Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 11

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 11
í brauði, er vel þekkt í Lyon og gæti þessvegna verið undanfari „Sausage roll" í Bretlandi og þannig „hot dog" frá Bandaríkjunum. Því er ekki hægt að neita að laukur er hráefni sem notað er í yfir helming rétta frá Lyon og er því ekki skrýtið að með steiktum kart- öflusneiðum „lyonnaise" eru steiktar lauksneiðar. Einn af sérréttum Lyon er t.d. „Blanquette d'agneau des bords du Rhóne" og er lambið framreitt með grænmeti sem ræktað er umhverfis Lyon. Kastaníurnar, sem ræktaðar eru á staðnum, eru oft í samfloti við súkkulaðirétti eins og rétturinn „Mousse au chocolat et aux marrons" sannar. Þess má geta að súkkulaðið kom til Frakklands frá Ítalíu á átjándu öldinni. Þekktustu vínin eru frá Beaujolaise Vinekrunum. op cV rovence: Provence héraðið mætti að ósekju kalla kryddjurtagarð Frakklands,því ekkert annað hérað hefur yfir öðru eins úrvali af kryddjurtum að velja. Þar mætti nefna t.d. oregano, fenel, sage, savory, timian, og rosemary. Það eru því kryddjurtir auk hvítlauks og ansjósa sem einkenna matreiðslu Provenqal héraðs sem eru í réttum eins og „Anchoiade, Tapenade og Pissalad- iére". Ennfremur eru tómatar, paprik- ur, saffran og ólífuolía algengir í rétt- um provenqale. Þar nægir að nefna hina heimsfrægu fiskisúpu „Bouilla- baisse" sem elduð hefur verið í nærri tvær aldir við strendur Miðjarðarhafs- ins. Eins og sést af framansögðu er Provence undir sterkum áhrifum frá Italíu en það er auðvitað vegna ná- lægðar. Auðvitað er kjöt matreitt hér eins og annarstaðar en þekktastir eru nautakjötsréttir og réttir lagaðir úr kjúklingakjöti. Eldhús Provence héraðs er ekki þekkt fyrir eftirrétti en ávextir eru mikið notaðir sem endapunktur á góðri máltíð og mætti þar nefna fíkjur og melónur sem dæmi. I Provence eru ræktuð vínber, bæði til nota í vín og eins fyrir matarborðið. Best þekktu vínin eru „Cóte de Provence" og eru þau fáanleg sem rauð, hvít og sem rósavín. ranche Comte: Þegar talað er um Franche Comte er verið að tala um svæðið meðfram landamærum Italíu og Sviss (Alpana) eða frá héraðinu Provence allt til Al- sace. Mjólk og mjólkurvörur eins og ostar eru aðal afurðirnar á svæðinu. Þekktustu ostarnir eru t.d. franska út- gáfan af „Gruyére" (svissneskur) /'Emmenthal", „Tomme de Savoie" og Reblochon". Gruyére ostur er mikið notaður í staðbundna rétti eins og t.d. „Fondue" sem stundum er þó kennt við svissneska matreiðslu. Einn þekkt- asti rétturinn sem unninn er úr afurð- um héraðsins eða mjólk og kartöflum er „Gratin Dauphinoise". Fjallgarðurinn hefur að geyma villi- bráð eins og Rjúpur, Fashana og Gineuhænsni. Fiskur er mikið notaður, t.d. silungur úr ánni Isére sem rennur í gegnum Grenoble og Gedda sem not- uð er í hinar „fiðurléttu" quenelles, framreiddar í Nantuasósu. Valhnetutré vaxa í nágrenni Gren- oble og eru hneturnar notaðar í salöt, sósur og í bakstur. Einnig er pressuð olía úr hnetunni sem notuð er í vinaigrette á sallöt. Vin héraðsins (Da- uphiné) eru nokkuð þekkt og eru það rómverjar sem taldir eru að komið hafi með fyrstu vínviðina. Þekktust eru vín Rhóne eins og t.d. „Cháteauneuf du Pape og Hermitage. cV í ormandy: Eldhús Normandy er talið með þeim bestu í frakklandi. Ein af ástæðunum er að Normandybúar framleiða fram- úrskarandi mjólkurvörur t.d. smjör og rjóma. Ef rétturinn heitir 'a la Norm- ande er öruggt að hann inniheldur smjör og rjóma. Ur mjólkinni eru lag- aðir sumir af þekktustu ostum frakk- lands eins og „Camembert, Port l'Evéque, Livarot og Neufchátel". Rétturinn „Faisan á la vallée d'Auge" sem nefndur er eftir dalnum sem áin Auge rennur um, inniheldur smjör, rjóma, cider, og epli. Epli kemur oft upp í hugann þegar talað er um mat frá Normandy og ekki því óal- gengt að sjá eplatertur og kökur í bak- aríum og á matseðlum veitingahúsa Normandy. Og auðvitað er Cider al- gengur í Normandy en hann er sterk- ari og ekki eins sætur og víða annar- staðar. í Normandy er einnig búið til sterkur, brenndur drykkur úr eplum sem nefnist Calvados, og er hann ekki bara notaður í suma af réttum staðar- ins heldur er hann oft framreiddur með máltíðinni. Klettótt ströndin er einnig upp- spretta margra rétta úr fiski. Réttir sem kenndir við hafnarborgina Dieppe (skammt frá París) innihalda krækling, rækjur eða annað sjávarfang (á la Dieppoise). Kræklingurinn, sem oft er framreiddur í bragðmiklum rjómasós- um, er oftast soðinn í Cider í stað víns. urgundy: Margir af frægustu réttum frakklands eiga uppruna sinn að rekja til Burg- undyhéraðs eins og t.d. „Coq au vin" og „Boeuf á la bourguignonne". Hinar þekktu „Gougéres" eða osta- bollur eru upprunalega frá Burgundy en þær eru mikið borðaðar einar sér með glasi af rauðvíni. Hefðin sjálf ein- kennist af gæðum og mikils úrvals hrá- efnis. I Bresse sem er suður af Dijon er mesta kjúklingarækt í Frakklandi. Og í samspili með hinu djúprauða rauðvíni hefur orðið til hinn klassíski réttur „Coq au vin". Frá „Charlois" koma hinu frægu Charloisnautgripir en kjötið af þeim eru aðal uppistaðan í réttum eins og „- Boeuf á la bourguignonne" (söltuð svínasíða, sveppir, smálaukur, rauð- vín). I eina tíð gekk hin smái fugl „Qu- ail" villtur um Burgundyhérað en nú til dags er hann ræktaður á búgörðum. Eggin er einnig notuð sem meðlæti með ýmsum réttum. Sniglaréttir Burg- undy eru frægir um allan heim t.d. framreiddir með „Beurre á la bo- urguignonne" sem er bragðmikið hvít- laukssmjör. Borgin Dijon hefur nokkrar sér af- urðir og ein af þeim er sinnepið sem talið er það besta í frakklandi ef ekki í heimi. Allir réttir sem nefnast „á la dijonnaise" innihalda örugglega Dijonsinnep. Onnur afurð Dijon er „Cassis" eða sólberjalíkjör sem er not- aður í hvítvínslystauka betur þekktur sem „Kir" (kampavínsútgáfan heitir „Kir Royal"). Drykkur þessi er nefnd- ur eftir borgarstjóra Dijon, Canon Kir að nafni (1898-1968).Burgundy er einnig mjög þekkt sem vínræktarhér- að, bæði fyrir rauðvín og hvítvín. Hvítvínin eru klassisk, sérstaklega vín- in frá „Beaune" sem heita „Meursault" , „Corton Charlemagne og hið frábæra Chablis sem er aðeins norðar. Einnig eru þekkt - Fr.h. á bls.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.