgangur er ókeypis. ➜ Heimildarmyndir 13.30 Sérstök styrktarsýning verður í Háksólabíói við Hagatorg á heimildar- mynd Birtu Fróðadóttur „Rajeev Revis- ited“. Aðgangseyrir mun renna óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar. ➜ Sýningar Brúðkaupssýning verður haldin í Lionssalnum Lundi að Auðbrekku 25-27 kl. 13-17. Nánari upplýsingar á www. salur.is. ➜ Dansleikir Danleikur Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni verður haldinn að Stangarhyl 4 kl. 20-23.30. Borgartríó leikur fyrir dansi. ➜ Dagskrá 14.00 Í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi (Gerðubergi 3-5) verður flutt dagskrá í tilefni af opnun sýningar um skáldkonuna Höllu Eyjólfsdóttur. ➜ Leiðsögn 15.00 Ólöf K. Sigurðardóttir verður með leiðsögn um sýninguna „Lífróður - föðurland vort hálft er hafið“ sem nú stendur yfir í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. 15.00 Goddur verður með leiðsögn um sýninguna „Aftur heim til Írlands“ sem nú stendur yfir í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Hinn 10. þessa mánaðar var opnuð sýning á verkum tveggja myndlistar- manna í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu – Miðbakkamegin. Þeir koma báðir að austan í tvenn- um skilningi. Richard Valtingojer er fæddur í Bolzano undir Brenner- skarði 1935. Hann stundaði nám í Graz og Vín og á áttunda áratugnum hjá Paul Weber í Þýskalandi. Hann hefur haldið einkasýningar víða um lönd en hefur um árabil verið búsettur á Stöðvarfirði. Hann sýnir nú grafíkverk sem mörg sækja efni sitt á ströndina. Zdenek Patak er fæddur í Prag 1979. Hann er menntaður grafísk- ur hönnuður í Prag og Reykjavík, en hann fluttist hingað til lands 2007. Hann býr líka á Stöðvarfirði og sýnir hér stórar teikningar sem endurspegla návist stórra fjalla þar austur frá sem hann segir hafa gotn eskt yfirbragð. Sýning þeirra félaga verður opin frá fimmtudegi til sunnudags í sal Íslenskrar grafíkur til 1. nóvem- ber. Austmenn í Íslenskri grafík MYNDLIST Teikning eftir Zdenek Patak úr röð hans Steinn og fjall. MYND/ÍSLENSK GRAFÍK-ZEDENEK PATAK MYNDLIST Ríkharður Valtingojer við vinnu sína en hann hefur haft ómæld áhrif á þróun íslenskrar grafíklistar með kennslu sinni. MYND/ÍSLENSK GRAFÍK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.