Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Page 33

Iðnneminn - 01.05.1996, Page 33
Ií gegnum aldirnar hafa íslendingar sótt framhaldsnám til Danmerkur og er svo enn í dag. Þar bjóðast ýmsir möguleikar sem ekki eru fyrir hendi hér á landi og má þar nefna korta- og landmælingatækni. Þetta nám er kennt við Horsens Tekniske Skole og Köbenhavns Tekniske Skole og tekur námið eitt og hálft ár. Eft- ir aðra önn er kunnátta nemenda prófuð og slíkt hið sama er gert eftir þriðju önn. Náminu er skipt upp í bæði verklegan- og bóklegan hluta. í skól- unum eru tvær brautir; Landmælingar og Korta- tækni og eru ýmsir möguleikar á undirbúnings- námi gefnir. Æskilegt er að þeir sem hefja nám í skólunum hafi allavega eins árs reynslu af vinnu innan korta- eða landmælinga. Einnig þykir mik- ill kostur að vera menntaður í einhverskonar byggingargreinum svo sem tækniteiknun eða húsasmíði. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Horsens tekniske skole s: 7562 5088 og Köbenhavns tekniske skole s: 3181 2290. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar og bæklinga, m.a. á íslensku á skrifstofu Iðnnemasambands Islands. NÁM I DANMÖRKU Hjá Horsens Polytecnic bjóðum við uppá fleiri tegundir af tæknimenntun. Meðal annars: korta- og landmælingatækni tækniteiknun landmælingatæknir véltæknir byggingaiðnfræðingur - bygginga- og framkvæmdalína byggingafræðingur með fjórum brautum: enskri, þýskri, byggingar- og framkvæmdalínu. Horsens Polytechnic Slotsgade 11, DK-87000 Horsens Tlf. + 4575625088 Fax. + 4575620143 Ath! íslenskir bæklingar á skrifstofu INSÍ.

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.