Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 24

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 24
, | SEGIR JOHANNA K. EYJOLFSDOTTIR, FkAMKVÆMDASTJÓRI AMNESTY Á ÍSLANDI Þar sem iðn- nemar hafa löngum verið þekktir fyrir mannkærleika og að bera hag náungans fyrir brjósti, þá fannst okkur upplagt að ræða við Is- landsdeild Amnesty International og grennslast fyrir um þessi merkilegu sam- tök. eftir Drífu Snædal ins og flestir vita þá hef- ur Amnesty lengi beitt sér fyrir lausn samvisku- fanga. Þegar við rædd- um við Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur framkvæmdastjóra Amnesty á íslandi kom í ljós að flestir þeir sem samtökin berjast fyrir eru skólafólk á sama aldri og iðn- nemar á Islandi. Okkur finnst sjálfsagt að geta rekið okkar hagsmunasamtök án þess að eiga á hættu að vera fangelsuð, pyntuð og jafnvel drepin án dóms og laga. í öðrum löndum er þetta alls ekki jafn sjálfsagt eins og áralöng barátta Amnesty ber vitni um. Sagan segir að upphafsmaður Amnesty International, breskur lögfræðingur að nafni Peter Benenson hafi verið að lesa dag- blað árið 1961 þar sem greint var frá handtöku þriggja náms- manna í Portúgal. Astæða handtökunnar var sú að menn- irnir þrír sátu á krá í Lissabon og skáluðu fyrir frelsinu en það féll ekki í kramið hjá þáverandi her- foringjastjórn. Eftir þennan lest- ur byrjaði Benenson að hugsa um leiðir til áhrifa. Nokkrir mánuðir liðu og í maí 1961 skrif- ar hann stóra grein í breska blað- ið The Observer undir yfirskrift- inni „The forgotten prisoners" eða gleymdu fangarnir. Sama dag birtist þýðing á greininni bæði í frönsk og þýsku dagblaði. I greininni fjallar Benenson um fólk sem hefur gleymst í fangels- um, fólk sem var fangelsað fyrir að vera með ákveðinn hörunds- lit, ákveðnar skoðanir eða trú. í greininni talar Benenson til allra sem hafa áhuga á að veita sér lið til að koma á fót stofnun eða samtökum sem vinna að því að leysa þetta fólk úr haldi. Innan nokkurra mánaða voru um þús- und manns búnir að hafa sam- band við hann. Samtökin voru formlega stofnuð seinna á sama ári og fá þau heitið Amnesty International. Svona byrjuðu samtökin og hægt og rólega eru stofnaðar deildir í ýmsum lönd- um, nú er Amnesty með deildir í tæplega 60 löndum og hópa í enn fleiri löndum. Amnesty International byggir starf sitt á mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1948, en sá dagur er alþjóðlegur mannréttinda- dagur. A grundvelli hennar er búið að gera mikið af sérsátt- málum varðandi ýmis réttindi. Ríkisstjórnum ber skylda til að skrifa til Sameinuðu þjóðanna og gera grein fyrir því hvernig þessum sáttmálum er framfylgt í hverju landi. Það væri hins- vegar ógerlegt fyrir ein samtök fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar að vinna á öllum sviðum rnann- réttinda. Jóhanna segir Am- nesty afmarka sig mikið þar sem innan samtakanna er sú trú ríkj- andi að ef þau tækju að sér allt mögulegt þá myndu þau aldrei ná neinum árangri. „Önnur grundvallarregla í starfi samtak- anna er að hver landsdeild má ekki taka upp mál í sínu eigin landi. Alltaf er hætta á að þú missir hlutleysið þegar hlutirnir standa þér mjög nærri. Þegar þú ert á heimavelli er meiri hætta á að þú víkir frá grund- vallar mannréttinda-hugsunum og þá eru komnir pólitískir flokkadrættir og alls konar önn- ur mál sem gætu breytt eðli deilda. Önnur ástæða er sú að ef við myndum vinna að málum í eigin landi þá er hætta á því að Amnestydeildum verði lokað." Til þess að tryggja hlutleysi samtakanna hefur verið lögð gífurleg áhersla á að tengjast aldrei neinum sérstökum flokk- um né stjórnmálastefnum. Af sömu ástæðu þiggja samtökin ekki fé frá yfirvöldum né nokkrum fyrirtækjum sem á einn eða annan hátt tengjast mannréttindabrotum. Amnesty fær rekstrarfé frá félögum sem borga félagsgjöld og svo selja samtökin ýmsar smávörur. Einnig taka samtökin við frjáls- um framlögum frá fólki og al- gengt er að Amnesty sé getið í erfðaskrám. Amnesty vinnur fyrir sam- viskufanga um allan heim. Samtökin krefjast þess að allir fái réttláta dómsmeðferð, að fólk fái verjanda og nægan tíma til að undirbúa vörnina, einnig er lögð áhersla á að dómarinn sé óháð- ur. Við berjumst gegn pynting- um en þær eru gífurlegt vanda- mál í heiminum í dag og eru stundaðar í ótrúlega mörgum löndum. Það sem er óhugnaleg- ast við pyntingar í dag er að þær eru orðnar svo tæknilegar. Áður sástu það á líkama manna þegar þeir höfðu verið pyntaðir en í dag er mikið notuð rafmagns- 24 IÐNNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.