Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 28

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 28
1. maí, alþjóðlegum baráttu- degi verkafólks er vert að staldra við og líta yfir farinn veg með tilliti til þess hvern- ig menn vilja takast á við framtíðina A síðustu árum hefur launafólk á Islandi þurft að horfa upp á versnandi at- vinnuástand og lakari kjör. A sínum tíma var gerð þjóðarsátt sem tryggja átti stöðugleika til að búa fyrirtækjum í landinu betri rekstrargrundvöll sem seinna myndi skila sér í aukinni arð- semi. Nú berast æ oftar fréttir af batn- andi rekstrarafkomu fyrirtækja en ekk- ert bólar á verðlaunum til verkafólks. Þess í stað stendur til að binda hendur verkalýðshreyfingarinnar og koma í veg fyrir að verkafólk geti sótt sér rétt- mætan skerf af arðsemi fyrirtækjanna. Verkalýðshreyfingin og kjarabaráttan Verkalýðshreyfingin hefur verið gagn- rýnd mikið hin síðari ár fyrir aðgerðar- leysi og veikleika. Nú þarf verkalýðs- hreyfingin að standa undir nafni, rísa upp og koma í veg fyrir lagasetningu sem mun lama hana til framtíðar og um leið möguleika launafólks á bætt- um kjörum. Skera þarf upp herör gegn því misrétti og þeim blekkingarvef sem ríkt hefur í þessu landi undanfar- in ár, tryggja aukinn kaupmátt til sam- ræmis við nágrannalönd okkar og launafólki sinn skerf af aukinni vel- megun fyrirtækja í landinu. Menntun og atvinnumál Stór hluti íslensks vinnuafls er ekki menntað til þeirra starfa sem það gegnir í dag. Taka má dæmi af fiskiðn- aðinum, aðalatvinnuvegi íslendinga. Innan við 20% þeirra sem starfa í fisk- iðnaði eru menntaðir til þerra starfa á meðan hlutfallið er alveg öfugt t.d. í Þýskalandi. Þau eiga því vel við um- mæli ráðamanna um aukna áherslu á iðn- og starfsnám; nú er kominn tími til aðgerða. Byggja þarf upp margfalt fleiri starfsmenntabrautir en nú eru í boði og tryggja þarf rekstrarfjármagn fyrir þá iðnmenntaskóla sem fyrir eru. Snúa þarf við þeirri þróun að meiri- hluti þeirra sem ljúka grunnskólaprófi leggi leið sína í bóknámsskóla og flosna síðan upp úr námi af þeirri ein- földu ástæðu að námið gefur þeim enga starfsmöguleika. Eftirspurn eftir nýjum námsbrautum er gífurleg og sannast það best á aðsókn í nýjar brautir iðnskólanna í Reykjavík og Hafnarfirði; svokallaða iðnhönnun. Vandinn við þessar brautir er hins veg- ar sá að aðeins lítið brot af þeim sem þær sækja koma til með að geta starfað við iðnhönnun. Því þarf að bregðast fljótt við og margfalda framboð á nýj- um starfstengdum brautum. Kjaramál iðnnema Árið 1986 var afnumin sú áralanga hefð að laun iðnnema skyldu vera hlutafall af launum sveina. Þetta var gert á vettvangi Alþýðusambands Is- lands sem hafði þá frá árinu 1966 séð um að semja um kaup og kjör iðn- nema. Fyrir þetta og allt aftur að árinu 1940 voru laun iðnnema ákveðin af iðnfræðsluráði og þá alltaf sem hlutfall af launum sveina. Frá 1986 hafa iðn- nemar verið einskonar skiptimynt í höndum ASÍ því kauptaxtar þeirra rýrnuðu sem nam 30% umfram kaup- taxta sveina frá 1986 og að síðustu kjarasamningum. Árið 1988 voru sett ný lög um framhaldsskóla og við gild- istöku þeirra var iðnnemum ekki leng- ur bannað að fara í verkföll. Upp frá því gengu einstakir hópar iðnnema í sveinafélög með sérstökum samning- um á milli Iðnnemasambandsins og sveinafélaganna og er stór hluti iðn- nema nú á kauptöxtum sem eru hlut- fall af launum iðnsveina. Nú þarf að vinna að því að gera hið sama fyrir alla iðnnema og færa þannig ákvarðanir um launamál iðnnema frá ASI til þeirra sjálfra. Skýrasta dæmið um það að launamál iðnnema skuli tekið úr höndum ASI eru samningar um síðustu desember- uppbót en þá var uppbót iðnnema skert hlutfallslega um 15%-20% og um leið brotin áralöng hefð, þar sem allt frá upphafi desemberuppbótar hefur hún verið 73% af desemberuppbót sveina en er nú 65% og verður 62% frá 1996. Fulltrúar iðnnema voru gjörsam- lega hundsaðir í þessum samningum. Iðnnemasamband íslands mun nú leggja ofuráherslu á að iðnnemar semji framvegis um sín kjör sjálfir ýmist inn- an sveinafélaga eða utan. Kröfur iðnnema á 1. maí Iðnnemasamband íslands gerir kröfu um aukinn kaupmátt til samræmis við nágrannalönd okkar, að þegnar þessa lands og hinni vinnandi stétt verði tryggð bætt afkoma til að lifa mann- sæmandi lífi. Einn mikilvægasti þátt- urinn í að auka kaupmátt og minnka launamismun er að hætta skattlagn- ingu þeirra lægst launuðu. Iðnnema- samband íslands lítur á það sem hina mestu svívirðu að skattleggja laun undir kr. 100.000,- Iðnnemasamband Islands mun á- fram leggja fram sinn skerf í baráttunni fyrir bættum kjörum með því að koma í veg fyrir arðrán einstakra óprúttinna atvinnurekenda á iðnnemum. Áfram verður barist af hörku fyrir mannsæm- andi launum iðnnema og félagslegu öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.